Skip to main content
8. nóvember 2018

Hvað er neteinelti?

achievement agreement arms 1068523Internet einelti er alvarlegt og ört vaxandi vandamál í heiminum, sér í lagi á meðal barna og ungmenna[1][2], þetta er einnig kallað neteinelti (e. cyberbullying). Einelti hefur líklegast verið til allt frá því að maðurinn kom til sögunnar og trúa margir vísindamenn því,að maðurinn hafi erft þessa hegðun frá frumforfeðrum okkar,öpum [3]. Neteineltið varð þó ekki til nema fyrir fáeinumárum síðan,eða þegar tölvutæknin fór að veraverkfæri fólks,til að segja það sem þau vilja undir nafnleynd, án þess að hugsa út í afleiðingarnar sem því fylgir [4].

Þegar orðinu cyberbullying er flett uppá leitarsíðum,kemur upp skilgreining orðsins eins og henni bregður fyrir í orðabók.Neteinelti er þar skilgreint sem notkun á hvers konar margmiðlunartæki til að leggja einstakling í einelti, oftast með því að senda ljót skilaboð með hótunum eða gagngert til að vekja upp hræðsluhjáfórnarlambinu [5]. Þetta er hægt að gera á marga vegu, undir nafni sem og með nafnleynd og mun það vera útskýrt betur hér fyrir neðan.

Hver er birtingarmyndneteineltis?

Neteinelti á sér margar birtingarmyndir, þær allra þekktustu eru þær sem taldar eru upp hér á eftir. Þetta er þó ekki tæmandi listi.

Netrifrildi (e. flaming) eru sendingar á ljótum orðum, rifrildi milli tveggja eða fleiri einstaklinga, hvort sem er á spjallborði, samfélagsmiðlum eða í einkaskilaboðum. Oft eru þetta ljót skilaboð sem innihalda mikið af blótsyrðum [6].

Rafrænt áreiti (e. harassment) er þegar tæknin er notuð til að áreita endurtekið sama einstaklinginn, hópinn eða fyrirtækið. Rafrænt áreiti eru ljót skilaboð sem einstaklingurinn fær endurtekið, fleiri daga eða mánuði í röð [7].

Mannorðsspjöll (e. denigration)er að gagnrýna á neikvæðan og niðrandi máta. Senda skilaboð eða skrifa á miðla og spjallborð um fórnarlamb sitt,að það sé ekki neins virði og brjóta algjörlega niður sjálfstraust þess [8].

Persónueftiröpun (e. impersonation) er þegar gerandinn býr til falskan aðgang með nafni ásamt myndfórnarlambsins og byrjar að senda út skilaboð fráfalska aðganginum í nafni fórnarlambsins [9].

Trúnaðarbrestur (e. Trickery and outing) er þegar fórnarlambið er platað í að gefa upp viðkvæmar upplýsingar eða myndir sem er síðan deilt opinberlega,til að niðurlægja fórnalambið [10].

Útskúfun (e. exclusion) er þegar einstaklingur er skilinn útundan, hvort sem það er í tölvuleik eða í hópspjalli á samfélagsmiðlum [11].

Rafrænt umsátur (e. cyberstalking) er þegar fylgst er með einstaklingnum gegnumvefinn, gerandinn notar einkum falska samfélagsmiðla aðganga til þess. Umsátur af þessari gerð getur verið lengi að uppgötvast.Rafrænt umsáturgetur til dæmis verið framkvæmt með notkun vefmyndavéla, hótanna og skemmdarverka ásamtsöfnunarupplýsinga sem síðar eru notaðar gegn fórnarlambinu [12].

Nettröll (e. trolling) eru einstaklingar sem oftast koma fram undir fölskum forsendum og skrifa á vefinn með það eitt að leiðarljósi að byrja rifrildi. Þeirra aðal markmið er að gera fórnarlambið svo reitt að það svari í sömu mynt [11].

Hver er aðal vettvangur neteineltis?

Neteinelti getur byrjað sama dag og einstaklingur býr sér til aðgang á samfélagsmiðlunum. Þeir samfélagsmiðlar sem eru hvað mest notaðir í neteinelti munu vera Facebook, Messenger, Snapchat, Instagram, Youtube, Ask.fm og Twitter [13][14]. Þetta er þó ekki tæmandi listi, enda ná nýir miðlar miklum vinsældum meðal fólks með reglulegu millibili.

Tölfræði frá norðurlöndunum Árið 2014 var könnun um neteinelti á vegum Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar lögð fyrir börn í fjölmörgum löndum Evrópu. Börn á aldrinum 11, 13 og 15 ára voru spurð að því hversu oft þau sjálf hafi orðið fyrir neteinelti gegnum samfélagsmiðla, svo sem gegnum einstaklingsskilaboð, skilaboð á vegg, e-mail eða smáskilaboð. Einnig voru þau spurð hvort að það hafi verið sett upp heimasíða til þess eins að gera grín að þeim.Svarmöguleikarnir voru allt frá því að hafa ekki upplifað neteinelti síðastliðna mánuði, upp í að hafa upplifað það nokkrum sinnum í viku [15].

Niðurstaða Norðurlandanna er sláandi og fylgir skjáskot af þeim hér á eftir.Myndin sýnir hversu mörg prósent af svarendum sögðust hafa upplifað neteinelti að minnsta kosti tvisvar eða þrisvar í mánuði undanfarna mánuði. Talan fyrir aftan línuna segir til um prósentuna, talan 3 gerir 3% svarenda svo dæmi sé tekið.Þar sem línan er grá var ekki afgerandi munur á milli kynjanna en rauð og blá lína þýðir að það var mælanlegur munur á hlutfalli kynjanna. Stúlkur eru túlkaðar með rauðumlit og drengir meðbláum [16][16]. Hvernig er best að þekkja hættumerkin? Foreldrar þurfa að standa saman og fylgjast vel með netnotkun barna sinna. Það munleiða til þess að foreldrar koma augaá hættumerkin sem fylgja því þegar barnið verður fyrir neteinelti mun fyrr, ásamt því að uppgötva ef það er þess valdur. Hættumerkin geta einkum verið aukning á notkun margmiðlunartækja, skapgerðarbreytingar, feluleikur með það hvað barnið var að skoða á vefnum, lokun á aðgöngum samfélagsmiðla og uppsetning nýrra. Barnið getur jafnvel farið að sleppa þeim tómstundum og íþróttum sem því þótti skemmtilegt áður og orðið dapurt að auki. Það er því mikilvægt að þekkja þessi merki og ræða við barnið um leið og grunur vaknar umneteinelti [17].

Hvernig getum viðunnið gegn þróuninni?

Við sem samfélag þurfum að sjálfsögðu að taka höndum saman til að vinna gegn þessari þróun. Fræðslu þyrfti að auka til muna, bæði í skólum sem og í miðlum svo hún nái til sem flestra.Flott væri að eiga góð og fagleg úrræði fyrir gerendur jafnt sem þolendur. Málefni þetta mætti rannsaka mun meira en gert hefur verið hingað til, þar sem neteinelti er nýlega til komið og þótti höfundi þessarar greinar afar lítið um upplýsingar er varða Ísland aðgengilegar. Fræðigreinar þar sem stuðst er við rannsóknir er því miður ekki auðvelt að finna og mætti þar gera betur. Einkum mætti rannsaka tíðni neteineltis ásamt aukningu á milli ára og gera niðurstöður þeirra rannsókna aðgengilega rá veraldarvefnum. Þetta væri afar gott verkfæri til að fylgjast með því hvort úrræði okkar gegn neteinelti séu að virka sem skyldi. 

Höfundi þætti frábært að sjá stjórnvöld taka höndum saman og móta skýra stefnu gegn neteinelti. Auka mætti umræðu í þjóðfélaginu sem og fræðslu, gæti það skipt sköpum. Saman getum við spornað á móti neteinelti.

Höfundur: Héðinn Grétar Hendriksson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:

[1] Council of Europe,„Bullying“, Children’s Rights, 14-sep-2018. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.coe.int/en/web/children/bullying [Sótt: 14-sep-2018].

[2] BullyingUk, „Bullying on social networks -Family Lives“. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.bullying.co.uk/cyberbullying/what-to-do-if-you-re-being-bullied-on-a-social-network/ [Sótt: 14-sep-2018].

[3] McAfee, „Cyberbullying –Where Did It All Start?“, McAfee Blogs, 08-júl-2014. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://securingtomorrow.mcafee.com/consumer/family-safety/cyberbullying-start/ [Sótt: 14-sep-2018].

[4] J.Norwood, „Where Did Cyberbullying Start“, prezi.com. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://prezi.com/5akh-9f_7fpu/where-did-cyberbullying-start/ [Sótt: 14-sep-2018].

[5] „Cyberbullying definition“, Google.com, 05-sep-2018. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.google.no/search?ei=YMmPW-CJLsSksAHJ1ZGoCg&q=cyberbullying+definition&oq=cyberbullying+definition&gs_l=psy-ab.3..0i7i30k1l10.964545.964545.0.964754.1.1.0.0.0.0.138.138.0j1.1.0....0...1c.1.64.psy-ab..0.1.136....0.cIyrmR7Q7zo.

[6] Techopedia, „What is Flaming? -Definition from Techopedia“, Techopedia.com. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.techopedia.com/definition/5356/flaming [Sótt: 17-sep-2018].

[7] The Anna Kavanaugh Foundation, „CyberBullying/Harassment“, theannakavanaughfoundation. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.theannakavanaughfoundation.org/CyberBullying_Harassment.html [Sótt: 17-sep-2018].

[8] Cyberbullyingisevil, „Cyber Harassment -Internet Defamation & Internet Trolls“, iPredator -Cyberbullying, Cyberstalking, Cybercriminal Minds. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.ipredator.co/cyber-harassment/ [Sótt: 17-sep-2018].

[9] MeetMe „Cyberbullying | SocialSafety.org“. .[Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://socialsafety.org/cyber-bullying/ [Sótt: 17-sep-2018].

[10] Cyberbullyingisevil, „Outing/Trickery“, Cyber Bullying. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://cyberbullyingisevil.weebly.com/outingtrickery.html [Sótt: 17-sep-2018].

[11] Kaspersky, „10 Forms of Cyberbullying | Kids Safety“. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://kids.kaspersky.com/10-forms-of-cyberbullying/ [Sótt: 17-sep-2018].

[12] „Cyberstalking“, Wikipedia. 13-sep-2018.[Rafrænt]. Aðgengilegt á:https://en.wikipedia.org/wiki/Cyberstalking [Sótt: 18-sep-2018].

[13] L. B. Straus, „Cyberbullying: Which 3 Social Networks Are the Worst?“ [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.momsteam.com/health-safety/cyberbullying-which-3-social-networks-are-worst [Sótt: 18-sep-2018].

[14] Cyberbullying Research Center, „Most Popular Social Media Apps“, Cyberbullying Research Center. Ágúst-2018. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://cyberbullying.org/most-popular-social-media-apps [Sótt: 14-sep-2018].

[15] World Health Org., „WHO European health information at your fingertips.“ [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://gateway.euro.who.int/en/indicators/hbsc_32-cyber-bullying/visualizations/#id=27157&tab=notes [Sótt: 18-sep-2018].

[16] World Health Org., „WHO European health information at your fingertips.“, European health information gateway. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://gateway.euro.who.int/en/indicators/hbsc_32-cyber-bullying/visualizations/#id=27157 [Sótt: 17-sep-2018].

[17] Stop Bullying, „Prevent Cyberbullying“, StopBullying.gov, 08-mar-2012. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.stopbullying.gov/cyberbullying/prevention/index.html [Sótt: 18-sep-2018].

Mynd fengin á https://www.pexels.com/photo/1068523/

Skoðað: 2407 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála