Skip to main content

Vefráðstefna

Netið í vasanum
Vefráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands verður haldin
30. október 2007  frá 13:00-16:00 á Hótel Nordica

Þema ráðstefnunnar verður að þessu sinni mobile aðferðafræði.

Lófastór tæki með þráðlausri nettengingu verða sífellt fleiri. Hægt er að komast á netið næstum hvar sem er með nýjustu farsímum, lófatölvum, tónlistarspilurum og lófatækum leikjatölvum. Meðfærileikinn er á kostnað skjástærðar og möguleika við innslátt, sem aftur mótar raunhæfa notkunarmöguleika.

  • Hvaða áskoranir fylgja því að gera vefi aðgengilega fyrir lófatæki?
  • Hvernig má forgangsraða upplýsingum og þjónustu?
  • Hvaða þjónustu er raunhæft að veita fyrir lófatæki?
  • Hversu mikið af núverandi efni nýtist áfram?
  • Opnast nýir möguleikar á þjónustu sem ekki voru raunhæfir áður?
  • Fylgja lófatækjum nýir notendahópar eða notkun við nýjar aðstæður?
  • Hvaða áhrif hefur takmörkuð bandvídd og kostnaðarvitund notenda?
  • Er notkun Íslendinga á lófatækjum frábrugðin stórborgarbúum erlendis? 

Dagskrá

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Fundarstjóri Árni Matthíasson býður gesti velkomna
13:10
Notendavæn vefhönnun fyrir lófatæki -  helstu áskoranir - Glærur -
Þórarinn Stefánsson hjá Hugsmiðjunni
13:30 Að sníða stakk eftir vexti - Glærur -
Efnislegar áherslur á mobile vefsíðum, hvað skiptir máli? Eru auknir möguleikar?
Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá SJÁ ehf -  Óháðri ráðgjöf
13:50 Klippt og skorið - glærur-
Erindið fjallar um miðlun efnis í farsíma og önnur flökkutæki. Tæki þessi eru ýmsum annmörkum háð vegna smæðar sinnar en í þeim felast einnig ýmsir möguleikar þar sem þau eru alltaf við hendina, perónuleg og styðja margskonar miðlun upplýsinga
Helga Waage, Hex Software.
14:10 "copy and paste" - Glærur -
Erindið fjallar um undirbúningsferlið -  greiningu og kröfur varðandi birtingu efnis i mobile umhverfi
Guðný Káradóttir hjá Gagarín
14:30 Pallborðsumræður og tími fyrir spurningar
14:50
Kaffihlé
15:15 Hvernig getur fjarskiptafyrirtæki hjálpað þér - Glærur -
Hjálmar Gíslason forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Símanum
15:35 Veflausnir í farsíma - Glærur -
Fjallað um innleiðingu farsímalausna sem viðbót við almennar veflausnir. Mismunandi útfærslur skoðaðar á framsetningu efnis í farsíma og borið saman við framsetningu efnis í almennum tölvum út frá skjástærð bandvídd og fl.
Hákon Skúlason framkvæmdastjóri Annars veldis ehf
15:55 Samantekt fundarstjóra í lok ráðstefnu
16:00 Fundi slitið


Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.
 


01
02
03
04
05
06
07
08
09
10
11
12
13
14
15
16
17
18

  • 30. október 2007