Stefnumót við stjórnir faghópa
Stefnumót stjórna faghópa og stjórnar Ský þar sem vetrardagskráin er skipulögð.
Fundurinn verður í hádeginu miðvikudaginn 11. september.
Mjög mikilvægt er að það komi að lágmarki 2 frá hverri stjórn því það er skilvirkara ef allir mæta 😊
Fyrri hluti fundarins fer í hugarflug og spjall um hvað væri áhugavert að hafa á dagskránni og geta stjórnir faghópa spjallað saman innbyrðis og á milli faghópa. Á seinni hluta fundarins verður svo vetrardagskránni raðað saman.