Skip to main content

Skrefin til öruggari, skalanlegri og skilvirkari reksturs

Faghópur Ský um rekstur tölvukerfa býður til hádegisviðburðar þar sem áhersla er lögð á hvernig öryggi, skýjalausnir og sjálfvirknivæðing styðja við nútímalegan rekstur. Hlustaðu á reynslumikla sérfræðinga úr Advania, Wise og Asana fjalla um póst- og veföryggi, Business Central í skýinu og leiðina að lýsandi (declarative) innviðum. Viðburðurinn hentar öllum sem koma að upplýsingatæknirekstri – bæði stjórnendum og tæknifólki sem vilja dýpka þekkingu og fá innsýn í nýjustu lausnir.

Dagskrá:

11:45   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Heimir Lárus Kristjánsson
12:15   Póst- og veföryggi eykur hagræðingu í rekstri
Póst- og veföryggi getur haft veruleg áhrif á hagræðingu í rekstri fyrirtækja, fjárhagsáætlun og vinnuumhverfi. Með því að tryggja örugg samskipti á pósti og vefsíður er hægt að draga úr áhættu á tölvuárásum, sem annars gætu leitt til kostnaðarsamra gagnaleka og stöðvunar á starfsemi. Öryggislausnir eins og póstvarnir, vírusvarnir, eldveggir og SOC þjónusta hjálpa til við að greina og bregðast við ógnunum hratt, sem dregur úr "slökkva elda" viðbrögð. Þetta leiðir til betri nýtingar á tíma starfsfólks, minni þörf fyrir neyðarviðbrögð og lækkun kostnaðar vegna öryggisatvika. Að auki stuðla örugg kerfi að auknu trausti viðskiptavina, sem getur haft jákvæð áhrif á tekjur fyrirtækisins.
LinkedIn logo  Heimir Lárus Kristjánsson, Advania
Valdimar Már Pétursson
12:35   Business Central í skýinu: Tækifæri og áskoranir
Kynnum okkur nýjungar, þægindi, öryggi og veikleika sem fylgja því að vera komin í skýið. Business Central er alhliða viðskipta- og bókhaldskerfi í skýinu sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Kerfið veitir heildstæða yfirsýn yfir reksturinn með því að tengja saman gögn úr fjárhagi, innkaupum, birgðastjórnun, sölu og þjónustu við viðskiptavini.
LinkedIn logo  Valdimar Már Pétursson, Wise

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Ólafur Magnússon
13:00   The Road to Declarative Infrastructure
Early days: self-hosting; Scaling up: adding more nodes; The shift: moving from self-hosting to the cloud; Containers: it works on all machines; Orchestrating at scale: managing containers and nodes imperatively; Kubernetes: declarative orchestration of containers; Declarative node orchestration: Karpenter (and similar tools); Declarative orchestrations of clusters and fleets of clusters
LinkedIn logo  Ólafur Magnússon, Asana
Jóhannes Geir Kristjánsson
13:20   Microsoft Zero Trust Workshop

LinkedIn logo  Jóhannes Geir Kristjánsson, Verkís

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri:
LinkedIn logo 




  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður
    Kebab lamba prime (GF) Oumph stir fry (VEGAN, GF, LF) Pastasalat með ólífu tapinade (VEGAN, LF) Grænt salat (VEGAN, GF, LF) Byggsalat með bökuðum rófum, broccoli og jurtum (VEGAN, LF) Rótargrænmeti og spínat salat (VEGAN, GF, LF) Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN,LF) Þeytt smjör (GF) og hummus (VEGAN, GF, LF)