Skip to main content

Tækifæri og áskoranir í stafrænum heimi

 

Tækifæri og áskoranir í stafrænum heimi

Verð
Félagsmenn Ský:    6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Léttsaltaður þorskur með ólífum, tómötum, byggi og kryddjurtapestó. Sætindi / kaffi /te á eftir
 

Skycollage

Örar breytingar í stafrænum lausnum eru hluti af því umhverfi sem við búum við í dag. Hinir ýmsu stafrænu miðlar, samfélagsmiðlar, smáforrit (öpp), verslunar- og bókunarkerfi, algrímar (algorithm), gervigreind o.s.frv. spretta upp og þróast ört út frá tæknibreytingum og þörfum hinna ýmsu markhópa. Neytendahegðun breytist í samræmi, kröfur aukast og hraðinn er mikill.

Hvernig náum við að standast þessar kröfur, hverjar eru áskoranirnar, hver eru tækifærin og hvað er nýtt að gerast í stafrænni þjónustu og markaðssetningu?

Erindin ættu að höfða til allra sem koma að vefmálum, markaðsmálum og annarri stafrænni þjónustu.

Dagskrá

11:50   Afhending gagna 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Er Ísland of lítið fyrir netmarkaðssetningu?
Takmarkanir og tækifæri gagnvart íslenskum markaði í netmarkaðssetningu.
Andri Már Kristinsson, Digido 

12:40   Stafrænt þjónustugap: breyttar kröfur í þjónustu vefverslana
Hverjar eru væntingar neytenda um þjónustustig vefverslana? Eru fyrirtæki að mæta þeim væntingum?
Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, A4

13:00   Spjallmenni á ferð og flugi
Spjallmenni (chatbots) hafa slegið í gegn sem öflugt þjónustu- og markaðstæki og er orðinn æ stærri þáttur í þjónustuframboði fyrirtækja. Farið verður yfir vegferð Isavia á Keflavíkurflugvelli sem hefur nýtt sér þessa tækni í þjónustu við farþega.
Heiðar Örn Arnarson, Isavia

13:20   Chinese Digital Marketing
Chinese do not have access to Google, Facebook, Instagram, YouTube. How can you best reach out to this growing segment in Iceland and internationally?
Danielle Pamela Neben, ePassi Iceland

13:40   Pallborðsumræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Auður Karitas Þórhallsdóttir, Sýn


20190925 121440
20190925 121511
20190925 121521
20190925 134448
20190925 134523
20190925 134531
20190925 134540
20190925 134610
20190925 134731
20190925 134737
20190925 135244
20190925 135246
20190925 135259

  • 25. september 2019