Áskoranir og framtíð í fyrirtækjafræðslu
Að þessu sinni skoðum við hvernig fræðsla verður að rótgróinni menningu innan skipulagsheilda og hvernig henni er miðlað áfram á áhrifaríkan hátt til ólíkra hópa með fjölbreyttar þarfir. Við ræðum leiðina frá loforðum til framkvæmdar í fræðslu innan fyrirtækja og hvernig markviss miðlun tryggir að þekkingin nái til allra – óháð aldri, hlutverki eða bakgrunni.
Dagskrá:
11:45 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 Frá loforði til framkvæmdar: Hvað þarf til að skapa rótgróna fræðslumenningu?
Fræðsla innan fyrirtækja á oft undir högg að sækja, sjaldan gefst tími fyrir strategíska nálgun og þetta er bolti sem fær fyrstur að fjúka þegar kreppir að (svipað og tími fyrir líkamsrækt hjá undirritaðri). Erindið er hvatning til ábyrgðar, stutt yfirferð yfir hlutverk sem þarf að sinna til að ná að uppfylla loforð um fræðslu og þróun starfsfólks.
Anna Lotta Michaelsdóttir, Advania
Fræðsla innan fyrirtækja á oft undir högg að sækja, sjaldan gefst tími fyrir strategíska nálgun og þetta er bolti sem fær fyrstur að fjúka þegar kreppir að (svipað og tími fyrir líkamsrækt hjá undirritaðri). Erindið er hvatning til ábyrgðar, stutt yfirferð yfir hlutverk sem þarf að sinna til að ná að uppfylla loforð um fræðslu og þróun starfsfólks.

12:35 Hver er sagan? Miðlun fræðslu til mismunandi hópa með fjölbreyttar þarfir
Kynning á fræðslustarfi Netvís. Netvís fræðir fólk á öllum aldri um félagslegt netöryggi og miðlalæsi. Markmiðið er að auka vitund, efla hugtakaskilning og valdefla notendur til þess að nota netið og mismunandi miðla á jákvæðan, öruggan og uppbyggilegan hátt.
Haukur Brynjarsson, Netvís - Netöryggismiðstöð Íslands
Kynning á fræðslustarfi Netvís. Netvís fræðir fólk á öllum aldri um félagslegt netöryggi og miðlalæsi. Markmiðið er að auka vitund, efla hugtakaskilning og valdefla notendur til þess að nota netið og mismunandi miðla á jákvæðan, öruggan og uppbyggilegan hátt.
12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:00 Innleiðing á fræðslukerfi á stærsta vinnustað landsins
Reykjavíkurborg innleiddi nýlega fyrsta stafræna fræðslukerfið (LMS) á vinnustaðnum. Kerfið kallast Torgið og hefur í dag rúmlega 8.000 virka notendur. Samhliða er unnið að innleiðingu á fyrstu fræðslustefnu vinnustaðarins. Fjallar verður um ýmsar áskoranir sem hafa komið upp, m.a. tengt aðgangi að búnaði, stafrænni hæfni og framleiðslu efnis við hæfi á fjölbreyttum og dreifðum vinnustað.
Ásta Bjarnadóttir, Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg innleiddi nýlega fyrsta stafræna fræðslukerfið (LMS) á vinnustaðnum. Kerfið kallast Torgið og hefur í dag rúmlega 8.000 virka notendur. Samhliða er unnið að innleiðingu á fyrstu fræðslustefnu vinnustaðarins. Fjallar verður um ýmsar áskoranir sem hafa komið upp, m.a. tengt aðgangi að búnaði, stafrænni hæfni og framleiðslu efnis við hæfi á fjölbreyttum og dreifðum vinnustað.

13:20 Hvað hefur Akademias lært og hvernig notum við gervigreind?
Gervigreindin er að hafa kraftmikil áhrif á flestar hliðar fræðslustarfs vinnustaða. Allt frá gerð námskeiða yfir í framkvæmd og eftirfylgni. Gervigreindin gerir þjónustuna sem fyrirtækið veitir margfalt kraftmeira. Í fyrirlestrinum deilum við því sem við höfum lært, erum að gera og ætlum að gera.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Akademias
Gervigreindin er að hafa kraftmikil áhrif á flestar hliðar fræðslustarfs vinnustaða. Allt frá gerð námskeiða yfir í framkvæmd og eftirfylgni. Gervigreindin gerir þjónustuna sem fyrirtækið veitir margfalt kraftmeira. Í fyrirlestrinum deilum við því sem við höfum lært, erum að gera og ætlum að gera.
13:40 Umræður
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT
-
14. janúar 2026
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
Þorskur í grískri marineringu (GF). Gyosur með tofu og grænmeti (V, LF). Perlu couscous salat (V, LF). Tómat og avocado salat (V, LF, GF). Kartöflusalat með dillsósu (GF). Grænt salat (V, LF, GF). Brauð, smjör og ólífumauk.
