Skip to main content

Örugg nýting gervigreindar

Við stöndum á tímamótum þar sem tækifæri og áskoranir í heimi gervigreindar haldast hönd í hönd. Á þessum viðburði munu hinir ýmsu sérfræðingar varpa ljósi á ábyrga notkun og hönnun gervigreindar, og hvernig við getum tekist á við framtíðina með öryggi að leiðarljósi. Vertu með, fáðu innblástur og styrktu þína stöðu í síbreytilegu stafrænu landslagi!

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Óli Páll Geirsson
12:15   Gervigreind í vinnunni – Tækifæri og áhætta fyrir stofnanir
Í þessari kynningu er fjallað um hvernig gervigreind breytir starfsemi stofnana. Við ræðum bæði mögulega áhættu sem gervigreind getur falið í sér og þau tækifæri sem hún skapar fyrir stofnanir. Við förum einnig yfir nokkur hagnýt dæmi um hvernig stofnanir geta undirbúið sig fyrir þessa tæknibreytingu, fellt gervigreind örugglega inn í rekstur sinn og forðast algeng öryggis-áföll.
LinkedIn logo Óli Páll Geirsson, Snjallgögn
Helgi Friðriksson
12:35   Framtíð spilliforrita er snjöll - erum við tilbúin?
Gervigreind breytir leikreglum netöryggis - ekki aðeins í vörnum heldur einnig í höndum árásaraðila. Í þessu erindi skoðum við hvernig hægt er ða nýta risa mállíkön (LLM) til að búa til spilliforrit og hvernig það nýtir í vörnum. Við veltum einnig fyrir okkur ætknilegum og siðferðilegum afleiðingum og hvort við sem samfélag, tólahönnuðir og öryggissérfræðingar séum tilbúin til að takast á við þessa nýju ógn?
LinkedIn logo  Helgi Friðriksson, Varist

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Heiðar Eldberg
13:00   Að taka stjórnina - Öryggisávinningur þess að taka af skarið
Heiðar hjá APRÓ ætlar að ræða hvernig best er fyrir fyrirtæki og stofnanir að sitja við stjórnvölinn, í öruggri innleiðingu gervigreindar.
LinkedIn logo  Heiðar Eldberg, APRÓ
Linda Dögg Guðmundsdóttir
13:20   Þrjú einföld skref að öruggri notkun á Microsoft 365 Copilot
Í þessum fyrirlestri fer ég yfir það allra mikilvægasta sem þarf að gera klárt til að tryggja örugga og ábyrga notkun gervigreindar í umhverfi ykkar. Þrjú einföld en nauðsynleg skref - fræðsla, gagnaöryggi og mótun gervigreindarstefnu.
LinkedIn logo  Linda Dögg Guðmundsdóttir, Origo

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, Pósturinn




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður