Skip to main content

Nýjungar í hugbúnaðargerð

 Hádegisverðarfundur um nýjungar í hugbúnaðargerð
 Staður og stund:  Grand Hótel þann 2. febrúar kl. 12 - 14  
   
 Nýjungar í hugbúnaðargerð 

 Ný hugsun í hugbúnaðargerð, vefkerfi, dreifð kerfi, "rich client", vefþjónustur og fleira.

 Hugbúnaðargerð hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu ár eftir því sem vefkerfi hafa þróast og þar með þau tól sem notuð eru til þróunar 
 hugbúnaðar sem ætlaður er til notkunar yfir netið.

 Á fundinum verða teknar til skoðunnar nokkrar vel þekktar nýjungar, bæði kerfi og hugmyndafræði sem þegar hefur sannað sig í íslensku umhverfi.

 Tilvalið tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að heyra reynslusögur af því sem er heitast í hugbúnaðargeiranum í dag.

          Dagskrá:

          11:50 – 12:05  Skráning þátttakenda

          12:05 – 12:20  Fundur settur, hádegisverður borinn fram
                        
        Margrét Gunnlaugsdóttir, Maritech

          12:20 – 12:40  Sveigjanleg og nútímaleg viðmótsþróun með Windows Presentation Foundation (WPF)
                                Thor Thors, Kóði ehf

        12:40 – 13:00  Samskiptaferlar hjá Dohop.com (AJAX/Python/Twisted) 
                                Garðar Hauksson, DoHop

        13:00 – 13:20  SOA högun með REST vefþjónustum
                                Stefán Baxter, VÍS

          13:20 - 13:40   Django reynslusaga frá Gagnavörslunni (Python/Django)
                                Hannes Pétursson, Gagnavarsla

          13:40 - 14:00   Tölvuský
                                           Tryggvi Lárusson, Tölvuský ehf.

       14:00                Fundi slitið

Fundarstjóri: Margrét Gunnlaugsdóttir, Maritech

Matseðill: Innbakaðir sjávarréttir í smjördeigi með sveppa og grænmetisduxeli. Hvítvínssósa, kryddhrísgrjón og heimabakað brauð.  Kaffi og konfekt á eftir.

Undirbúningsnefnd: Jónas Sigurðsson, Gagnavarslan og Björgvin Þórðarsson, NBI

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema á eigin vegum í Ský 3.000 kr. (gegn framvísun skólaskírteinis 2010)

   • 2. febrúar 2010