Gervigreind umbreytir vinnunni okkar
Á fundinum verður fjallað um það hvernig gervigreind (AI) hefur farið úr því að vera tæki fyrir sérfræðinga yfir í að vera hluti af daglegum ferlum og ákvörðunum í fyrirtækjum og stofnunum.
Dagskrá:
11:45 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Gervigreind hefur opnað nýja möguleika í greiningu og ákvarðanatöku. En þegar kemur að bókhaldsgögnum stendur hún frammi fyrir sérstökum vanda. Að lesa bókhald er eitt; að skilja hvernig það endurspeglar starfsemi, viðskiptaákvarðanir og árangur fyrirtækis er annað og mun flóknara. Þar liggur áskorunin sem næsta kynslóð greiningarlausna þarf að leysa: að kenna gervigreind að tengja tölur við samhengi, rekstur og raunveruleika fyrirtækisins.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur umsjón með innritun í framhaldsskóla og innleiddi nýja umsóknargátt og svo í kjölfarið setti AI Agent ofan á gögnin.
12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Hugbúnaðarþróun er að taka miklum breytingum með tilkomu gervigreindar. Í þessu erindi verður borin saman hefðbundin hugbúnaðargerð þar sem kóði er skrifaður, prófaður og skjalaður handvirkt – við nýja vinnuferla þar sem AI-aðstoðartól eins og GitHub Copilot, Cursor og Windsurf breyta því hvernig við forritum og vinnum saman. Við skoðum hvar við stöndum í dag, hvert við erum að fara, og hvaða skref er hægt að taka í átt að að aukinni samvinnu manns og gervigreindar í hugbúnaðargerð.

Gögn eru olían sem knýr tækni gervigreindar. En skilur hún yfir höfuð þitt mál? Almannarómur hefur í þessari viku heimildasöfnun þar sem fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að leggja sína íslensku inn í málheildir sem tryggja að tæknin virki fyrir ykkur. Af því átaki og nýjum tækifærum á alþjóðlega sviðinu sem tengjast hinni nýju samnorrænu gervigreindarmiðstöð New Nordics AI.
13:45 Umræður
Samspil gervigreindar og manna: Nýtt jafnvægi í atvinnulífinu
Gervigreind er ekki lengur framtíðarmúsík – hún er þegar farin að hafa áhrif anga atvinnulífsins eins og bókhald, menntun, hugbúnaðargerð og stefnumótun. Í þessu pallborði ræða þátttakendur hvernig AI er að breyta vinnuferlum og ákvarðanatöku, hvaða áskoranir fylgja aukinni sjálfvirkni og hvernig mannleg dómgreind og tæknileg nýsköpun geta farið saman.
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um gervigreind
-
12. nóvember 2025
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
Þorskur í basil og lime. Rauðrófubuff. Bakað smælki. Couscous. Hvítkálssalat. Klettasalat. Brauð, smjör og hummus.
