Skip to main content

Hagnýt gervigreind

Gervigreindin er að umbylta ferlum og nálgun á ýmsum sviðum. Á þessum viðburði munu sérfræðingar fjalla um hvernig hægt er að nýta þessa nýju tækni og hvaða hagnýtu áskoranir fylgja innleiðingu gervigreindarlausna.

Dagskrá:

11:50   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Ævar Hrafn Ingólfsson
12:15   Hlutverk lögfræðinga við innleiðingu gervigreindar

LinkedIn logo  Ævar Hrafn Ingólfsson, KPMG Law
Þóranna Kristín Jónsdóttir
12:35   Hvað segir þú? Hvað segir það?
Hagnýtar leiðbeiningar um hvernig þú færð betri svör frá gervigreindinni.
LinkedIn logo  Þóranna Kristín Jónsdóttir

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Sigurður Óli Árnason
13:00   Úr frumútgáfu í framleiðslu
Af hverju festast gervigreindarverkefni i frumútgáfu og hvað er nauðsynlegt til að slík verkefni heppnist vel?
LinkedIn logo  Sigurður Óli Árnason, DataLab
Benedikt Geir Johannesson
13:20   Gervigreind í opinbera geiranum
Benedikt fjallar um hvernig Skatturinn er að hagnýta gervigreind í daglegum rekstri ásamt því hvaða tækifæri og áskoranir þessi hagnýting bíður upp á.
LinkedIn logo  Benedikt Geir Jóhannesson, Skatturinn
Hanna Kristín Skaftadóttir
13:40   Tökum vélmennið úr manneskjunni: Viðhorf og árangursrík innleiðing gervigreindar í skipulagsheildum
Innleiðing gervigreindar snýst ekki aðeins um tækni heldur fyrst og fremst um viðhorf, menningu og breytingar innan skipulagsheilda. Í erindinu verður farið yfir helstu áskoranir sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir við upptöku gervigreindarlausna – og hvað rannsóknir sýna að eykur líkur á árangri. Fjallað verður um hvernig við getum nýtt gervigreind sem samstarfsaðila í starfi, þannig að hún losi okkur undan vélrænum verkefnum og styrki mannlega hæfni.
LinkedIn logo  Hanna Kristín Skaftadóttir, Háskólinn á Bifröst

14:00   Fundarslit

Bjarni Þór Gíslason
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Bjarni Þór Gíslason, Gagnagúrú




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Tikka masala kjúklingur. Indverskt Dhal, með mango chutney og naan brauði. Hrísgrjón. Grænt salat. Agúrku- og radísusalat með sýrðum rjóma. Tómatsalat með hvítlauk og kóríander. Nýbakað brauð, hummus og smjör.