Skip to main content
14. July 2016

Sumarfrí

DSCF9592Nú fer Tölvumál í sumarfrí og komum við aftur 11. ágúst. Hvet alla til að nota tímann í sumar til að skrifa grein fyrir prentaða útgáfu af Tölvumálum sem kemur út í haust, þemað er íslenskan og upplýsingartæknin, skilafrestur 01. september 2016. Við birtum líka vikulega pistla hér á vefnum og erum alltaf til í að birta skemmtileg skrif félagsmanna og annarra.

Ritnefnd Tölvumála leitar að nýjum félögum í hópinn en hlutverk nefndarinnar er að birta vikulega greinar/pistla fyrir Tölvumál á sky.is vefnum og gefa út prentaða útgáfu af Tölvumálum að hausti. Nefndarmenn sjá um að útvega greinar og/eða skrifa sjálfir og lesa yfir það efni sem birt er. Það væri gaman ef þú vilt koma í hópinn og aðstoða okkur við að koma fjölbreyttu efni á framfæri. Endilega hafðu samband við ritstjóra ef þú hefur áhuga

Fyrir hönd ritstjórnar, Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri, asrun@ru.is

Skoðað: 1623 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála