Skip to main content

Er öryggi innifalið?

Hádegisfundur á Grand hóteli (Gullteig)
23. maí  kl. 12-14

“Er öryggi innifalið?”

Twitter: @SkyIceland #ErOryggiInnifalid

Viðburður fyrir alla þá sem hafa áhuga á vefmálum og öryggi. Fjallað verður um öryggi í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á vefinn. Á fundinum verður varpað ljósi á leiðir til að koma í veg fyrir öryggisbresti sem og viðbrögð við þeim, bæði frá sjónarhorni kaupandans og forritarans. 

Fyrirlestrar höfða jafnt til tæknifólks sem stjórnenda.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Hver ber ábrygð á öryggi
Hilmar ræðir auknar kröfur á upplýsingaöryggi og hvernig þær eru að breyta því hvernig við vinnum. Þetta snýst ekki lengur um að kaupa bara vírusvörn og önnur tól heldur um það hvernig allir hugsa og vinna saman að öruggari umhverfi.
Hilmar Karlsson, Eimskip

12:50  Lykilatriði að vera á sömu blaðsíðu
Hödd fer yfir hversu nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki að starfsfólk sé vel upplýst um vandamál sem geta komið upp og snúa að viðskiptavinum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar vinna hratt, viðskiptavinir bregðast fljótt við óþægindum og því mikilvægt að starfsfólk í forsvari sé undirbúið því að svara fyrir erfið mál.
Hödd Vilhjálmsdóttir, Kvis

13:20   Helstu hættur 
Bergsteinn fer yfir helstu hætturnar á vefnum í dag með áherslu á OWASP Top Ten - 2017 listann. Ný útgáfa af listanum var gefinn út  í byrjun árs en hún er frábær heimild um öryggi vefkerfa og tekur saman helstu hættur sem snúa að þeim í dag.  
Bergsteinn Karlsson, Syndis

13:50   Fyrirspurnir

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðbjörg Sigurðardóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um öryggismál og faghóps Ský um vefstjórnun

Matseðill: Mascrapionefyllt og baconvafin kjúklingabringa með seljurótar kartöflumús. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.


20180523 135430
20180523 135435
20180523 135502

  • 23. maí 2018