
Tölvumál
Nú eru spennandi tækifæri framundan til að skrifa grein í Tölvumál. Næsta blað kemur út nú í haust og er þemað heilsa og tækni í víðu samhengi, helstu straumar og stefnur, hvað er verið að gera, hvað gengur vel, hvað ekki og hvað er framundan. Tökum líka við greinum um annað efni.
Skilafrestur greina er til og með 1. september!
Endilega sendu áhugaverða grein á asrun@ru.is Ásrún Matthíasdóttir sem einnig veitir allar upplýsingar um greinaskrif og svo eru líka leiðbeiningar hér.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.