Skip to main content

Stafrænn leiðtogi innan hins opinbera

Hvert er hans hlutverk og hvernig nær hann árangri?

Hvernig mótum við framtíð hins opinbera með stafrænum lausnum? Á þessum fundi koma stafrænir leiðtogar úr ýmsum opinberum stofnunum saman til að deila sýn sinni á hlutverk stafræns leiðtoga og miðla reynslu sinni og nálgun í stafrænum umbreytingum. Vertu með og fáðu innblástur frá þeim sem ryðja veginn!

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Sigríður Magnea Björgvinsdóttir
12:15   Áskoranir stafræns leiðtoga sveitarfélags og hvað þarf til að ná árangri
Í þessari kynningu deildir Sigríður Magnea skoðun sinni á því hvaða þekkingu og reynslu stafrænn leiðtogi þarf að hafa til að ná árangri í stafrænni umbreytingu sveitarfélags. Sigríður hefur nú nokkurra ára reynslu sem stafrænn leiðtogi sveitarfélags og hefur farið í gegnum miklar breytingar á sínum vinnustað. Þekking á breytingastjórnun, verkefnastjórnun er mikilvæg og tækniþekking hjálpar mjög mikið þegar kemur að skilningi á valkostum og útfærslum t.d. við útboð ofl.
LinkedIn logo  Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, Árborg
Sverrir Jónsson
12:35   Stafrænar umbætur snúast um fólk frekar en tækni
Skatturinn er bæði nútímalegur og hefðbundinn – fyrirferðarmikil stofnun með langa sögu og reynslu af þróun stafrænnar þjónustu. Sverrir Jónsson, sviðsstjóri stafrænna umbóta, ræðir um áskoranir þess að halda athyglinni á mikilvægu málunum á vinnustað sem krefst bæði lipurðar og varfærni. Hann fjallar um mikilvægi samhæfingar, gagnkvæms skilnings og af hverju stafrænar umbætur snúast meira um fólk en tækni.
LinkedIn logo  Sverrir Jónsson, Skatturinn

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Gunnar Haukur Stefánsson
13:00   Stafrænar umbreytingar lögreglunnar
Hvert er hlutverk stafræns leiðtoga hjá lögreglunni? Hvað þarf til að ná árangri og hvaða áskoranir hefur lögreglan staðið frammi fyrir. Hver er stafræn framtíðarsýn lögreglunnar og hvaða skref hafa verið tekin á síðustu misserum.
LinkedIn logo  Gunnar Haukur Stefánsson, Ríkislögreglustjóri
Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir
13:20   Áskoranir stafræna leiðtogans í réttarvörslukerfinu. Hver á þá að prenta út gögnin?
Hvernig kemur maður á stafrænum ferlum í umhverfi þar sem pappírinn hefur hingað til verið hinn heilagi sannleikur? Í mörgum tilfellum kveður löggjöfin á um að gögn skuli vera á pappír, í margriti og jafnvel með nákvæmlega tilgreindum bleklit. Áskoranirnar aukast þegar margar stofnanir, sem allar tilheyra sömu virðiskeðjunni og eru mjög háðar hvor annarri í úrvinnslu, eiga í litlum sem engum samskiptum sín á milli. Þar að auki þarf oft fjöldi leiðtoga og forstöðumanna að koma sér saman um hvernig vinnuferlum eigi að vera háttað, sem getur reynst flókið og tímafrekt ferli.
LinkedIn logo  Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir, Dómsmálaráðuneytið

13:40   Panel spjall

14:00   Fundarslit

Ársól Þóra Sigurðardóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Ársól Þóra Sigurðardóttir, Reykjavikurborg

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um rafræna opinbera þjónustu: Elmar Guðlaugsson, Hugvit, Fjóla María Ágústsdóttir, Fit4digital og Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir, Stafrænt Ísland


20250430 121808
20250430 125205
20250430 125341
20250430 125406
20250430 131018
20250430 131028
20250430 132352
20250430 134318
20250430 134349
20250430 135047
20250430 135622



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður
    Tandoori lamb (GF) Dhal með sætum kartöflum og blómkáli (VEGAN, LF) Hrísgrjón & jógúrtsósa (GF) Agúrku og rauðlaukssalat (VEGAN, GF, LF) Grænt salat (VEGAN, GF, LF) Grilluð paprika og brokkolísalat (VEGAN, GF, LF) Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN,LF) Þeytt smjör (GF) og rauðrófurhummus (VEGAN, GF, LF)