Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefnan

Sjálfbær hugbúnaðarþróun - kóði sem stenst tímans tönn

Sjálfbær hugbúnaðarþróun snýst um að huga að gæðum og langlífi kóðans, ekki bara hraða og nýjungum. Hún krefst einnig menningar þar sem gæði, ábyrgð og samvinna eru í fyrirrúmi. Á þessum hádegisfundi verður fjallað um hvernig við skrifum viðhaldanlegan kóða, drögum úr tæknilegri skuld og útfærum endurskrif (e. refactoring) til að viðhalda heilbrigðu kerfi til framtíðar.

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Sveinbjörn Bjarki Jónsson
12:15   Að byggja gott hugbúnaðarteymi
Hvernig á að byggja upp öflugt og skapandi hugbúnaðarteymi þar sem traust, skýr samskipti og sameiginleg sýn eru í forgrunni.
LinkedIn logo  Sveinbjörn Bjarki Jónsson, Síminn
Eva Dögg Steingrímsdóttir
12:35   Hvenær má hlaupa?
Stundum þarf kóði að standast tímans tönn, stundum ekki. Umfjöllun um vinnubrögð og menningu sem hefur hjálpað okkur hjá GRID að meta hvenær við leggjum áherslu á gæði og hvenær við getum leyft okkur að hreyfa okkur hratt.
LinkedIn logo  Eva Dögg Steingrímsdóttir, GRID

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Freyr Bergsteinsson
13:05   Hvað hefur lyfjageirinn nokkurn tímann gert fyrir okkur?
Samantekt um áhrif stafrænnar umbreytingar (e. digitization) lyfjageirans á hugbúnaðarþróun hjá Controlant. Hvaða lærdóm er hægt að draga af því og hvernig er hægt að beita þeirri þekkingu til að undirbúa okkur fyrir næsta áratug.
LinkedIn logo  Freyr Bergsteinsson, Controlant
Daníel Brandur Sigurgeirsson
13:25   Að fagna fjölbreytileikanum í forritun
Fjallað er um þróun handtölvulausnar sem hefur verið í notkun hjá fjölbreyttum fyrirtækjum undanfarin ár. Kynnt verða helstu áskoranir sem komu upp við að smíða lausn sem þarf að virka í ólíkum rekstrarumhverfum, og hvernig tæknileg og hönnunarleg ákvörðunartaka hefur mótast af þessum fjölbreytileika. Rýnt verður í lærdóminn sem hægt er að draga af þessari vegferð og hvernig hann getur nýst til að undirbúa okkur fyrir næstu skref í þróun sveigjanlegra og skalanlegra lausna á næsta áratug.
LinkedIn logo  Daníel Brandur Sigurgeirsson, Edico

13:45   Umræður

14:00   Fundarslit

Sunna Rún Þórarinsdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Sunna Rún Þórarinsdóttir, Kaptio




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Kalkúnalæri í sveppasósu. Quinoa buff. Búlgusalat. Grískt salat. Sætkartöflusalat. Grænt salat. Brauð, smjör og hummus.