Skip to main content

Rafræn auðkenni og öryggismál á Netinu


R
afræn auðkenni og öryggismál á Netinu
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík
28. febrúar 2007 kl. 12:00 - 14:00

Í brennidepli voru nýjar leiðir sem notendur Internetsins hafa nú til þess að auðkenna sig gagnvart fjármálastofnunum og opinberum aðilum og öryggismál á Netinu.
 

Drög að dagskrá

12:00 Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:40 Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur og eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software International (Friðrik Skúlason ehf.) sem hefur frá árinu 1993 unnið að því að skapa meira öryggi fyrir tölvutækar upplýsingar. Friðrik fjallaði um þau þær ógnir sem mæta notendum Internetsins, þær öryggislausnir sem standa þeim til boða og framtíðarhorfur í öryggismálum.
13:00 Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Fjármálafyrirtækja (SFF) fjallaði um öryggismál í fjármálageira og innleiðingu auðkennislykla fyrir netbanka sem nú stendur yfir.
13:20 Arnaldur F. Axfjörð ráðgjafi hjá Admon ehf.
Rafræn skilríki mun gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á netinu. Í erindinu var fjallað um mikilvæga þætti í umhverfi rafrænna skilríkja og farið í nokkur megin atriði varðandi beitingu þeirra. Dregin var upp mynd af virkni dreifilyklaskipulags og mögulegri útfærslu á auðkenningu, sannvottun og undirskrift í rafrænni þjónustu yfir Internetið.
13:40 Umræður
13:55 Fundi slitið


Fundarstjóri var Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika ehf og formaður Skýrslutæknifélags Íslands.

Á matseðlinum var:
Ostgljáður kryddhjúpaður hlýri og karfi með ristuðu grænmeti og hvítvíns-sveppasósu.
Súkkulaði pralin kaka með ávöxtum


Í undirbúningsnefnd voru: Jón Heiðar Þorsteinsson og Einar H. Reynis  • 28. febrúar 2007