Skip to main content

Forskotið farið?

Forskotið farið?
Ráðstefna um stöðu UT-iðnaðar á Íslandi
haldin á Grand Hótel Reykjavík
þriðjudaginn 22. apríl 2008
frá kl. 13:00-16:00


Eins og margoft hefur komið fram á opinberum vettvangi þá hefur íslenski UT-iðnaðurinn viljað vera þriðja stoðin undir efnahagslíf Íslendinga. Sjávarútvegurinn er að ganga í gegnum miklar hremmingar og sömuleiðis fyrirtæki á fjármálamarkaði. Það er því núna sem reynir á þessa stoð og því kannski rétt að skoða möguleika hennar út frá víðara sjónarhorni.  Við fáum fréttir af því að Íslendingar séu að dragast aftur úr samkeppnislöndum varðandi menntunarstig, sem er mikilvæg forsenda þess að hátækniiðnaður þrífist. Fyrirtæki nýta sér í auknum mæli erlend stöðluð hugbúnaðarkerfi í stað sérsmíðaðra innlendra hugbúnaðarlausna. Eins sjáum við gríðarlega sókn frá löndum eins og Indlandi inn á þennan markað og æ fleiri störf eru flutt til landa þar sem tími vel menntaðs vinnuafls kostar minna. Þess vegna viljum við nú kalla saman aðila sem þekkja til þessara mála til að ræða stöðuna.

Spurningar sem vakna eru:
•    Hver er staða íslenskrar upplýsingatækni varðandi útflutning?
•    Er það forskot sem Ísland hafði í upphafi tæknibólunnar (ef það var þá eitthvað) enn til staðar?  
•    Hver er sérstaða íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja í dag?
•    Hver er stefna yfirvalda í þessum málum varðandi t.d. kaup á íslenskum hugbúnaði og
     stuðningi við greinina?

Dagskrá:

12:45 Skráning þátttakenda
13:00 Ráðstefnustjóri, Laufey Ása Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Skýrr, býður gesti velkomna
13:05 Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra verður með opnunarerindi
13:15 Ísland 2020 - menntun, rannsóknir og nýsköpun Ari K. Jónsson deildarforseti Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík sjá glærur
13:40 „UT vil ek“ Sæmundur Sæmundsson forstjóri Teris mun fjalla um stöðu upplýsingatækni á Íslandi og farmtíðarhorfur sjá glærur
14:05 Kaffihlé
14:30 Hvað með þriðju stoðina? Sjónarhorn seljenda UT-lausna Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar Marel Food Systems  sjá glærur
14:45 Gerum eitthvað skemmtilegt! - Saga af íslensku sprotafyrirtæki í UT iðnaði sem ákvað að fara óhefðbundnar leiðir. Hvar liggja tækifærin og hver er áhættan? Hver er lærdómurinn og hvernig má nýta hann til framtíðar?
Jónas B. Antonsson framkvæmdastjóri Gogogic sjá glærur
15:00 Breytingar frá sjónarhóli verkefnastjórans Kristján Þór Hallbjörnsson upplýsingatæknisviði Eimskipa mun ræða um nýtt verklag í UT út frá auknum kröfum í verkefnastjórnun og erlendu vinnuafli sjá glærur
15:15 Reynslusögur úr hugbúnaðargeiranum, sem kaupandi og sem hugbúnaðarhús, samkeppnisstaða og menntun Skúli Geir Jensson forstöðumaður hugbúnaðardeildar Landsbanka Íslands sjá glærur
15:30 Pallborðsumræður en þar sitja  Þórólfur Árnason Skýrr, Friðbjörn Hólm Ólafsson Símanum, Eyjólfur Guðmundsson hjá CCP doktor í hagfræði, Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri Applicon og Tryggvi Björgvinsson doktorsnemi í hugbúnaðarverkfræði
16:00 Fundi slitið


Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky hjá sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 11.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er  16.900 kr.
Þátttökugjald fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskírteinis er 6.900 kr.

Í undirbúningsnefnd eru:
Sigrún Gunnarsdóttir, Jóhann Kristjánsson, Laufey Ása Bjarnadóttir og Elsa M. Ágústsdóttir


IMG 1198
IMG 1199
IMG 1200
IMG 1201
IMG 1202
IMG 1203
IMG 1204
IMG 1205
IMG 1206
IMG 1207
IMG 1208

  • 22. apríl 2008