Skip to main content

Hvernig færðu fólk með þér í lið til að auka netöryggi?

Öll fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir stórri áskorun þegar kemur að því að efla varnir gegn netglæpum. Að mörgu er að huga og engin ein uppskrift til hvernig standa skuli að málum. En hvernig gerast kaupin á eyrinni? Hvernig virkar samtalið og hvaðan kemur hvatinn? Hvernig ákveða fyrirtæki hvaða fjármagni skuli varið til aukins netöryggis?

Á þessum morgunfundi munum við skoða hlutverk nokkurra lykilaðila í ferlinu og fá að heyra hvernig verkefnið „aukið netöryggi“ birtist þeim. Hvaða áskoranir standa frammi fyrir einstaklingum sem gegna þessum hlutverkum og hvaða merkingu leggja þeir í hugtakið „netöryggi“. Hefur aukin umræða um netöryggi undafarinna ára leitt til þess að verkefnið hefur orðið auðveldara eða erfiðara? Hver verður þróun næstu 3-5 árin og hvernig geta aðilar sem gegna þessum hlutverkum lagt sitt á vogarskálar aukins netöryggis.

Dagskrá:

08:00   Húsið opnar

08:30   Fundur settur

                Dagskrá í vinnslu

10:00   Fundarslit

Fundarstjóri:   • Léttur morgunverður