Skip to main content
20. maí 2021

Mikilvægi greiningar fyrir heilsu

StefnirTil þess að taka góðar ákvarðanir og finna lausnir er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvert vandamálið er. Andleg heilsa er mjög margslungin og eru lausnirnar jafn fjölbreyttar. Greining á andlegri heilsu er því gífurlega mikilvæg, bæði fyrir sérfræðinga til að meta vandamálið og einstaklinginn til að fá innsýn inn í heilsu sína.

Vandamálið

Fyrsta skrefið í greiningu á andlegri heilsu er oft gert með spurningalista, hefðin hefur verið að gera slíkar prófanir með blaði og blýanti, þó það sé þægilegt hefur það ókosti. Það getur verið tímafrekt að bæði bíða eftir að skjólstæðingurinn fyllir það út og tekið tíma fyrir sérfræðinginn að fara yfir listann. Við yfirferð myndast auk þess áhættan að sérfræðingur gerir villur og það eru takmarkanir á hvað líkönin á bakvið listann geta verið flókin.

Ef líkönin eru flókin t.d. ólínuleg, byggja á tölfræði eða ef svörin hafa áhrif á hvort annað, eykur það bæði tíma sérfræðingsins að fara yfir listann og líkur á mistökum. Það er ekki nægileg lausn að setja spurningarlistann einfaldlega yfir á tölvutækt form án auka ráðstafana, sérstaklega ef þeir eru tengdir netinu enda skapar það annað vandamál sem varðar öryggi.

Tæknin

Hægt er að skipta lausnum á þessum vandamálum í tvo mismunandi flokka, annars vegar hvernig hægt er að nota tæknina til að bæta greininguna og hins vegar hvernig megi tryggja persónuvernd og öryggi gagna. Hér eru nokkrar af þeim aðferðunum sem gætu tekist á við þessi vandamál.

  • Tauganet – Svör á lista geta verið ólínuleg og tengst hvort öðru, tauganet geta mögulega fundið tengsl milli spurninga og mynstur í svörum sem eru erfið að sjá.
  • Ákvörðunartré – Ef það þarf að taka ákvörðun um heilsu einstaklings út frá fjölda niðurstaða geta ákvörðunartré tekið mikið af upplýsingum og búið til svokallað ákvörðunartré. Dæmi er heilsugæsla sem fær yfir 10 skjólstæðinga á dag sem vilja sálfræðiþjónustu. Hvernig á að forgangsraða þeim? Er þörf á geðlækni, sálfræðingi eða félagsráðgjafa? Með ákvörðunartré getur tölva tekið inn fjölda gagna og gefið mat til að aðstoða sérfræðinga við að taka réttar ákvarðanir. Bæði tauganet og ákvörðunartré eru þjálfuð með vélnámi.
  • Kerfisgreining – Hvaða aðferðir virka og hverjar ekki, er hægt að gefa bestu ráðin til að takast á við tiltekið vandamál með kerfisbundum hætti? Með söfnum gagna yfir tíma er hægt að búa til kerfislíkön sem eru jafnvel sérsniðin fyrir einstaklinginn. Með slíkum aðferðum er hægt að ráðleggja og meta áhrif hluta eins og æfinga eða svefns á andlega heilsu.
  • Hash – Hash eða hakkafall er algrími sem tekur gögn og tætir þau með skipulögðum hætti. Þetta er hægt að nota til þess að tryggja að gögnin séu aðgengileg aðeins þeim sem gaf þau.
  • Differential privacy – Er hægt að gera hluti eins og vélnám ef gögnin eru aldrei rekjanleg? Hægt er að taka afrit áður en gögnin eru sett í hakkafallið og bæta skipulögðu rugli í gögnin. Þetta opnar fyrir möguleikan að greina fjölda gagna þó það sé aldrei hægt að taka eitt sett af gögnum alvarlega. Ekki er nóg að eingöngu fjarlægja persónugreinanlegu gögnin því án þess að bæta við randomness eða rugli, gætu svokölluð linkage attacks mögulega búið til persónugreinanleg gögn úr gagnasafni.

Fyrir hvern

Það er mikilvægt fyrir einstaklinga að fá góða greiningu á sinni heilsu, ekki bara einu sinni heldur yfir tíma. Ráðleggingar til að bæta stöðuna eða til að efla hluti eins og þrautseigju, er gífurlega mikilvægt í núverandi ástandi. Hægt er, t.d. með birtingu grafa yfir tíma og endurgjöf, að hjálpa fólki að fá innsýn í hvað virkar og hvað ekki.

Fyrir sérfræðinga er mjög jákvætt að fá innsýn í skjólstæðingana sína yfir tímann, bæði sparar þetta dýrmætan tíma í greiningarvinnu og getur gefið sérfræðingnum tækifæri að sjá hvernig skjólstæðingar sýna bata yfir tíma með leyfi skjólstæðingsins og geta þannig sniðið aðferðir sínar betur að einstaklingnum.

En það eru ekki bara einstaklingar og sérfræðingar sem gætu nýtt slíka tækni, heldur líka stofnanir og fyrirtæki sem vilja styðja við andlega heilsu starfsfólks síns.

Framtíðarsýn

Andleg heilsa er mjög mikilvæg bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Stofnanir og fyrirtæki geta gert skimanir til að fá yfirsýn og til að meta hluti eins og merki um kulnun eða önnur andleg vandamál. Þetta hjálpar þeim að taka ákvarðanir til að aðstoða og til að koma í veg fyrir vandamál sem gætu haft alvarleg áhrif á vinnustaðinn.

Stofnanir sem hjálpa fólki geta notað slíkar lausnir til að meta alvarleika vandamála og skima fólk svo það sé hægt að gefa þeim bestu og mest viðeigandi aðstoð. Að gefa sérfræðingum eins og sálfræðingum og geðlæknum öflugar tæknilausnir getur aðstoðað við vinnu þeirra og hjálpað þeim að taka bestu ákvarðanir fyrir skjólstæðinga sína.

Proency er að þróa hugbúnað sem er notaður af sérfræðingum til að aðstoða þá við greiningar og gefa fyrirtækjum og stofnunum möguleika á gera ópersónugreinalegar skimanir fyrir andlegum vandamálum.

Höfundur: Stefnir Húni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Proency

Skoðað: 702 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála