Skip to main content

Óður til fortíðar, Helstu ógnir 2020

Óður til fortíðar
Helstu ógnir 2020

28. apríl 2021         kl. 12:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Árið sem leið var á flestum sviðum viðburðarríkt og óvenjulegt ár. Upplýsingaöryggi var þar engin undantekning þar sem aukin áhersla á upplýsingatækni leiddi jafnframt af sér að tölvuþrjótar sáu aukin tækifæri til árása. Á hádegisfundinum munu fyrirlesarar fjalla um helstu öryggis ógnanir ársins 2020 sem eiga það sammerkt með hættulegum veirum í mannheimum að vera ekki nýjar af nálinni heldur nýjar útgáfur af ógnum sem áður hafa komið fram.

Dagskrá:

11:55   Útsending hefst

12:00   Eru ógnir af DDoS enn til staðar?
DDoS árásir hafa kannski ekki fengið jafn mikla umfjöllun seinustu ár eins og aðrar ógnir (s.s. ransomware) en eru enn mjög algengar á netinu. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir helstu DDoS árása seinustu ára, hvaða tækni liggur á bakvið við þær og hvernig er best að bregðast við þeim.
Árni Már Harðarson, Pure Security

12:20   Mánalogn - Supply Chain Attacks
Í fyrirlestri sínum mun Alex fræða okkur um árásir á birgðakeðjur ("Supply Chain Attacks") og ýmsar birtingarmyndir þeirra. Nýþekkt dæmi um slíkt er til dæmis SolarWinds árásin sem birtist um áramótin. Hann mun einnig fara í saumana á því hvernig árásir þetta eru og koma með dæmi sem hafa verið birt almenningi.
Alex Már Gunnarsson, Syndis

12:40   Öryggi í skýjaþjónustum
Í fyrirlestri sínum mun Lárus fjalla um hvaða hættur fylgja því að flytja kerfi upp í skýið. Að hvaða atriðum aðilar þurfi að hyggja að þannig að sneitt sé hjá hættunum og flutningur takist sem best. Lárus mum jafnframt koma inn á að hvaða leyti það geti bætt öryggið að flytja kerfin í skýið.
Lárus Árni Hermannsson, Andes

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.


20210428 120106

  • 28. apríl 2021