Skip to main content
21. ágúst 2021

Tækniframfarir síðan 1995

sarahÍ þessari grein ætlum við að skoða tímabilið 1995-2000 útfrá þróun í tölvutækninni og bera saman við daginn í dag. Heimildir okkar fundum við í tímaritinu Tölvumálum á timarit.is og skoðuðum m.a. auglýsingar og greinar sem þar er að finna. Lögmálið um veldisvöxt sem sett var fram af Gordon Moore: „Fjöldi smára á samrás tvöfaldast á 18 til 24 mánaða fresti“ (Ólafur Andri Ragnarsson, 2019 bls. 69) virðist vera sannað í auglýsingum frá þessum tíma þegar þróun tækninnar var mjög hröð.

Samanburður á auglýsingum frá 1995 - 2000

Við byrjuðum á að skoða tækniupplýsingar sem koma fyrir í auglýsingunum og hvernig fyrirtækjunum sem birtu auglýsingarnar vegnar í dag. Við skoðuðum örgjörva, skjákort, vinnsluminni, harðan disk og skjákort og bárum saman við nútímatækni.

AT&T Computer Systems

Atogt

Fyrsta tölvuauglýsingin sem við greindum var birt 1. apríl 1995. Hún er frá fyrirtækinu AT&T Computer Systems. Hún er á heilsíðu og yfirskriftin er “fermingargjöf, framtíð og margmiðlun” sem kostar 129.000 kr. Tölvan hefur eftirfarandi tækniupplýsingar.

  • Intel 486 DX/2 66Mhz
  • 256 KB skyndiminni
  • 4 MB innra minni
  • 420 MB harður diskur
  • 1 MB VESA Local-Bus skjákort

Auglýsingunni fylgir texti um fyrirtækið og m.a. má finna eftirfarandi línu: “Árið 1937, þegar veröldin hafði ekki hugmynd um hvað tölva var skópum við þá fyrstu.” (AT&T, 1995) Fyrirtækið AT&T Computer Systems var frumkvöðull á sviði tölvutækni, þeir höfðu gott starfsfólk hjá sér og voru í fremsta flokki nýsköpunar og þróun (AT&T, 1995). Miðað við lýsingar fyrirtækisins og yfirlýsingar sem voru í textanum þótti okkur nauðsynlegt að afla okkur meiri upplýsinga um fyrirtækið. Í nútíma samfélagi er AT&T fyrirtæki sem er aðeins þekkt fyrir farsímaþjónustu og það er ekki almenn vitneskja að fyrirtæki með sama nafni hafi verið frumkvöðull að fyrstu tölvunni (AT&T Computer Systems, 2021).

Á síðu Wikipedia má lesa um sögu og endalok fyrirtækisins. Ástæðan fyrir því að fyrirtækið gekk ekki upp á endanum var vegna innri ágreinings hjá yfirmönnum sem voru ósammála um mikilvægi nýsköpunar í tækni (AT&T Computer Systems, 2021).

AST Computer

ast

Auglýsing frá AST var birt í sama blaði þann 1. apríl 1995. Í auglýsingunni eru fjórar tölvur með yfirskriftina „góð, betri, best og yfirburða“.

 

Bravo LC

Bravo MS

Premmia MX

Premmia GX

Örgjörvi

4/66DX2 og 4/100DX4

Intel 4/66 DX2 75 og 90-Mhz Pentium

75-Mhz Pentium

Intel 90- og 100Mhz Pentium

Skjákort/Skjáminni

VESA LB Cirrus 5417 skjáhraðall 1 MB DRAM

PCI Cirrus 5434, 64-bita skjáhraðall alls með 1 MB DRAM, 2 MB mest

PCI ATI Pro Turbo 64-bita 135MHz RAMDAC, 2MB VRAM, 4MB mest

PCI ATI Pro Turbo 64-bita 135MHz RAMDAC, 2MB VRAM, 4MB mest

Harðdiskur/ minni

Minni stækkanlegt í 64MB

Minni stækkanlegt í 128MB

8MB minni stækkanlegt í 128MB

8MB minni stækkanlegt í 192MB

AST Research, Inc. var stofnað árið 1980 af Albert Wong, Safi Qureshey og Thomas Yuen. AST hóf rekstur sinn með framleiðslu á örtölvukortum (e. microcomputer expansion cards) sem gáfu fleiri möguleika fyrir móðurborð (AST Research, 2021). Þegar aðrir tölvuframleiðendur bættu tengingar í móðurborðunum sín varð framleiðsla AST nánast óþörf og því hófu þeir að þróa einkatölvur fyrir almennan markað og náðu góðum markaðshluta en þó ekki sambærilegum við Compaq og Dell (AST Research, 2021).

Þeir náðu ekki að standast þá hröðu þróun sem varð á einkatölvum né halda í við samkeppni stærri fyrirtækjanna. Fyrirtækið vildi nota eigin íhluti við framleiðslu á tölvum í stað þess að spara með íhlutum frá öðrum framleiðendum. Með þessu náðu þeir ekki að vera með samkeppnishæfni þar sem endurframleiðsla var ódýrari en að gera íhluti frá grunni (AST Research, 2021).

Apple - Imac

powerimac

Áhugavert er að sjá hversu hröð þróunin var á Macintosh/iMac tölvum. Með samanburði á auglýsingum frá 1996 og 1998 sést að tiftíðni þrefaldaðist, vinnsluminni fjórfaldaðist, skjáminnið tvöfaldaðist og harði diskurinn fimmfaldast í stærð. Apple hefur haldið sinni sérstöðu á markaði og náð að haldast samkeppnishæf bæði þá og nú (Macintosh, 2021).

Með því að bera saman iMac G3 og iMac 3.8Ghz Retina sjáum við að það er mikill munur á afkastagetu þá og nú. Á þessum 23 árum hafa innviðir iMac batnað og þróast. Tiftíðni hefur rúmlega ellefu-faldast, Vinnsluminni er 250-falt stærra, skjáminni er 4000 sinnum meira og harður diskur er 128-falt stærri.

                                           1.mars 1996                                      1.desember 1998                          sótt 2.ágúst 2021

 

Power Macintosh 5200

iMac G3

iMac 27″ 3.8GHz 5K Retina

Örgjörvi

PowerPC 603 RISC

G3

3,8GHz 8-Core Intel Core i7 örgjörvi (10. kynslóð) Turbo

Tiftíðni

75 megarið

233 megarið

2666 megarið

Vinnsluminni

8 MB

32 MB

8GB DDR4

Skjáminni

1 MB DRAM

ATI Rage IIc with 2 MB of SGRAM

Radeon Pro 5500XT skjákort með 8GB minni

Harður Diskur

800 MB

4 GB

512GB SSD

HP - Hewlett Packard

 Að lokum tókum við fyrir HP og skoðuðum auglýsingar frá 1. maí 1999 um tvær turntölvur. Við ákváðum að finna sambærilega turntölvu 2. ágúst 2021 og bera hana saman við stóra turninn (betri tölvuna) hjá HP. Tiftíðni örgjörvans hefur aukist úr 400 í 2900 Mhz eða 7.25-falt. Minni skjákorts hefur stækkað úr 4 MB í 4000 MB eða þúsundfalt. Vinnsluminni stækkað úr 64 MB í 16000 MB (Stækkanlegt í 64000MB) sem er 250-falt og möguleiki á stækkun sem væri þúsundföld. Geymslupláss harða disksins hefur stækkað úr 8GB í 512GB en mun hraðari endurheimt gagna er í SSD diskum heldur en öðrum hörðum diskum. Ef við lítum aðeins á stækkun á stærð þá hefur geymslupláss 64-faldast frá HP Brio 8532 að HP EliteDesk 800 G6.

HP

 

HP Brio 8532- stór turn

HP Brio 7136 - lítill turn

HP EliteDesk 800 G6 TWR PC

örgjörvi

Intel Pentium II 400 Mhz

Intel Celeron 400 Mhz

Intel Core i7-10700 2.9 Ghz

skjáminni/ skjákort

AGP 2X ATI Rage Pro skjástýring með 4 MB skjáminni

AGP 2X ATI Rage Pro skjástýring með 2 MB SGRAM skjáminni

AMD Radeon RX 550X 4GB

vinnsluminni

64 MB SDRAM (512 KB cache)

64MB non ECC SDRAM                 (128 Kb cache)

16GB (1x16GB) DDR4-2666, mest stækkanleg í 64GB

harður diskur

8 GB SMART IDE

8 GB SMART IDE

512GB PCIe NVMe SSD

Verða forritarar óþarfir í framtíðinni?

Í grein um hugbúnaðarþróun á netinu, sem birt var í Tölvumálum í júlí 1996, ritar Andrés Magnússon „Á ráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um Vefinn og framtíð hans var velt upp þeirri spurningu hvort forritarar yrðu senn óþarfir og hönnuðir tækju við.” (Andrés Magnússon, bls 12, 1996 ).

Við höfum séð að frá þeim tíma sem þessi spurning vaknaði fyrst, að það var í rauninni ekki rétt. Þá var því haldið fram að með komu internetsins yrði vefforritun mun auðveldari heldur en önnur forritun á þeim tíma. Einnig komu á markaðinn mörg forrit sem einfölduðu eða jafnvel settu upp vefsíðu án þess að notandinn skrifaði einn einasta forritunarbút. Sú tækni hefur þróast mikið frá þeim tíma og er enn mikið notuð í dag; ef vefsíðan sem þig vantar er einföld, er oftar en ekki sniðugra að nota utanaðkomandi forrit eins og Wordpress eða Wix í stað þess að fá forritara til að skrifa hana frá grunni.

Þessar styttri leiðir koma þó ekki í stað forritara þar sem margar vefsíður þurfa mikla og flókna virkni. Það eru ekki til forrit sem bjóða upp á flókna virkni á einfaldan hátt, þar sem hún er jú sérhæfð. Forritarar hafa gjörbreytt heiminum með nýjum hugbúnaði og nú vaknar aftur upp sú spurning hvort störf forritara verði gerð sjálfvirk og forritarar þ.a.l. óþarfir í framtíðinni, þar sem gervigreind og sjálfvirkni er að þróast ört.

Nú eru forritarar hjá Github að þróa gervigreind sem nefnist Github Copilot: “Github Copilot is a new service from Github and OpenAI, described as “Your AI pair programmer”. It is a plugin to Visual Studio Code which auto-generates code for you based on the contents of the current file, and your current cursor location.”(Jeremy Howard, bls 1,  2021)

Þróunin er komin á þann stað að forritarar eru farnir að hanna lausnir sem mögulega gætu gert þá óþarfa í framtíðinni. Forritið Github Copilot gerir notandanum kleift að skrifa í orðum hvað hann vill að kóða búturinn gerir, gervigreindin sér svo alveg um það að reikna út hvaða lausn hentar best og birtir hana, ef forritarinn er ósáttur við lausnina þá er forritið með lista af öðrum lausnum sem leysa sama vandamál. Einnig er gervigreindin alltaf að reikna út og stinga upp á mögulegum lausnum á meðan þú ert að skrifa kóða, jafnvel einungis út frá því hvaða nafni þú gefur fallinu þínu.

Þetta skapar strax vandamál: “The fact that Copilot is trained on publicly available code, under a variety of licenses, has led to many discussions about the ethical and legal implications.”(Jeremy Howard, bls 1,  2021). Ofan á það að möguleg og lagaleg réttindi yfir kóðabútum sem gervigreindin gæti búið til, þá er kóðinn ekki enn nógu góður. Það þarf að laga til og breyta honum, auk þess er hann oft of langur og þá er erfiðara að viðhalda honum. “According to OpenAI’s paper, Codex only gives the correct answer 29% of the time. And, as we’ve seen, the code it writes is generally poorly refactored and fails to take full advantage of existing solutions.”(Jeremy Howard, bls 1,  2021)

Þessi nýja tækni er á frumstigi og er ekki enn mjög áreiðanleg en gæti t.d. nýst þeim sem eru þegar vanir að forrita og eru að læra nýja þætti í forritun, því kóðinn sýnir grunnskipanir í málinu og síðan er hægt að breyta kóðanum og gera hann betri.

Þar sem þetta er ennþá mjög stutt komið í þróun og gervigreind er að breytast og þróast á hverju ári finnst okkur mjög líklegt að þetta verði möguleiki í framtíðinni, að gervigreind muni geta sinnt auðveldu lausnunum og gert vinnu tölvunarfræðinga auðveldari. Við teljum þó að hún muni aldrei skipta þeim út og það verði alltaf þörf fyrir forritara til þess að skrifa og/eða staðfesta kóðann, þó það væri með hjálp gervigreindarinnar.

Allt getur þó gerst í tækniframförum og erfitt er að spá fyrir um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Höfundar: Sara Helena Bjarnad. Blöndal og Breki Guðmundsson, nemendur í Háskólanum í Reykjavík

Heimildaskrá

Ólafur Andri Ragnarsson (2019) Fjórða Iðnbyltingin – Iðnvæðingar og áhrif á samfélög – Reykjavík: Almenna bókafélagið.

AT&T Computer Systems. (2021). Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 2. ágúst 2021 af https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=AT%26T_Computer_Systems&oldid=1037669044

Macintosh. (2021). Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 1.ágúst 2021 af https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Macintosh&oldid=1036239801

AST Research (2021). Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 2. ágúst 2021 af https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=AST_Research&oldid=1036842857

AT&T (1995, 1. apríl). Fermingargjöf framtíð...[auglýsing] Tölvumál, 20. árg(2.tbl), bls. 16.  Sótt af https://timarit.is/page/2363208?iabr=on

AST (1995, 1. apríl). Veldu þá bestu[auglýsing]. Tölvumál, 20. árg(2.tbl), bls. 36. Sótt af https://timarit.is/page/2363228?iabr=on

Apple-umboðið(1996, 1. mars). Tölva með öllu[auglýsing]. Tölvumál, 21. árg(1.tbl), bls. 2. Sótt af https://timarit.is/page/2363538?iabr=on

Aco Apple-umboðið(1998, 1. desember). Vertu ekki að sniglast svona áfram![auglýsing]. Tölvumál, 23. árgangur (4.tbl), bls. 39. Sótt af https://timarit.is/page/2364515?iabr=on

Hewlett Packard(1999, 1. maí). BRIO Ein sem kann sitt fag[auglýsing]. Tölvumál, 24. Árg (2.tbl), bls. 44. Sótt af https://timarit.is/page/2364704?iabr=on

Opin Kerfi. (2021). HP EliteDesk 800 G6 TWR PC.  Sótt 1. ágúst  2021 af https://verslun.opinkerfi.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=8YR01AV-71403500

Macland. (2021). iMac 27″ 3.8GHz 5K Retina. Sótt 1. Ágúst 2021 af https://macland.is/product/imac-27-3-8ghz-5k-retina/

https://www.networkworld.com/article/2221434/30-years-ago--a-battered-at-t-cried-uncle-sam.html

Andrés Magnússon. (1996, júlí). Hugbúnaðargerð á netinu.  Tölvumál. Sótt 5. ágúst 2021 af https://timarit.is/page/2363636?iabr=on#page/n11/mode/2up/search/t%C3%B6lvum%C3%A1l

Jeremy Howard. (2021, 19 júlí).  Is Github Copilot a blessing, or a curse?. fast.ia . sótt  5. ágúst 2021 af https://www.fast.ai/2021/07/19/copilot/?fbclid=IwAR0AoLr0Z041uIhrH664XM1pwFOU1x1wGCDj93Nwa5EUkdoIElRAcCXksVo

Myndir eru fengnar úr Tölvumálum (nema af höfundum)

AT&T Computer Systems birt 01.05.1995

AST Computer birt 01.04.1995

Power Macintosh birt 1.03.1996

iMac birt 01.12.1998

HP Bríó birt 01.05.1999

Skoðað: 574 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála