Skip to main content
22. nóvember 2018

Tinder. Hvernig er hægt fjölga mötchum?

Við ættum nú öll að kannast við forritið Tinder þannig ég ætla ekki að sóa tíma þínum í að útskýra hvað það er. Í staðinn ætla ég að segja þér nokkrar aðferðir sem þú getur beitt til að fjölga mötchunum sem þú færð. Heimildir byggjast aðallega á minni persónulegri reynslu ásamt reynslusögum frá Reddit og gamla góða Google. Ég vill líka benda á að ég muni sletta mikilli ensku í þessari grein þannig ef þú ert málfræðingur hættu þá að lesa núna. Komum okkur nú að efninu.

Notaðu allar sex myndirnar þínar!

Tinder gerir notendum kleift að hafa allt að sex myndir af sér til sýnis en þó eru margir með færri myndir en það á sinni síðu. Íhugaðu þetta, myndiru leigja íbúð með aðeins tveimur myndum á netinu? Eflaust ekki. Rannsókn frá nemendum við Cornell háskólann í Bandaríkjunum sýndi fram á að  menn með aðeins eina mynd voru bara 0,27% líklegir til að matcha við konu á Tinder (Perta, Haddadi, Seto ogTyson, 2016). Mundu líka að myndirnar þurfa að vera af þér en ekki einhverju fyndnu sem þú fannst á netinu.

Hafðu eina mynd af þér með krúttlegu dýri!

Eftir að hafa lesið fjölmargar greinar þar sem fólki var ráðlagt hvernig það gæti bætt Tinder síðuna sína komst ég að þeirri niðurstöðu að þær voru allir sammála um einn hlut. Allir elska krúttleg dýr. Þetta á við bæði karlmenn og konur. Ég hef oft lækað stelpur á Tinder bara af því þær eiga sætan hund. Ég veit ekki einu sinni af hverju, þetta gerist liggur við sjálfkrafa. Sjálfur hef ég bæði verið með mynd af með sætum hundi og kisu. Mér fannst þó hundamyndin skila betri niðurstöðum. Ef það vill svo til að einhver sér svo hundamyndina og ákveður að læka mig ekki útaf því þá er það bara fínt líka, ég vill ekkert umgangast þá manneskju.

Vertu snyrtileg/ur á myndunum þínum!

Því miður er raunin sú að Tinder er mjög yfirborðskennt fyrirbæri. En þó ekki beint á þann hátt sem maður heldur kannski fyrst. Samkvæmt könnun á meðal kvenkyns háskólanema þá skiptir það mestu máli að viðkomandi sé snyrtilegur ef það á að dæma hann útfrá mynd. Þeim líkaði þá betur við menn sem voru nýklipptir, í fötum sem pössuðu vel og voru beinir í baki, heldur en þá sem voru hávaxnir og/eða í góðu formi (Blum og Mehrabian, 1997).

Ekki læka alla!

Margir notendur Tinder eiga til með að læka gjörsamlega alla sem þeir sjá og vona það besta. Þetta á sérstaklega við einstaklinga sem borga fyrir þjónustuna og hafa því ótakmarkaðan fjölda af lækum á hverjum degi.

Tinder samfélagið á Reddit er sannfært um að hver og einn notandi hefur svoköllið ELO stig sem ákvarða hverja þú getur séð þegar þú svæpar. Þetta hefur þó aldrei fengist staðfest en menn hafa þó framkvæmt tilraunir sem benda til þess að þetta sé rétt. 

Fólk sem lækar alla sem þau sjá hafa mun lægra ELO heldur en aðrir og hafa þá aðeins aðgang að notendum sem teljast óæskilegri af kerfinu. Þannig hugsaðu aðeins áður en þú svæpar strax til hægri.

Ekki súperlæka!
Þessi punktur kemur meira frá mér sjálfum og samtölum sem ég hef átt við vini mína heldur en raunverulegum rannsóknum. Súperlæk er valkostur á Tinder sem er hugsaður þannig að þú ættir aðeins að nota þetta ef þú hefur gríðarlega mikinn áhuga á hinni manneskjunni. Hinn venjulegi notandi getur aðeins gert þetta einu sinni á dag en hægt er að borga fyrir fleiri súperlæks.
Ég spurði fylgjendur mína á Snapchat í gegnum story einfalda spurningu til að staðfesta þetta, er asnalegt að súperlæka? Úrtakið var ekki stórt en það staðfesti þó það sem ég hélt. 80% svöruðu já og 20% nei. Flestir bættu líka við athugasemd og sögðu þá helst að maður virðist örvæntingarfullur með því að súperlæka og er ég algjörlega sammála því.

Skrifaðu skemmtilegan texta um sjálfan þig á síðunni þinni!
Hver og einn notandi á Tinder getur skrifað hvað sem hann vill á síðunni sinni. Ef manni lýst vel á einhvern þá getur maður klikkað á myndirnar og lesið það sem viðkomandi hefur að segja. Það eru þó margir sem kjósa að halda þessu auðu eða rúmlega 30% allra karlkyns notenda.

Það hefur þó fengist staðfest að notendur sem eru með einhvern texta á síðunni sinni eru fjórfalt líklegri en aðrir að fá match (Perta, Haddadi, Seto ogTyson, 2016). En hvað á maður að skrifa þar? Það skiptir frekar litlu máli. Þetta þarf ekki að vera mikill texti, passaðu bara að fyrsta línan sé einhvað fyndið eða grípur athygli manns. Restina af textanum gætiru svo notað til að segja örlítið frá sjálfum þér, eins og hvaðan þú ert og hver þín áhugamál eru. Þetta hjálpar mjög mikið svo að þú og matchið þitt hafið einhvað til að tala um á meðan þið kynnist hvor öðru. Það getur nefnilega verið frekar erfitt að tala við einhvern ókunnugan á netinu ef þú veist gjörsamlega ekkert um hann/hana.

Fleira var það ekki í bili. Vonandi mun þessi stutta grein gagnast einhverjum.

Höfundur: Sindri Már Ingason

Heimildaskrá

1. Gareth TysonVasile C. PertaHamed Haddadi og Michael C. Seto. (2016). A First Look at User Activity on Tinder. Sótt 19. september 2018 af https://arxiv.org/abs/1607.01952.

2. Albert Mehrabian og Jeffrey S. Blum. (1997). Physical appearance, attractiveness, and the mediating role of emotions. Sótt 19. september 2018 af https://link.springer.com/article/10.1007/s12144-997-1013-0

 

Skoðað: 103 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála