Skip to main content

Gervigreind í opinberri þjónustu – framtíðin er núna

Að þessu sinni verður fjallað um gervigreind og hvernig hún er þegar farin að móta vinnulag og þjónustu hins opinbera. Fjallað verður um raunveruleg dæmi, tækifæri og áskoranir í innleiðingu gervigreindar í opinberri stjórnsýslu – því framtíðin er þegar hafin.

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Daði Ólafsson
12:15  Gervigreind – tæknibylting, deus ex machina eða upphaf næsta markaðshruns?
Hvernig setur maður reglur um fyrirbæri sem breytist dag frá degi, hefur óvísa notkunareiginleika, ótalda markhópa og mun hafa óþekkt áhrif á hagkerfi og samfélög? Fjallað verður um mismunandi réttarpólítískar aðferðir við reglusetningu um gervigreind og hvernig mismunandi alþjóðastofnanir, ríkjabandalög og ríki nálgast álitaefnið. Í fyrirlestrinum verður vikið að því hvernig gervigreind getur bætt opinbera stjórnsýslu, sérstaklega þegar kemur að skyldum sem stjórnsýsluréttur leggur á stjórnvöld. Sérstaklega verðu rætt um reglugerð Evrópusambandsins um gervigreind, sem tekin verður upp í EES samninginn á fyrri hluta næsta árs og ber í kjölfarið að innleiða í íslensk lög. Reglugerðin er áhættumiðuð en áherslan verður á notkunarmöguleika innan stjórnsýslunnar þar sem gervigreind getur talist hafa mikla hættu í för með sér.
LinkedIn logo  Daði Ólafsson, Novum lögfræðiþjónusta
Sigurður Helgi Sturlaugsson
12:35   Gervigreind í Stjórnarráðinu
Stjórnarráðið innleiðir nú gervigreind á öruggan og ábyrgan hátt. Fyrsta skrefið er ChatGPT Enterprise, sem nýtist strax í daglegu starfi og geymir ekki gögn stjórnvalda. Copilot verður tekið í notkun síðar þegar gagnastýring og aðgangsmál hafa verið undirbúin. Áherslan er á hraðari vinnslu, minna álag og skilvirkari opinbera þjónustu.
LinkedIn logo  Sigurður Helgi Sturlaugsson, Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Kristín Helga Magnúsdóttir
13:00   Tækifærin í gervigreind í ferlum opinberra aðila
Flest eru farin að nota gervigreind í spjallformi, en að nota hana til að auka skilvirkni í ferlum opinberra aðila getur hraðað afgreiðslu erinda eða verkefna úr dögum í mínútur. Í þessu erindi sýnum við hversu einfalt getur verið að setja upp sjálfvirk ferli og bæta gervigreind inn í þau — án þess að vera með sérstaka tæknimenntun. Samhliða verður farið yfir hagnýt dæmi um hvernig gervigreind getur nýst opinberum aðilum í sinni vinnu.
LinkedIn logo  Kristín Helga Magnúsdóttir, 50skills
Ingvar Högni Ragnarsson
13:20   Leiðin til Auðar – og hvað svo?
Hafnarfjörður þróaði spjallmenni og leitarvél byggt á OpenAi. Eftir þá reynslu þá eru mörg verkefni í þróun, en hvernig nálgumst við verkefnin, hvar er mesta virðið og hvar sjáum við tækifærin.
LinkedIn logo  Ingvar Högni Ragnarsson, Hafnarfjörður
Atli Þór SigurgeirssonElín Sif Kjartansdóttir
13:40   Aðgerðaráætlun um gervigreind
Hvað eru stjórnvöld að gera varðandi gervigreind? Um þessar mundir eru mörg mikilvæg og áhugaverð verkefni tengd gervigreind í vinnslu innan ráðuneytanna. Stjórnvöld vinna eftir aðgerðaráætlun um gervigreind sem gildir til 2027. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir nokkur vel valin verkefni úr áætluninni sem hafa verið í vinnslu undanfarið.
LinkedIn logo  Atli Þór Sigurgeirsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
LinkedIn logo  Elín Sif Kjartansdóttir, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

14:00   Fundarslit

Védís Hervör Árnadóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Védís Hervör Árnadóttir, Kópavogsbær

20251203 125539
20251203 135218
20251203 135257
20251203 140103
20251203 140241
20251203 140542



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Korma lamb með hrísgrjónum (GF). Samósur með karrý (VEGAN, LF). Jógúrtsósa (GF) og mangó chutney (VEGAN, LF). Quinoasalat með kjúklingabaunum (VEGAN, GF, LF). Agúrkusalat með birkifræjum (VEGAN, GF, LF). Salthnetusalsa (VEGAN, GF, LF). Grænt salat (VEGAN, LF). Brauð, smjör og vegan pestó .