Skip to main content

Var er verður?

fyrirlesarar

Tæknin maður! Hún heldur áfram að þróast og verður bara flóknari. Er þá ekki bara doldið sniðugt að staldra við og heyra frá góðu fólki hvernig rekstrarumhverfið hjá þeim var, hvernig það er og kannski það sem er mest spennandi, hvernig það verður?

Viðburðurinn er fyrir alla sem vinna við eða hafa áhuga á rekstri tölvukerfa.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Rekstrarumhverfi sýndarheims
Hvernig lítur rekstrarumhverfi sýndarheims út sem á að gerast 20 þúsund ár í framtíðinni? Hvernig fara menn að því að slá hvert heimsmetið á fætur öðru frá einu gagnaveri í London? Er reksturinn á EVE Online ekki örugglega nánast fullkominn? Höskuldarviðvörun: Fullkominn er reksturinn alls ekki!
Í þessum fyrirlestri fer Jón Orri yfir svörin við þessum spurningum og lýsir forgangs verkefnum rekstrar teymisins hjá CCP á næstu mánuðum/árum.

Jón Orri Kristjánsson, CCP

12:50    Ferðasaga til skýjanna
Hvernig Controlant fór að því að færa öll kerfi sín til AWS og tókst í kjölfarið á við stjarnfræðilegan vöxt (10x - 40x eftir því hvað mælt er) og vaktaði sendingar yfir 5 milljarða Covid-19 bóluefnaskammta um heim allan með 99.99% afköstum. Við snertum á Infrastructure as Code & DevOps aðferðafræði, container væðingu, kerfisþoli og skalanleika.
Heiðar Eldberg Eiríksson, Controlant

13:20   Týnd gögn á skýinu
Oftar en áður hefur fólk og smáfyrirtæki sem ekki hafa tölvu- eða tæknideild verið að lenda í því að týna gögnum á skýinu eða “læsa sig úti” frá netdrifum. Þetta hefur til dæmis gerst er einstaklingar búa til 2 til 3 OneDrive og vita ekki hvar gögnin eru eða geyma gögn á iCloud og missa aðganginn vegna mistaka Apple. Þá eru sumir sem eru með smærri rekstur með facebook like síðu sem er jafnvel eina auglýsingin og þá getur það verið mjög hamlandi að missa stjórn og aðgang að henni.
Sigvarður Ari Huldarsson, Tæknihliðin

13:50   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri:  Friðfinnur Örn Hagalín


20221026 122413
20221026 122425
20221026 122645
20221026 122706
20221026 122719
20221026 124009
20221026 130336

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Steikt ýsa í raspi með lauksmjöri, sýrðum gúrkum, kartöflum og blönduðu grænmeti. Kaffi/te og sætindi á eftir