Skip to main content
15. nóvember 2018

Þróun vefsins í starfrænni framtíð. Nýjustu straumar og stefnu

asrun 13035Ský hélt hádegisverðarfund 7. nóvember síðastliðinn sem hét Þróun vefsins í starfrænni framtíð. Nýjustu straumar og stefnur. Margt áhugavert kom þar fram og langar mig að renna yfir það sem ég tók með mér heim.

Margrét Dóra Ragnarsdóttir, sjálfstætt starfandi stafrænn hönnunarstjóri ræddi um Hlutverk stafrænna lausna í framúrskarandi þjónustu.

Fyrirlesturinn var áhugverður og fræðandi. Hún lagði áherslu á að vefir og app dagsins í dag væru ekki upphaf og endir alls, það væri alltaf þróun í gangi og leggja þyrfti áherslu á upplifun notandans, upplifunarhönnun. Hún tók dæmi um ólíka notendur að þjónustu og hvernig upplifun þeirra gæti verið gjörólík þó að þjónustan væri sú sama. Því þyrfti að skilja vel þarfir notenda og nýta sér notendaferla  (journey mapping). Hún sýndi einnig mynd af 8 metra langri mynd af þjónustu erlends banka þar sem verið var að skoða upplifun notenda, notendaferla. Framsetning á notendaferlum er mismunandi, ekki eitt snið heldur fer það eftir því hverju er verið að lýsa því lýsa þarf ferlinu frá upphafi til enda. Hún nefndi til sögunnar persónur, atburðarás,kveikjur, fólk með þekkingu á allri upplifuninni  og  haf þyrfti skýra mynd af því til hvers á að nota ferilinn.

Þessa dagana keppast fyrirtæki um að gera þjónustu sína aðgengilega með stafrænum hætti. Það virðist varla vera til vandamál sem ekki mætti leysa með smáforriti. Áður en við hlaupum til og forritum er mikilvægt að skilja þarfir notenda og hvað er viðeigandi að gera stafrænt og hvenær er viðeigandi að nálgast viðskiptavini með öðrum hætti. Notendaferlar eru öflugt tæki sem hjálpar við að skilja einmitt þetta.

Hreinn Hreinsson, vefstjóri Reykjavíkurborgar var næstur með erindi sem hann kallaði Þú baðar ekki fólk á internetinu.

Efnið var fróðlegt og framsýnt. Hann byrjaði á að kynna Rafræna þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar sem var stofnuð 2017. Borgin er enn að vinna sig út úr tæknilegri skuld vegna sparnaðar eftir hrun og margt sem þarf að hanna upp á nýtt, margir þjónustuþættir og nefni hann 149 þjónustur. Notandinn er settur í öndvegi þar sem skilgreindara hafa verið 17 persónur og fær verkefnisstjóri 2-4 persónur. Ferlar í kringum hverja persónu eru greindir og þannig skapast umbótaverkefni sem unnið er áfram með til að einfalda ferla, aðgengi og viðmót.

Grunnurinn sem viðmótið byggir á er Design System með áherslu á að hann einingar sem hægt er að raða saman eftir þörfum og taldi að notendur fengju meira vald og meiri stjórn á sínu viðmóti.  Þróunin verður frá því að tala um vefi yfir í að tala um viðmót þjónustu eða bara þjónustu. 

Orri Arnarsson, forritari hjá Sendiráðinu vefstofu, kallaði sitt erindi Hvað er framsækið vefapp (PWA)?

Erindið var myndrænt og áhugavert. Hann byrjaði með dæmi af flugferð þar sem ferðalanganum vantaði miðann sinn því hann kæmist ekki í hann í símanum. Hvað er hægt að gera? Hann ræddi um flókið samspil appa og vefsíðna þegar kæmi að uppfærslu og viðhaldi. Hann kynnti til sögunnar Progressive web apps (PWA) og bar saman við „hefðbundin" öpp og vefsíður á lýsandi hátt. Hann lagði áherslu á að PWA væri minna vesen en native app, það væri ekki framwork specific, ekki silver bullet.

Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant og formaður í stýrihópi stjórnvalda um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland var með lokaerindið sem nefndist Framtíð viðmóts í tengdum heimi.

Erindið var sögulegt í byrjun ef endaði á framsýnum nótum. Hann byrjaði á að rekja hvað hefur verið boðið upp á frá 1982 og hvernig þróunin hefur verið þegar kemur að þjónustu við notendur. Er hægt að einfalda það sem snýr að notandanum? Hvaða vandamál þarf að leysa í dag og í nánustu framtíð? Hvernig nota notendu tæknina og hvernig er hægt að nýta þá þekkingu í þróuninni. Hann sá fyrir sér eitt viðmót til að hafa samskipti við margþætta þjónustu, hvernig þróunin fræðist yfir í tal. Hann kom með skemmtileg dæmi um að hann reyndi að stýra skjátíma dóttur sinnar með því að slökkva á sjónvarpinu en þá segði hún bara „Alexa turn on the TV“ og allt færi í gang. Einnig kom hann með umhugsunarvert dæmi um hvernig verið væri að bæta við örgjörfum hér og þar bara til að bæta þeim við t.d. til að hafa samband við þvottavélina. Við megum ekki gleyma að nota tæknina til góðs fyrir alla, ekki bara notandann heldur líka hans umhverfi og huga þannig að umhverfisvernd.

Skoðað: 1151 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála