Skip to main content

Vörustýring í verki

Á fundinum verður kafað í hagnýt atriði vörustýringar. Lögð verður áhersla á raundæmi og er þessi viðburður hannaður fyrir öll þau sem vilja skerpa á færni sinni, fá hugmyndir og fínpússa verkfæri sín eða jafnvel bæta nýjum í kistuna til þess að takast á við helstu áskoranir þess að stjórna stafrænum vörum í hraðvirkum heimi.

Dagskrá:

12:00   Hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Siggeir Örn Steinþórsson
12:20   Hvað skal varast ?
Farið verður yfir vel valin leiðarljós til að mæta algengum gildrum þegar kemur að árangursríkri stafrænni vörustýringu og vörunálgunum í daglegum rekstri.
LinkedIn logo  Siggeir Örn Steinþórsson, Vodafone
Sævar Garðarsson
12:40   Hversu vel þekkir þú kúnnana þína? Nokkrar örsögur úr raunheimum
Hversu fjarlægir eru þínir kúnnar? Hversu fjarlægir eru þínir notendur? Förum yfir nokkur raunveruleg dæmi og skoðum hvernig skipulagsleg fjarlægð hefur áhrif á vinnu vörustjóra.
LinkedIn logo  Sævar Garðarsson, Sjöund vöruþróun og ráðgjöf

13:00   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Þórdís Þórsdóttir
13:05   Innleiðing stafrænnar vörustýringar - áskoranir og sigrar
Farið verður yfir innleiðingu stafrænnar vörustýringar hjá Íslandsbanka, hvaða breytingar hafa verið gerðar á vörumódelinu í gegnum árin, hvaða áskoranir hafa komið upp og hvaða sigrar hafa unnist.
LinkedIn logo  Þórdís Þórsdóttir, Íslandsbanki
ErlingurFannarJonsson
13:25   Föðurhlutverkið og vörustýring
Hvaða mikilvægu tól og/eða nálganir geta hjàlpað okkur að kynnast notendunum okkar og hvaða virði skapar það?
LinkedIn logo Erlingur Fannar Jónsson

13:45   Umræður

14:00   Fundarslit

Salvör Gyða Lúðvíksdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Stafræn Reykjavík




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Ferskasti fiskur dagsins í basil og sítrónu. Grænmetisbollur með sterkkryddaðri tómatssósu. Grænt salat. Couscous með grænertum, kúrbít og vorlauk. Nýbakað súrdeigsbrauð. Þeytt smjör og vegan pesto