Skip to main content
21. febrúar 2019

Takmörk sjálfvirkninnar

Ólafur Brynjar JónssonSjálfvirkni er tækni sem gerir okkur kleift að framkvæma aðgerðir án þess að manneskja þurfi að hjálpa. En í hvaða formi sjáum við sjálfvirkni? Í dag hugsum við eflaust fyrst um sjálfkeyrandi bíla eða mannlausar verksmiðjur fullar af sjálfstýrðum örmum að púsla saman flóknum vörum sem við verslum síðan á veraldarvefnum. 

 Við lítum oft á sjálfvirkni sem nútímafyrirbæri en í raun nær það langt aftur í sögu mannsins eða alveg fyrir Krist. Dæmi um hvernig sjálfvirkni var notuð hér áður fyrr eru til dæmis myllur en þær voru meðal annars notaðar til þess að breyta korni í hveiti. En með tímanum hafa til dæmis myllur þróast áfram og eru þær notaðar í allt öðruvísi mynd nú á dögum. Þar að segja er myllan í dag notuð til að framleiða orkuna beint. Í stað viðarvatnshjóla virkjum við sjávarföllin og við fyllum heilu túnin af risastórum vindmyllum þar sem við beislum vindinn í orku.

En með allri þessari orku sem er núna í boði fyrir okkur höfum við getað auðveldað störf marga og jafnvel alveg komið í veg fyrir þau. Það veldur óhug margra þar sem það hefur komið fyrir áður að sjálfvirkni hefur nánast tekið yfir heilu starfsgreinarnar. Til dæmis í upphafi 19. aldar var um helmingur af vinnandi fólki í fyrsta heims löndum að vinna við landbúnaðarstörf en í dag er það komið undir 2% án þess að tapa afköstum. 

Ef það hefði verið sagt við einhvern um seinni part 19. aldar að það væri 95% af vinnumönnum á sveitabýlum í landinu að fara að missa starfið á næstu hundrað árum þá hefði hann sennilegast ekki trúað því og ef hann hefði gert það þá hefði hann eflaust verið svartsýnn á áhrifin á atvinnumarkaðinn. Enda er ómögulegt fyrir hann að sjá hvað býr í framtíðinni. En þrátt fyrir þetta þá var atvinnuleysið aðeins stutt og til dæmis í Bandaríkjunum voru sett lög um að börn yrðu að vera í skóla til 16 ára aldurs og átti það síðar eftir að verða til þess að auka hröðun á þróun mun meira.

En nú á dögum er sjálfvirkni nánast undantekningarlaust stýrt af tölvum og er komið langt fram úr því sem það var fyrir einin öld þegar traktorinn var mest brautryðjandi tæki í heiminum. En á hverjum degi kemur eitthvað nýtt tæki sem að leysir af fólk í starfi. Fyrstu útgáfur af sjálfkeyrandi bílum eru komnar á göturnar, fólk afgreiðir sig sjálft í verslunum og megnið af afþreyingunni okkar fáum við núna afhent í gegnum veraldarvefinn. 

En eru öll störf í hættu? Stutta svarið er: Nei að minnsta kosti ekki enn þá. Fræðilega séð þá er hægt að gera allt sjálfvirkt en tæknin á enn þá langt í land með að ná því afreki. En nú á dögum eru ákveðin störf í meiri hættu en önnur. 

Til dæmis er mjög líklegt að hægt verði að gera flest alla fyrirsjáanlega vinnu sjálfvirka og því hægt að skipta út fólki fyrir vélar eða forrit. En það er auðvelt að sjá það fyrir sér í framleiðsluiðnaðinum en það er erfiðara að sjá það fyrir sér í hlutum eins og bókhaldi þar sem notað er vélrænt gagnanám (machine learning) til að læra á það sem bókarinn gerir og notar þekkinguna sem það fær til þess að bóka færslur fyrir hann. Bæði getur það verið hraðvirkara og sparar það launakostnað á auka bókara.

Hvar takmörkin liggja á því sem hægt er að gera sjálfvirkt er mjög umdeilt en fræðilega séð er hægt að gera allt sjálfvirkt. Það sem kemur í veg fyrir það er aðalega kostnaður. En því meira sem flækjustigið er á verkefninu því kostnaðarsamara verður það. Þar af leiðandi er oft of dýrt að þróa gervigreind fyrir ákveðin verkefni. Það má í rauninni segja að helsta takmörkunin liggi aðalega í tíma enda liggur mikið af kostnaðinum fyrir svona verkefni í mannsaflinu sem sér um að þróa það og tímanum sem það tekur að klára það.

En eftirspurn eftir fólki með litla reynslu hefur stórlega minnkað og eftirspurn eftir fólki sem lokið hefur háu stigi af menntun hefur margfaldast síðustu áratugi sem er eflaust afrakstur þess að auðveldara sé að gera auðveld störf sjálfvirk og með því opnast fleiri störf fyrir fólk með mikla menntun.

Þó að sjálfvirkni lýsir sér þannig að maðurinn komi ekki nálægt því þá hefur hann oftast yfirhöndina. Þar að segja hefur maðurinn oftast valdið til að taka yfir stjórn eða þá rífa það úr sambandi. En það opnar fyrir spurninguna hvenær sé í lagi að leyfa tölvunni að taka yfir alveg að fullu og stýra sér sjálf í öllu? 

Ef við tækjum bíl sem væri að fara að lenda á konu sem heldur á barni þar sem eina lausnin til að koma í veg fyrir það er að sveigja frá fram af kletti. Hvort ætti hann að fórna „bílstjóranum“ sem er einn inn í bílnum, keyra út fyrir og fórna bílstjóranum eða ætti hann að hugsa frekar um bílstjórann og fórna frekar konunni og þá mögulega barninu líka. 

En ein af helstu takmörkunum okkar er að við eigum erfitt með að leyfa tölvunum að stjórna algjörlega lífinu okkar. Því þá er engin til að taka sökina. Einnig viljum við finna að við erum sjálf við stjórn og er auðveldara að taka mistökum ef maður veldur þeim sjálfur

Það má því taka frá þessari grein að við erum búin að fara gífurlega langt í tækninni á stuttum tíma og það er hægt að búast við því að það muni mikið bætast við á næstu árum. En hvort við verðum nokkurn tímann tilbúin að leyfa tækninni að taka alveg yfir og stjórna alveg er óvíst. En eitt er víst að allt er hægt.

Höfundur Ólafur Brynjar Jónsson

Heimildaskrá Michael Chui, James Manyika og Mehdi Miremadi. (júlí 2016). Where machines could replace humans—and where they can’t (yet). McKinsey&Company. Sótt 19. september 2018 af https://www.mckinsey.com/business-functions/digital-mckinsey/our-insights/where-machinescould-replace-humans-and-where-they-cant-yet

David Autor. (6. Febrúar 2017) Will automation take away all our jobs? Youtube. Sótt 19. september 2018 af https://www.youtube.com/watch?v=th3nnEpITz0

Skoðað: 1182 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála