Skip to main content

Heldur tæknin í við raunveruleikann

fyrirlesarar

Mikil þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu undanfarin misseri, fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt og vel við breyttu landslagi. Ný kerfi og ferlar hafa verið innleiddir á mettíma og má ætla að tækninýjungar og breytingar á vinnuskipulagi séu komnar til að vera.

Á þessum viðburði ætla fjórir fyrirlesarar að deila reynslu sinni og verður fókusinn á upplýsingatækni í þjónustu- og mannauðsmálum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Að búa til eina góða mynd úr tveimur ólíkum púsluspilum
Fyrripart árs 2022 sameinuðust Opin Kerfi og Premis – ævintýraleg rússíbanaferð af bestu gerð. Áskoranirnar hafa verið ótalmargar við að sameina tvo ólíka menningarheima og fá fólk til að lifa og leika saman í sátt og samlyndi – en hvaða bitar úr púslinu eru í raun þeir mikilvægustu í okkar vegferð til þess að byggja sameinaða heildarmynd með áþreifanlegri starfsánægju og góðu vinnuumhverfi?
María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK

12:40   Frá því að selja 1 miða þegar tix.is opnaði 1. okt 2014 til 8.5 milljón miða á ári í 10 löndum
Sindri Már Finnbogason stofnandi Tix Miðasölu (tix.is) og Tixly.com segir frá uppbyggingu Tix.is á Íslandi og útrásinni sem farin var í og hvernig fyrirtækið brást við Covid og svo að fá heilablóðfall í miðri útrásinni og þurfa að stóla á sitt starfsfólk til þess að halda fyrirtækinu gangandi og stækka enn fremur. Hann sjálfur átti erfitt með að átta sig á því álagi sem var á honum og vill endilega miðla upplýsingum áfram um hvað fólk þarf að hafa í huga þegar það ákveður að vera frumkvöðull og stofna sitt eigið fyrirtæki.
Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tix.is/Tixly.com

13:00  Málum þakið þegar sólin skín. Hvernig sterk undirstaða getur staðið af sér jafnvel erfiðustu tíma
Heimsfaraldurinn hafði gífurleg áhrif á allan heiminn og einna mest á ferðaþjónustuna. Landslagið breyttist á svip stundu sem kallaði á miklar breytingar. Í þessu erindi er fjallað um hvernig Íslandshótel tókst á við þær gríðarmiklu áskoranir sem fylgdu heimsfaraldrinum og hvernig það hefur mótað vinnufyrirkomulag, þjálfunaraðferðir og mannauðsmál almennt hjá fyrirtækinu.
Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum

13:20  Greiðslukerfi frá 1931 til dagsins í dag í einu léttu hoppi
Greiðslufyrirkomulagi í almenningssamgöngum á Íslandi tók ekki miklum breytingum fyrstu 80 árin. Svo kom nútíminn með óafsakanlegri frekju inn í hið annars huggulega líf upplýsingatæknitilveru Strætó – og það sér ekki enn fyrir endann á þeim ósköpum.
Daði Áslaugarson, yfirmaður upplýsingatækni Strætó

13:40   Spurningar og umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Itera


20230329 122320
20230329 122331
20230329 124251
20230329 125158
20230329 130746
20230329 130753
20230329 130802
20230329 130809
20230329 130823
20230329 130836
20230329 132728
20230329 134633
20230329 134723
20230329 134731
20230329 134742
20230329 134755

  • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
  • Pestó fylltar kjúklingabringur með stökku kartöflusmælki, rótargrænmeti og rósmarínsósu
    Vegan: Bökuð beða – teriyaki
    Kaffi/te og sætindi á eftir