1. gr. Stafræn vörustýring er faghópur innan félagsins Ský og starfar eftir reglum þess um faghópa reglum þess um faghópa.
2. gr. Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:
Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um stafræna vörustýringu
Að auka þekkingu á faginu og fjölbreytileika þess innan og utan geirans
Að stuðla að fagmennsku í vörustýringu
Að efla tengslamyndun innan geirans og stuðla að virku samfélagi í kringum fagið
Að leitast við að þroska geirann á íslenskum vinnumarkaði
Að stuðla að vandaðri málnotkun og skýra hugtök tengd vörustýringu
Samþykkt á stofnfundi 12. maí 2023
Stjórn 2023 - 2024 Erla Rós Gylfadóttir Guttormur Árni Ársælsson Hallur Þór Halldórsson, Icelandair Inga P Jessen Maria Hedman, Origo Ólafur Óskar Egilsson Sigrún Lára Sverrisdóttir Snædís Zanoria Kjartansdóttir