Hvernig hagnýta íslensk fyrirtæki útvistun?
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
miðvikudaginn 30. maí 2007
Kl. 12:00 - 14:00
Á hádegisverðarfundi Skýrslutæknifélagsins sem haldinn verður á Grand Hótel þann 30. maí nk. verður fjallað um útvistun í upplýsingatækni frá sjónarhóli íslenskra fyrirtækja. Fjallað verður um það hvernig þau nýta sér slíka útvistun í dag og reynt að svara því hver framtíð útvistunnar er þegar upplýsingatækni verður sífellt miðlægari í rekstri og tekjumyndun fyrirtækja. Jafnframt verður reynt að svara því hvenær fyrirtæki eiga að nýta sér útvistun og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér hana sem best.
12:00 | Skráning fundargesta |
12:15 | Setning fundarins og hádegisverður borinn fram |
12:40 | Innyflin út? - Eigindleg rannsókn á vistun upplýsingatækni meðal íslenskra fyrirtækja Oktober 2006 heimsótti höfundur, ásamt meðrannsakanda Dr. Bill Tastle, 11 yfirmenn upplýsingatæknimála hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera eigindlega athugun á fyrirkomulagi útvistunar hjá íslenskum fyrirtækjum. Í þessum fyrirlestri verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þeirrar rannsóknar Ársæll Valfells, lektor Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands |
13:10 | Útvistun; hvernig og hvenær? Efni erindisins eru hugleiðingar um kosti og galla útvistunar í upplýsingatækni, hvenær slík útvistun eigi við og hverjar séu forsendur árangurs á þessu sviði. Jafnframt verður fjallað um reynslu LSH og annarra sambærilega fyrirtækja og stofnana af útvistun og hvernig þessi mál gætu þróast í framtíðinni. Björn Jónsson frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi |
13:30 | Útvistun frá sjónarhóli þjónustuaðilans - glærur - Fjallað verður um reynsluna af útvistun fyrir viðskiptavini TM Software undanfarin ár, þróun og framtíðarsýn. Sigurður Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá TM Software |
13:50 | Spurningar |
13:55 | Fundi slitið |
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 6.900 kr.
Á matseðlinum verður:
Pönnusteiktur silungur með ristuðum möndlum og rækjusmjöri. Ostaterta að hætti hússins.
Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is