Skip to main content
11. ágúst 2016

Tæknin og tungumálin

asrun 13035Ný tækni býður upp á marga möguleika til að koma efni á framfæri á auðveldan hátt og á margskonar formi s.s. myndum og texta. Tungumálið er ein af leiðunum sem við höfum til að tjá okkur og þar getum við valið um rúmlega 6000 tungumál. Flestir velja sitt móðurmál til að tjá sig á eða það mál sem flestir tala í því landi sem dvalið er í. Svo virðist sem aðeins um 2% af tungumálum heimsins sé í blómlegri notkun á netinu. Sumir ganga svo langt að segja að 96% af öllum tungumálum heimsins séu útdauð þegar það kemur að því að nota ‏ þau í snjallsímum, spjaldtölvum eða fartölvum. Gæti ‏það ‏‏þýtt að internetið hafi sömu áhrif á tungumál og talið er að halastjarna hafi haft á risaeðlur?

Það er áhugavert að skoða hvaða tungumál eru mest notuð á Internetinu en samkvæmt Internet World Stats þá nota 948,6 milljónir ensku, 751,9 milljónir kínversku og 277,1 milljónir spænsku eins og mynd 1 sýnir.

tungumál

Mynd 1

Margir hræðast útbreiðslu enskunnar á ýmsum miðlum en meirihluti nýrra netverja undanfarin ár hafa ekki ensku sem móðurmál og því hefur notkun hennar í raun dregist saman þó hún sé enn í fararbroddi. Tölfræðin sýnir hraðari vöxt netnotenda í löndum þar sem enska er ekki ráðandi tungumál. Sem dæmi má nefna að árið 1996 voru yfir 80% netnotenda með ensku sem móðurmál en árið 2010 var hlutfallið komið í 27,3%. Þó að fjöldi enskumælandi netnotenda hafi nánast þrefaldast frá árinu 2000 þá eru tólf sinnum fleiri Kínverskir netnotendur nú en árið 1996.  Þróunin er enn áhrifameiri á Arabísku málsvæðunum þar sem tuttugu og fimm sinnum fleiri eru á netinu núna en 1996.

Þróunin hefur verið sú að flestir nota eigið móðurmál til að koma efni á framfæri innanlands en þeir sem vilja fá meiri útbreiðslu velja enskuna sem verðu því einskona „vinnumál“ og brú milli tungumála. Þó að margir geti talað einhverja ensku þá velja margir að lesa frekar á móðumálinu ef ‏það stendur til boða.

En hvaða máli skiptir það hvaða tungumál þú notar á netinu? Það eru nær óteljandi möguleikar á að tjá sig rafrænt og að nálgast uppl‎ýsingar. Skiptir einhverju máli hvort þú gerir það á t.d. íslensku eða á ensku?
Þemað í Tölvumálum nú í haust er íslenskan og upplýsingartæknin og væri gaman að fá fram sjónarhorn sem flestra. Því hvet ég þig til að senda okkur grein, skilafrestur er 1. september 2016.

Höfundur: Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála

Heimildir
http://qz.com/96054/english-is-no-longer-the-language-of-the-web/
http://priceonomics.com/only-4-of-languages-are-used-online/
http://labs.theguardian.com/digital-language-divide/

Skoðað: 2140 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála