Útflutningur á upplýsingatækni
Upplýsingatæknin -  á leið úr landi?
Ráðstefna um útflutning og útrás íslenskra UT-fyrirtækja og verðmætasköpun á Íslandi á
Hótel Nordica 2. október 2007 
 frá kl.13:00-16:00
Á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins verður spurningunni um gildi íslenskrar upplýsingatækni á erlendum mörkuðum kastað fram. Forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna en mörgum leikur forvitni á að vita raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi vöxt íslenskrar upplýsingatækni.  Efni ráðstefnunnar höfðar til atvinnulífsins svo og stjórnsýslunnar og stuðningsumhverfi fyrirtækja.
Reynt verður m.a. að svara þessum spurningum:
    * Er íslensk upplýsingatækni markaðsvara erlendis?
    * Hvar liggja tækifærin í útflutningi á upplýsingatækni?
    * Kostir og gallar þess að þróa lausnir í upplýsingatækni á Íslandi?
    * Getur hugbúnaðargerð verið markaðsvara erlendis?
    * Hvernig getur íslenskur UT-iðnaður best vaxið?
    * Eru tækifærin á Internetinu?
    * Er hægt að læra af mistökum annarra?    
 
Dagskrá:
 
12:45 
Skráning ráðstefnugesta 
 
13:00 
Orri Hauksson ráðstefnustjóri flytur inngangserindi 
 
13:10 
Geir Haarde forsætisráðherra mun setja ráðstefnuna 
 
13:20 
Sigrún Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Eskils flytur erindi um
stöðu útflutningsmála  íslenskra fyrirtækja - glærukynning- 
 
13:45 
Friðrik Skúlason eigandi Frisk. Vandrataður vegur í 20 ár - glærukynning- 
 
14:05 
Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri flytur erindi um reynslu af þróunarvinnu Landsteina Strengs 
 
14:25 
Kaffihlé 
 
14:45 
Vilborg
Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors segir frá samskiptum við
fjárfesta, útflutningi, vexti og útrás hjá Mentor og kostina við að
þróa hugbúnað á Íslandi - glærukynning- 
 
15:05 
Sævar Freyr Þráinsson framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans fjallar um stefnu, markmið og framkvæmd
Skipta og Símans - Tækifæri íslenskra UT fyrirtækja erlendis - glærukynning- 
 
15:25 
Pallborðsumræður 
Þátttakendur í pallborði eru:
   
Frosti Bergsson fjárfestir og frumkvöðull á sviði UT
   
Gísli Hjálmtýsson framkvæmdastjóri
Brú Venture Capital
   
Gunnlaugur Sigmundsson fjárfestir
   
Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP
   
Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika
   
Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja
 16:00 
Fundarstjóri slítur ráðstefnunni með samantekt 
Ráðstefnustjóri er Orri Hauksson stjórnarformaður Tæknivara ehf
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  19.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.
Í undirbúningsnefnd eru þau Svana Helen Björnsdóttir Stika, Sigrún Guðjónsdóttir Eskli og Jón Ingi Björnsson Trackwell.
-             
    
        2. október 2007
 
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                            