Skip to main content

Jólaráðstefna

Örar bylgjur 
Þráðlaus fjarskipti -  yfirvofandi kynslóðaskipti í farsímakerfum og þráðlausum netum
Jólaráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands
Nordica Hótel 1. desember 2006 kl. 12:45 - 16:55

Jólaráðstefna Skýrslutæknifélagsins var hálfsdagsráðstefna haldin á Nordica föstudaginn 1. desember þar sem fjallað var um þráðlaus fjarskipti en margvísleg ný tækni er að koma fram á sama tíma.  Áhersla varr á gagnaflutninga, aðgang að tölvupósti, interneti og annarri netþjónustu. Í farvatninu er að setja upp 3. kynslóðar kerfin UMTS og CDMA-450 á Íslandi og einnig WiMAX sem sumir kalla 4. kynslóðar kerfi.

Spurt var:
Hvað einkennir þessar lausnir?
Hvers konar búnaður hentar best til að hafa þráðlausan aðgang að tölvupósti, interneti og til almennra gagnaflutninga?
Hvað hafa þær fram yfir eldri lausnir?
Hvað einkennir næstu kynslóð þráðlausra staðarneta, 802.11n?
Munu þriðju og fjórðu kynslóðar kerfi veita okkur betri þjónustu en við höfum nú með 2. kynslóðar kerfinu (GPRS/EDGE)?
Hver er þáttur “hot-spot” tækninnar sem kölluð er WiFi eða WLAN og dekkar sums staðar heilar miðborgir?
Hvernig fellur nýja tæknin að þeirri eldri?

Einnig var ætlunin að veita yfirsýn yfir þær lausnir sem nú eru á markaðnum, t.d. Blackberry, Open Hand og lausnir byggðar á Windows Mobile stýrikerfinu. 
Ráðstefnan kynnti nýjustu notendalausnir á sviði þráðlausra fjarskiptatækni og jafnframt skyggnast inn í framtíðina varðandi nýjungar og staðla.

Á ráðstefnunni var kynntur nýr faghópur innan Ský, fjarskiptahópur. Starfsemi og form hans voru kynnt og listi gekk þar sem þeir sem höfðu áhuga á að taka þátt í honum gátu skráð sig.

Dagskrá:

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Þórólfur Árnason ráðstefnustjóri setur ráðstefnuna
13:10 WiMax 802.16 og fjallað stuttlega um 802.11n -Glærur-
Wimax er langdræg þráðlaus gagnaflutningstækni sem hefur verið í tilraunarekstri á Íslandi um skeið. Við kjöraðstæður er unnt að ná miklum hraða og tryggja gæði. 802.11n er á hinn bóginn arftaki núverandi WLAN tækni til notkunnar innandyra og mun auka hraða til muna frá því sem nú þekkist.
Magnús Hafliðason verkfræðingur á rannsóknardeild Símans
13:30 Sýn Vodafone á framtíð þráðlausra fjarskipta - Glærur -
Kjartan Briem forstöðumaður notendakerfa hjá Vodafone
13:50 CDMA-450
Fjallað verður um grunntækni að CDMA-450 og hvað það er sem einkennir kerfið. Þjónusta sem tæknin getur veitt verður kynnt og sagt frá gagnaflutningsmöguleikum þjónustunnar.  
Baldur Viðar Baldursson forstöðumaður á rekstrar- og tæknisviði Símans.
14:10 Þriðja kynslóð farsíma á Íslandi
Í erindinu verður fjallað um þriðju kynslóð farsímaþjónustu, 3G, og möguleika tækninnar. Farið verður yfir stöðu 3G í Evrópu og hvaða væntingar eru gerðar til næstu kynslóðar farsíma. Novator hefur fengið úthlutað tilraunaleyfi á Íslandi fyrir 3G farsíma.
Jóakim Hlynur Reynisson verkfræðingur hjá Novator.
14:30 Stofnun fjarskiptahóps
Á ráðstefnunni verður kynntur nýr faghópur innan Ský, fjarskiptahópur. Starfsemi og form hans verður kynnt og listi mun ganga þar sem þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í honum geta skráð sig.
14:40 Kaffi og sýning
15:10 Panelumræður
15:30 RIM -Blackberry – Glærur
Sagt verður frá nýjungum í notendalausnum frá Blackberry og framtíðarsýn.
Adrian Faull,  Director, Commercial relationship 
15:50 Windows Mobile
Sagt verður frá helstu nýjungum og framtíðarsýn.
Halldór J. Jörgensson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
16:10 OpenHand – öflug samskiptalausn fyrir fólk á ferðinni - Glærur -
Davíð Stefán Guðmundsson markaðsstjóri OpenHand
16:30 Viðhorf notenda - Glærur -
Heimurinn hefur skroppið saman og fólk í viðskiptaferðalögum hefur tök á ferðast með skrifstofuna sína um öll byggð ból, og víðar.
Halldóra Matthíasdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs OK
16:50 Ráðstefnuslit
16:55 Sýning og léttar veitingar

 


Ráðstefnustjóri er Þórólfur Árnason forstjóri Skýrr.

Í undirbúniningshóp eru þeir Ólafur Aðalsteinsson, Einar H. Reynis, Eggert Ólafsson og Sæmundur Þorsteinsson.

 


28
29
30
31
32
33
34
35
36
37

  • 1. desember 2006