Skip to main content

Reglur Ský um faghópa

Faghópar starfa í samræmi við markmið Ský og einungis félagar geta skráð sig í faghópa félagsins.

Faghópar Ský starfa á afmörkuðum sviðum og skapa félögum vettvang til kynninga, skoðanaskipta og framkvæmda. Félagsmönnum er heimilt að stofna nýja faghópa í samráði við skrifstofu Ský.

Hóparnir starfa sjálfstætt í samstarfi við skrifstofu Ský sem veitir aðgang að margvíslegri sérþekkingu, erlendum tengslum og aðstöðu. Skrifstofa Ský annast m.a. umsýslu viðburða, póstlista, vefsíðu og fleira tengt starfi faghópanna. Þurfi faghópur á fjármunum að halda til ákveðinna verkefna skal þeirra aflað í samráði við skrifstofu Ský.

Aðalfundur Ský er ársfundur allra faghópa. Stjórn faghóps skilar skýrslu um starf sitt til Ský fyrir aðalfund Ský og kynnir þar skýrslu sína fyrir líðandi starfsár.

Breytingar á samþykktum faghópa skulu fylgja sömu reglum og um breytingar á félagssamþykktum Ský.

Stjórn faghóps er kjörin á aðalfundi Ský til eins árs í senn og er skipuð fimm til átta einstaklingum sem útnefna formann innan sinna raða og skipta með sér verkum eftir þörfum. Samsetning stjórnar skal endurspegla sem best fjölbreytni, þekkingu og fagsvið félaga faghópsins. Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum faghópsins með því að standa fyrir ýmsum viðburðum a.m.k. einum stórum á ári auk minni og óformlegri viðburða ásamt því að skrifa greinar í Tölvumál tengdum málefnum faghópsins.

Félögum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í nafni faghópsins nema með samþykki stjórnar hans.

Faghópum er heimilt að víkja frá þessum reglum ef það er samþykkt á aðalfundi.

Samþykkt á aðalfundi Ský 27. febrúar 2020