Skip to main content

Tækni á bak við afþreyingu og fjölmiðlun

Ný tækni á bak við afþreyingu og fjölmiðlun: Tækifæri og ógnanir
18.október 2006 - frá 13:00-16:30 á Grand Hótel Reykjavík

Á ráðstefnu Ský miðvikudaginn 18. október 2006 á Grand Hótel Reykjavík var fjallað um nýja tækni á bak við afþreyingu og fjölmiðlun.

 

Reynt var að svara m.a. þessum spurningum á ráðstefnunni. 

Hverjar eru núverandi og framtíðar ógnanir við tölvu- og dreifitæknina?
Hvað er IPTV og hvernig nýtist það mér eða mínu fyrirtæki?
Hvað er að gerast í dreifitæknimálum í dag og hvert stefnum við?
Hver er stefna helstu fjölmiðlavefja landsins?
Eigum við eftir að sjá einhverjar aðrar nýjungar frá símafyrirtækjunum?
Hver er ávinningurinn með IP tækninni?
Munu heimili landsmanna skarta IP tækninni í síma- og sjónvarpi?


  Dagskrá:  

12:50    Skráning ráðstefnugesta

13:05    Fundarstjóri setur ráðstefnuna

13:10    Eru síðustu metrarnir í lag? Nýttu þér frjálsa eftirlitskerfið! -glærur-

Rétt uppsetning og frágangur boðskiptalagna í húsum er grundvallaratriði fyrir öruggum fjarskiptum. Aukið framboð á flutningsleiðum fjarskipta hefur gert þessa framkvæmd flóknari og gera kaupandanum erfiðara um val. Fyrirtæki og félög á fjarskiptasviðið hafa stofnað til samstarfs hagsmunaðila um boðskiptalagnir, sem hefur það að markmiði að auðvelda viðskipti notandans á þessu sviði og tryggja rétt hans á góðri tæknilausn. Þetta fyrirkomulag er byggt upp samkvæmt evrópskri fyrirmynd þar sem góð reynsla er komin á það.
Örlygur Jónatansson, rafmagnstæknifræðingur, sviðsstjóri hjá Rafiðnaðarskólanum kynnti Samstarf hagsmunaaðila um boðskiptalagnir"Gervihnattatæknin - Heimils og fyrirtækjamöguleikar.  Ógnanir og tækifæri.


13:50    Nýjar samþættar vörur Símans 

Þór Jes framkvæmdastóri tæknisviðs Símans

14:20    Kaffihlé

14:40    Ljósleiðaravæðing heimila – lausn til framtíðar -glærur-

Fjallað var um þau tækifæri sem fylgja verkefni Orkuveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu til heimila.  Sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og OR. Bent var á þau tækifæri sem fylgja þessu verkefni hvað varðar þróun á nýrri þjónustu inn á Íslenskan markað sem nýtir sér IPTV kerfi og 100 Mb/s samband inn á hvert heimili í Reykjavík.
Georg Aspelund Þorkelsson, markaðsstjóri Gagnaveitu Orkuveitu Reykjavíkur


15:10    Notkun og þróun netmiðla í nýju umhverfi
-Fyrri hl.glærur-  Seinni hluti glærur -
Mikil aukning er orðin á notkun netmiðla sem frétta- og upplýsingaveitna á undanförnum misserum.  Á sama tíma eru auglýsendur að vakna til vitundar um að hér er nýr möguleiki á að nálgast viðskiptavini með gagnvirkum hætti. Netmiðlar eru að ná til sín stærri hluta í auglýsingakökunni. Netnotendur eru á sama tíma að verða sífellt virkari sem fréttaveitur og nota ýmsa tækni til að koma skilaboðum sínum til annarra netverja. Hvaða áhrif hefur það á hefðbundnari miðla? Sjónvarp og net eru að renna saman og það endurspeglast á stærstu vefjunum í dag. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir vefmiðla? Hvar eru tækifærin og hvar eru ógnanir?
Ingvar Hjálmarsson netstjóri mbl.is

15:40   Spurningar og samantekt
 
15:55    Fundarstjóri slítur ráðstefnunni


Fundastjóri var: Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar

Í undirbúningsnefnd voru: Halldór Jón Garðarsson, Ragna María Sveinsdóttir
  • 18. október 2006