Skip to main content

Óvenjulegar hliðar á rekstri tölvukerfa

Hádegisverðarfundur 10. október 2012 á Grand hóteli kl. 12-14

„Óvenjulegar hliðar á rekstri tölvukerfa“

Taktu þátt í umræðunni á Twitter:  @SkyIceland #rekstur

Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa hefur verið settur á laggirnar og hyggst efna til nokkurra viðburða í vetur.  Ætlunin er að byrja á hádegisverðarfundi þar sem verður farið yfir nokkrar hliðar á því sem snertir rekstur tölvukerfa en er ekki daglega í umræðunni.  Þá verður farið yfir það hvernig stór kerfissalur er fluttur, hvaða aðferðarfræði eru menn að fylgja, hvað ber að hafa í huga þegar verið er að hanna aðgangsstýringar og til hvers eru afkastamælingar í vélbúnaði.  Þetta er aðeins forsmekkurinn að því sem verður á döfinni í vetur.

 

Dagskrá fundarins:

11:50  Afhending ráðstefnugagna
 
12:00 Hádegisverður borinn fram
 
12:15 Fundur settur, faghópur kynntur
 

12:20 Fólk - Ferlar - Tæki
          Þorsteinn Hallgrímsson, Nýherji

 
12:40 Bestu starfsvenjur í aðgangsstýringum
          Björn Heimir Moritz Viðarsson, Advania
 
13:00 Að flytja fjall - flutningur vélasala
          Aðalbjörn Þórólfsson, Íslandsbanka
  
13:20 Afkastamælingar netþjóna
          Helgi Magnússon, Nýherja
 
13:40 Nýjungar í Windows Server 2012
          Ævar Svan Sigurðsson, Advania
 
14:00 Ráðstefnulok

Fundarstjóri: Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherja

MatseðillNautaburito  með kryddhrísgjrjónum, grænmeti , salati, nachos og tilheyrandi.
Kaffi / te og konfekt á eftir. 

Undirbúningsnefn: stjórn faghóps um rekstur tölvukerfa;
Jens Valur Ólason, Háskólanum í Reykjavík, Guðfinnur Guðnason, Reiknistofu bankanna, Gísli Sverrisson, Frumherja, Snæbjörn I. Ingólfsson, Nýherja, Sæþór L. Jónsson, RHÍ/HÍ, Reynir Stefánsson, Advania og Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Íslandsbanka

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir fólk utan vinnumarkaðar 3.000 kr.


20121010 130042
20121010 130116
20121010 130117
20121010 130201
20121010 130237
20121010 130323

  • 10. október 2012