Nýjungar í stafrænum heilbrigðislausnum
Opinn síðdegisfundur Fókus þar sem boðið verður uppá fjögur áhugaverð erindi um hvernig stafrænar lausnir eru að nýtast til að bæta þjónustu við ólíka hópa innan heilbrigðiskerfisins. Farið verður yfir hvernig tæknin virkar og hvernig vegferðin hefur verið frá hugmynd yfir í innleiðingu á nýrri lausn til skjólstæðinga.
Félagar Ský eru hvattir til að taka með sér aðra áhugasama um málefnið en allir þurfa að skrá sig fyrirfram á viðburðinn.
Dagskrá:
16:00 Húsið opnað og tækifæri til að styrkja tengslin

16:30 Stafræn geðheilbrigðisþjónusta í framkvæmd
Stafræn geðheilbrigðisþjónusta verður sífellt mikilvægari, bæði til að efla fjarúrræði og takast á við biðlistana í kerfinu. Í fyrirlestrinum verður litið yfir farinn veg í rannsóknarverkefni HR og geðsviðs Landspítala, þar sem markmiðið var að skoða hvernig stafrænar lausnir og eigin gagnasöfnun geta stutt við geðheilbrigðisþjónustu. Við ræðum upplifun þátttakenda af söfnun úragagna og hvernig hönnun með þátttakendum mótaði verkefnið. Einnig verður fjallað um hvernig stafrænar heilbrigðislausnir geta stutt við persónulegan vöxt - innan þeirra marka sem geðsjúkdómar setja.
Steinunn Gróa Sigurðardóttir, Háskólinn í Reykjavík
Stafræn geðheilbrigðisþjónusta verður sífellt mikilvægari, bæði til að efla fjarúrræði og takast á við biðlistana í kerfinu. Í fyrirlestrinum verður litið yfir farinn veg í rannsóknarverkefni HR og geðsviðs Landspítala, þar sem markmiðið var að skoða hvernig stafrænar lausnir og eigin gagnasöfnun geta stutt við geðheilbrigðisþjónustu. Við ræðum upplifun þátttakenda af söfnun úragagna og hvernig hönnun með þátttakendum mótaði verkefnið. Einnig verður fjallað um hvernig stafrænar heilbrigðislausnir geta stutt við persónulegan vöxt - innan þeirra marka sem geðsjúkdómar setja.
Steinunn Gróa Sigurðardóttir, Háskólinn í Reykjavík

16:50 Styðjum fólk í að lifa sínu besta lífi heima, lengur!
Innleiðing á stafrænum heilbrigðislausnum getur sparað tíma, bætt þjónustu og aukið yfirsýn með rauntímagögnum. Í erindinu verður fjallað um áskoranir í innleiðingum, mikilvægi samstarfs við notendur og hvernig hægt er að skapa skilvirka og gagnadrifna þjónustu sem eykur lífsgæði fólks heima.
Hanna Rut Sigurjónsdóttir, dala.care
Innleiðing á stafrænum heilbrigðislausnum getur sparað tíma, bætt þjónustu og aukið yfirsýn með rauntímagögnum. Í erindinu verður fjallað um áskoranir í innleiðingum, mikilvægi samstarfs við notendur og hvernig hægt er að skapa skilvirka og gagnadrifna þjónustu sem eykur lífsgæði fólks heima.

17:10 Þróunarverkefni og tæknileg nýsköpun
Sagt verður frá nokkrum dæmum þar sem tæknileg nýsköpun hefur verið nýtt til að bæta þjónustu við sjúklinga á Landspítala.
Sigurður Þórarinsson, Landspítali
Sagt verður frá nokkrum dæmum þar sem tæknileg nýsköpun hefur verið nýtt til að bæta þjónustu við sjúklinga á Landspítala.
Sigurður Þórarinsson, Landspítali

17:30 Lýsing á þróunarferli, reynslu af innleiðingu, árangri og hvað svo?
Kjartan læknir og stofnandi Prescriby leiðir okkur í gegnum síðastliðin 6 ár þar sem markmiðið var að leysa vanda einstaklinga með langtíma notkun uppáskrifaðra ávanabindandi lyfja og hvernig hægt er að koma á landlægu árangursríku niðurtröppunarkerfi. Þar fer saman hugbúnaðarþróun, raunsæ innleiðing, óvæntar uppákomur og að lokum hvernig púslið raðaðist saman.
Kjartan Þórsson, Prescriby
Kjartan læknir og stofnandi Prescriby leiðir okkur í gegnum síðastliðin 6 ár þar sem markmiðið var að leysa vanda einstaklinga með langtíma notkun uppáskrifaðra ávanabindandi lyfja og hvernig hægt er að koma á landlægu árangursríku niðurtröppunarkerfi. Þar fer saman hugbúnaðarþróun, raunsæ innleiðing, óvæntar uppákomur og að lokum hvernig púslið raðaðist saman.
18:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn Fókus, faghóps Ský um upplýsingatækni í heibrigðisgeiranum
-
27. nóvember 2025
-
kl. 16:00 - 18:00
-
Þátttökugjald: 1.000 kr.
-
Léttar veitingar
