
Tölvumál haustið 2018
Nú erum við í ritnefnd Tölvumála að leita eftir greinum í prentað blað sem kemur út í haust þar sem þemað verður Sjálfsafgreiðsla.
Við höfum áhuga á að skoða helstu strauma og stefnur, hvað er verið að gera, hvað gengur vel, hvað ekki og hver mun þróunin verða.
Skilafrestur greina er til og með 15. september!

Blaðið í ár er einnig afmælisrit í tilefni þess að Ský er 50 ára og því er stefnt að veglegu blaði og að sjálfsögðu eru greinar sem ekki tengjast þemanu einnig vel þegnar.
Nafn greinar þarf að vera stutt og laggott og nafn og starfsheiti höfunda(r) að fylgja. Millifyrirsagnir og myndir eru æskilegar; það bætir útlit og framsetningu efnis. Mynd af höfundi(um) er nauðsyn. Eftir að grein hefur verið send á ritstjóra fer hún í yfirlestur, gert er ráð fyrir að höfundar vandi málfar sitt en ritnefnd áskilur sér rétt til að laga augljósar ritvillur.
Æskileg lengd greina í prentútgáfu Tölvumála er 1-2 síður, eða u.þ.b. 800-1200 orð.
Gott væri að fá greinar sem fyrst eða fyrir sumarfrí í lok júní en síðasti skilafrestur fyrir greinar fyrir prentaða útgáfu er 1. september 2018.
Ef þú þekki til góðra penna væri vel þegið að benda þeim einnig á að senda greinar í Tölvumál um upplýsingatækni, bæði fyrir blaðið og vefinn okkar en við birtum vikulega pistla á netinu (600-800 orð) í hádeginu á fimmtudögum á forsíðu sky.is.
Greinum skal skila á asrun@ru.is sem einnig veitir allar upplýsingar.
Nýir meðlimir eru alltaf velkomnir í ritnefndina!
Fyrir hönd ritnefndar
Ásrún Matthíasdóttir, asrun@ru.is
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.