Heldur tæknin í við raunveruleikann

 fyrirlesarar

Mikil  þróun hefur átt sér stað í atvinnulífinu undanfarin misseri, fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt og vel við breyttu landslagi. Ný kerfi og ferlar hafa verið innleiddir á mettíma og má ætla að tækninýjungar og breytingar á vinnuskipulagi séu komnar til að vera. 

Á þessum viðburði ætla fjórir fyrirlesarar að deila reynslu sinni og verður fókusinn á upplýsingatækni í þjónustu- og mannauðsmálum.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Að búa til eina góða mynd úr tveimur ólíkum púsluspilum
Fyrripart árs 2022 sameinuðust Opin Kerfi og Premis – ævintýraleg rússíbanaferð af bestu gerð. Áskoranirnar hafa verið ótalmargar við að sameina tvo ólíka menningarheima og fá fólk til að lifa og leika saman í sátt og samlyndi – en hvaða bitar úr púslinu eru í raun þeir mikilvægustu í okkar vegferð til þess að byggja sameinaða heildarmynd með áþreifanlegri starfsánægju og góðu vinnuumhverfi?
María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK

12:40   Frá því að selja 1 miða þegar tix.is opnaði 1. okt 2014 til 8.5 milljón miða á ári í 10 löndum
Sindri Már Finnbogason stofnandi Tix Miðasölu (tix.is) og Tixly.com segir frá uppbyggingu Tix.is á Íslandi og útrásinni sem farin var í og hvernig fyrirtækið brást við Covid og svo að fá heilablóðfall í miðri útrásinni og þurfa að stóla á sitt starfsfólk til þess að halda fyrirtækinu gangandi og stækka enn fremur. Hann sjálfur átti erfitt með að átta sig á því álagi sem var á honum og vill endilega miðla upplýsingum áfram um hvað fólk þarf að hafa í huga þegar það ákveður að vera frumkvöðull og stofna sitt eigið fyrirtæki.
Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tix.is/Tixly.com

13:00 Málum þakið þegar sólin skín. Hvernig sterk undirstaða getur staðið af sér jafnvel erfiðustu tíma
Heimsfaraldurinn hafði gífurleg áhrif á allan heiminn og einna mest á ferðaþjónustuna. Landslagið breyttist á svip stundu sem kallaði á miklar breytingar. Í þessu erindi er fjallað um hvernig Íslandshótel tókst á við þær gríðarmiklu áskoranir sem fylgdu heimsfaraldrinum og hvernig það hefur mótað vinnufyrirkomulag, þjálfunaraðferðir og mannauðsmál almennt hjá fyrirtækinu.
Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum

13:20  Greiðslukerfi frá 1931 til dagsins í dag í einu léttu hoppi
Greiðslufyrirkomulagi í almenningssamgöngum á Íslandi tók ekki miklum breytingum fyrstu 80 árin. Svo kom nútíminn með óafsakanlegri frekju inn í hið annars huggulega líf upplýsingatæknitilveru Strætó – og það sér ekki enn fyrir endann á þeim ósköpum.
Daði Áslaugarson, yfirmaður upplýsingatækni Strætó

13:40   Spurningar og umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Rut Vilhjálmsdóttir, fræðslustjóri Strætó


 • 29. mars 2023
 • kl. 12:00 - 14:00
 • Félagsmenn Ský:     7.500 kr.
  Utanfélagsmenn:   13.500 kr.
  Aðilar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr.
 • Pestó fylltar kjúklingabringur með stökku kartöflusmælki, rótargrænmeti og rósmarínsósu
  Vegan: Bökuð beða – teriyaki
  Kaffi/te og sætindi á eftir

Ský - Skýrslutæknifélag Íslands (The Icelandic Computer Society)
480870-0189 | Engjateigi 9 | 105 Reykjavík | 553 2460 | sky@sky.is