Skip to main content

Aðalfundur Ský

Fundur

Félagsfundur

 

Aðalfundur Ský 2021

fimmtudaginn 25. febrúar kl. 15:00
 

Fundurinn er haldinn með fjarfundaforriti í beinni útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka

Félagsmenn þurfa að skrá sig til fundar með nafni, kennitölu og netfangi hér fyrir neðan eða senda tölvupóst á sky@sky.is - skráningar þurfa að berast fyrir kl. 13:00 á fundardag.

Sent verður út fundarboð með tölvupósti þegar nær dregur fundi til þeirra sem skrá sig. Með þessum hætti er hægt að tryggja að sem flestir félagar geti tekið þátt í aðalfundinum sem og greitt atkvæði þegar þess gerist þörf.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins

1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrslur nefnda og starfshópa
3. Tilnefning heiðursfélaga
4. Reikningar félagsins
5. Lagabreytingar
6. Ákvörðun félagsgjalda
7. Stjórnarkjör
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
9. Nefndakjör
10. Önnur mál

Eftirfarandi tillögur að lagabreytingum verða teknar fyrir á fundinum:
Stjórn Ský leggur til að í þessum tveimur greinum sé orðinu „menn“ breytt í „einstaklingar“

7.2 Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa sjö menn, allir kjörnir til tveggja ára og skulu þeir ganga úr stjórninni á víxl. Kjósa skal formann sérstaklega á hverju ári úr hópi kjörinna stjórnarmanna. Segi stjórnarmaður lausu sæti sínu á kjörtímabilinu skal kjósa á næsta aðalfundi stjórnarmann í stað hans til loka kjörtímabils hans. Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Stjórn skal í upphafi starfsárs setja sér starfsáætlun í samræmi við markmið félagsins.

8. Nefndir
8.1 Siðanefnd
Siðanefnd skal skipuð þremur mönnum og einum til vara, kjörnum til eins árs í senn. Tengist nefndarmaður meintu siðbroti telst hann vanhæfur og tekur varamaður sæti hans í nefndinni og situr hann þar til málinu lýkur. Hlutverk siðanefndar er að úrskurða í málum viðvíkjandi meintum brotum á siðareglum félagsins. Siðanefnd tekur upp mál eftir ábendingum eða samkvæmt kærum og er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði. Úrskurðir siðanefndar eru öllum opnir. 

Verður þá svona:

7.2 Félagsstjórn
Stjórn félagsins skipa sjö einstaklingar, allir kjörnir til tveggja ára og skulu þeir ganga úr stjórninni á víxl. Kjósa skal formann sérstaklega á hverju ári úr hópi kjörinna stjórnarmanna. Segi stjórnarmaður lausu sæti sínu á kjörtímabilinu skal kjósa á næsta aðalfundi stjórnarmann í stað hans til loka kjörtímabils hans. Að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns. Tillögur um stjórnarmenn skulu sendar stjórninni eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund. Stjórn skal í upphafi starfsárs setja sér starfsáætlun í samræmi við markmið félagsins.

8. Nefndir
8.1 Siðanefnd
Siðanefnd skal skipuð þremur einstaklingum og einum til vara, kjörnum til eins árs í senn. Tengist nefndarmaður meintu siðbroti telst hann vanhæfur og tekur varamaður sæti hans í nefndinni og situr hann þar til málinu lýkur. Hlutverk siðanefndar er að úrskurða í málum viðvíkjandi meintum brotum á siðareglum félagsins. Siðanefnd tekur upp mál eftir ábendingum eða samkvæmt kærum og er heimilt að taka upp mál að eigin frumkvæði. Úrskurðir siðanefndar eru öllum opnir. 

 

Faghópar innan Ský eru eftirtaldir og er kosið í stjórn þeirra á aðalfundi Ský (nema Öldungadeild). Hvetjum við félaga til að taka virkan þátt í starfinu með okkur og gefa kost á sér í stjórnir faghópa. Helstu verkefni faghópa eru að undirbúa 1-3 viðburði á vetri um málefni faghópsins.

Veldu faghóp til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi hóp:

Hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa í faghópum að bjóða sig fram.

Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir um að senda tölvupóst á sky@sky.is sem allra fyrst. Tilkynna þarf um framboð í stjórn Ský eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.  • 25. febrúar 2021