Skip to main content

Útvistun

Hvernig hagnýta íslensk fyrirtæki útvistun?
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
miðvikudaginn 30. maí 2007

Kl. 12:00 - 14:00

Á hádegisverðarfundi Skýrslutæknifélagsins sem haldinn verður á Grand Hótel þann 30. maí nk. verður fjallað um útvistun í upplýsingatækni frá sjónarhóli íslenskra fyrirtækja. Fjallað verður  um það hvernig þau nýta sér slíka útvistun í dag og reynt að svara því hver framtíð útvistunnar er þegar upplýsingatækni verður sífellt miðlægari í rekstri og tekjumyndun fyrirtækja. Jafnframt verður reynt að svara því hvenær fyrirtæki eiga að nýta sér útvistun og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér hana sem best.


Sérstaklega verður fjallað um niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar sem hefur verið gerð á útvistun upplýsingatækni hjá íslenskum fyrirtækjum en hún er gerð af þeim Ársæli Valfells Lektor hjá Viðskiptaskor Viðskipta og hagfræðideildar Háskóla Íslands og William J. Tastle prófessor hjá Ithaca College í New York. Dagskrá
12:00 Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:40 Innyflin út? -  Eigindleg rannsókn á vistun upplýsingatækni meðal íslenskra fyrirtækja
Oktober 2006 heimsótti höfundur, ásamt meðrannsakanda Dr. Bill Tastle, 11 yfirmenn upplýsingatæknimála hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Tilgangur rannsóknarinnar var að gera eigindlega athugun á fyrirkomulagi útvistunar hjá íslenskum fyrirtækjum. Í þessum fyrirlestri verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þeirrar rannsóknar
Ársæll Valfells, lektor Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
13:10 Útvistun; hvernig og hvenær?
Efni erindisins eru hugleiðingar um kosti og galla útvistunar í upplýsingatækni, hvenær slík útvistun eigi við og hverjar séu forsendur árangurs á þessu sviði. Jafnframt verður fjallað um reynslu LSH og annarra sambærilega fyrirtækja og stofnana af útvistun og hvernig þessi mál gætu þróast í framtíðinni.
Björn Jónsson frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi
13:30 Útvistun frá sjónarhóli þjónustuaðilans - glærur -
Fjallað verður um reynsluna af útvistun fyrir viðskiptavini TM Software undanfarin ár, þróun og framtíðarsýn.
Sigurður Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá TM Software
13:50 Spurningar
13:55 Fundi slitið
  
Sigrún Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Innn verður fundarstjóri

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  6.900 kr.


Á matseðlinum verður:

Pönnusteiktur silungur með ristuðum möndlum og rækjusmjöri. Ostaterta að hætti hússins.



  • 30. maí 2007