Skip to main content

Heilbrigðisráðstefnan

Hvað er að ske?

„Þegar hann, er til svæðis, þá fíla ég mig alveg sjúklega vel”. Þetta sungu Grýlurnar forðum daga í laginu Hvað er að ske? En hvað er í gangi þessa dagana og hvaða nýjungar eru í fullri notkun og reynast okkur sjúklega vel? Við fáum fyrirlesara alls staðar að sem segja okkur frá daglegum störfum sínum og hvernig tæknin léttir lund og eykur skilvirkni.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Fundur settur, hádegisverður borinn fram og tengslanetið styrkt

G. Auður Harðardóttir
12:20   Rafræn miðlun sjúkraskrárupplýsinga á milli Evrópulanda
Með verkefninu verður brotið blað í heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, þar sem hægt verður að deila lykilheilbrigðisupplýsingum úr sjúkraskrá einstaklings til heilbrigðisstarfsmanna sem þurfa að sinna viðkomandi í öðru landi en heimalandi.
G. Auður Harðardóttir, verkefnastjóri og teymisstjóri hjá embætti landlæknis
Halldór Bjarki Ólafsson
12:40   Hagnýt notkun gervigreindar í rannsóknum og takmörkun þess
Gervigreind hefur nýverið verið aðgengileg notendum um heim allan með tilkomu spjall-viðmótsins ChatGPT. Fyrirlesturinn mun fjalla um hvernig hagnýting gervigreindar hefur gagnast við úrvinnslu í rannsóknum ásamt ritun og birtingu ritrýndra greina í læknavísindum.
Halldór Bjarki Ólafsson, læknir
13:00   Þróun mælaborða (PBi) fyrir starfsemi Landspítala
Hagdeild Landspítala er að þróa birtingu starfsemisupplýsinga í Power Bi á innri vef spítalans. Það styttist í birtingu gagna dag- og göngudeilda. Sagt verður frá stöðu verkefnisins og hvernig var unnið að undirbúningi m.a með væntanlegum notendum.
Arndís Embla Jónsdóttir, verkefnastjóri á Hagdeild Landspítala, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands

13:20   Horft til framtíðar: Forflokkun erinda í heilbrigðiskerfinu. Er gervigreind ógn eða aðstoð?
Fjarheilbrigðisþjónusta er framtíð heilbrigðisþjónustunnar, símaráðgjöf og netspjall er góð leið til þess að þjónusta einstaklinga þar sem þeir eru staddir, heima hjá sér og þá sem eiga erfitt með að sækja heilbrigðisþjónustu t.d. vegna sjúkdóms eða fötlunar. Tæknin fer fram hraðar en nokkurn hafði órað fyrir. Rafræn skilríki eru að taka yfir lykilorðin og gervigreind getur hannað heilu ritgerðirnar. Spurningin er hvort tæknin sé að taka völd og störf frá okkur mannfólkinu eða er tæknin að valdefla og einfalda okkar líf?
Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri
Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, upplýsingamiðstöð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Undirbúningsnefnd: Stjórn Fókus, faghóps Ský um upplýsingatækni í heibrigðisgeiranum
Elísabet Guðmundsdóttir frá Landspítala, Guðrún Bjarnadóttir frá VIRK, Helga Margrét Clarke frá embætti landlæknis, Ingunn Ingimars frá Memaxi, Sigurður E. Sigurðsson frá HVE og Þórólfur Ingi Þórsson frá Helix Health


20240221 120311
20240221 120313
20240221 120327
20240221 120347
20240221 120403
20240221 120416
20240221 120429
20240221 120432
20240221 120443
20240221 120451
20240221 120500
20240221 120525
20240221 120627
20240221 120629
20240221 120634
20240221 135537
20240221 135547
20240221 135719
20240221 135727
20240221 140340
20240221 140350  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Kryddberjalegið lambalæri, blandað grænmeti, kartöflubátar og rósmarín
    Vegan: Blandað baunawellington með tómatkjötsósu, sætkartöflumauk og blaðsalat
    Kaffi/te og sætindi á eftir