Vefráðstefna

Netið í vasanum
Vefráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands verður haldin
30. október 2007  frá 13:00-16:00 á Hótel Nordica

Þema ráðstefnunnar verður að þessu sinni mobile aðferðafræði.

Lófastór tæki með þráðlausri nettengingu verða sífellt fleiri. Hægt er að komast á netið næstum hvar sem er með nýjustu farsímum, lófatölvum, tónlistarspilurum og lófatækum leikjatölvum. Meðfærileikinn er á kostnað skjástærðar og möguleika við innslátt, sem aftur mótar raunhæfa notkunarmöguleika.

  • Hvaða áskoranir fylgja því að gera vefi aðgengilega fyrir lófatæki?
  • Hvernig má forgangsraða upplýsingum og þjónustu?
  • Hvaða þjónustu er raunhæft að veita fyrir lófatæki?
  • Hversu mikið af núverandi efni nýtist áfram?
  • Opnast nýir möguleikar á þjónustu sem ekki voru raunhæfir áður?
  • Fylgja lófatækjum nýir notendahópar eða notkun við nýjar aðstæður?
  • Hvaða áhrif hefur takmörkuð bandvídd og kostnaðarvitund notenda?
  • Er notkun Íslendinga á lófatækjum frábrugðin stórborgarbúum erlendis? 

Dagskrá

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Fundarstjóri Árni Matthíasson býður gesti velkomna
13:10
Notendavæn vefhönnun fyrir lófatæki -  helstu áskoranir - Glærur -
Þórarinn Stefánsson hjá Hugsmiðjunni
13:30 Að sníða stakk eftir vexti - Glærur -
Efnislegar áherslur á mobile vefsíðum, hvað skiptir máli? Eru auknir möguleikar?
Sigrún Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá SJÁ ehf -  Óháðri ráðgjöf
13:50 Klippt og skorið - glærur-
Erindið fjallar um miðlun efnis í farsíma og önnur flökkutæki. Tæki þessi eru ýmsum annmörkum háð vegna smæðar sinnar en í þeim felast einnig ýmsir möguleikar þar sem þau eru alltaf við hendina, perónuleg og styðja margskonar miðlun upplýsinga
Helga Waage, Hex Software.
14:10 "copy and paste" - Glærur -
Erindið fjallar um undirbúningsferlið -  greiningu og kröfur varðandi birtingu efnis i mobile umhverfi
Guðný Káradóttir hjá Gagarín
14:30 Pallborðsumræður og tími fyrir spurningar
14:50
Kaffihlé
15:15 Hvernig getur fjarskiptafyrirtæki hjálpað þér - Glærur -
Hjálmar Gíslason forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Símanum
15:35 Veflausnir í farsíma - Glærur -
Fjallað um innleiðingu farsímalausna sem viðbót við almennar veflausnir. Mismunandi útfærslur skoðaðar á framsetningu efnis í farsíma og borið saman við framsetningu efnis í almennum tölvum út frá skjástærð bandvídd og fl.
Hákon Skúlason framkvæmdastjóri Annars veldis ehf
15:55 Samantekt fundarstjóra í lok ráðstefnu
16:00 Fundi slitið


Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.
 

  • 30. október 2007

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is