Skip to main content

Betra viðskiptasamband með CRM

Betra viðskiptasamband með CRM

1. desember 2021         kl. 12:00 - 13:30

Verð
Félagsmenn Ský:     2.500 kr.
Utanfélagsmenn:    5.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 2.500 kr.
 

fyrirlesarar

Það er ekkert launungarmál að sterkt samband við viðskiptavini hefur mikil áhrif á árangur fyrirtækja. Stjórnun viðskiptatengsla (e. Customer Relationship Management) snýst um að safna saman og greina upplýsingar um núverandi og tilvonandi viðskiptavini sem svo má nota m.a. í sölu- og markaðsstarfi og til að bæta þjónustu.

CRM kerfi gera fyrirtækjum kleift að skipuleggja, sjálfvirknivæða og samþætta sölustörf, markaðsaðgerðir, þjónustu og tæknilega aðstoða. CRM kerfi eru síðan oft á tíðum tengd við önnur viðskiptakerfi og samskiptatól fyrirtækisins. Ávinningurinn er m.a. betri þjónusta og yfirsýn, meiri sala og minna brottfall, öflugur gagnagrunnur og sjálfvirkni svo fátt eitt sé nefnt.

Á fundinum verður fjallað um CRM út frá nokkrum ólíkum sjónarhornum og á viðfangsefnið erindi við stjórnendur og alla þá sem starfa við sölu- og markaðsmál, þjónustu og vefmál.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst

12:00   Snjallvæðum CRM
Komum á hringrás gagna, útreikninga og góðra ákvarðana og ræktum þannig viðskiptasambönd til lengri tíma með hagsmuni fyrirtækis og viðskiptavinar að leiðarljósi.
Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab

12:20   Vöxtur með markaðstólum CRM kerfa
Flestir leggja af stað í CRM ferðalag til að bregðast við bráðavanda sem stendur fyrirtækinu fyrir vexti. Það er eitt að innleiða CRM kerfi en annað að nota það. Hvað gerist eftir innleiðingu og hvernig getum við látið CRM kerfi vinna þannig að þau styðji við frekari vöxt og markaðsstarf?
Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu, Digido

12:40   Hvað gerði ég í gær? Hvað ætla ég að gera á morgun?
Hvernig þjónustuupplifun og ferðalag viðskiptavinarins móta viðskiptamannakerfi (CRM) Össurar.
Þorgerður Benediktsdóttir, forstöðumaður Þjónustuupplifunar, Össur

13:00   Hvernig veitum við góða þjónustu með notkun á CRM?
Hvernig nýtist CRM kerfið í okkar daglegu störfum? Hvernig getum við nýtt kerfið til að auka gæði þjónustu til viðskiptavina og koma einnig í veg fyrir sóun á verðmætum tíma starfsfólks?
Pétur Darri Sævarsson, sérfræðingur í stafrænni vegferð, Orkuveita Reykjavíkur

13:20   Spurningar og umræður

13:30   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar Póstsins



  • 1. desember 2021