Skip to main content

Snjallheimilið, sjálfur eða...

Snjallheimilið, sjálfur eða...

10. mars 2021 kl. 12:00 - 13:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Snjallheimilið er hugtak sem margir hafa sýnt mikinn áhuga á undanförnum árum. Mörg stærstu fyrirtæki í heimi á borð við Apple, Samsung og Google hafa öll sett á lausnir á markað til að svara kalli markaðarins. Það má hinsvegar segja með góðri samvisku að DIY samfélagið stutt Home Assistant hafi náð hvað mestum árangri í snjallvæðingu heimila.

DIY aðferðin veltir hinsvegar upp nokkrum áhugaverðum spurningum. Hvernig eru slík kerfi byggð upp? Hvað er hægt að gera með slíkum kerfum? Hvernig er öryggi slíkra kerfa best háttað? Eru þau eitthvað betri eða verri en kerfi beint frá framleiðanda?

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Inngangur, hvað er Snjallheimili?
Guðmundur Jóhannsson, Síminn

12:15   Er hægt að snjalla yfir sig?
Jón Helgason hefur snjallvætt allt heimilið undanfarin ár. Jón blandar saman ýmsum lausnum og hefur sjálfvirkt allt það sem honum hefur dottið í hug, og gott betur. Fyrirlestur sem allt áhugafólk um snjallheimilið má ekki missa af.
Jón Helgason, DIY

12:35   Snjallheimilið mitt: Fortíð, nútíð og framtíð
Reynslusaga af þróun snjallheimilis, góðu stundirnar og þær slæmu. Er þetta fyrir alla og hver er ávinningurinn?
Marinó Fannar Pálsson, K3 Business Technology Group

12:55   Eru snjallheimili örugg?
Guðmundur Arnar Sigmundsson, CertÍS

13:15   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðmundur Jóhannsson, Síminn  • 10. mars 2021