Skip to main content

Bætum opinbera vefi

 Morgunverðarfundur um opinbera vefi  

 Brettum upp ermar – bætum opinbera vefi !

Morgunverðarfundur á Grand Hótel þriðjudaginn 13. apríl kl. 8:00 – 10:00

Í framhaldi af fundum Ský um könnunina „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009“ sem haldnir voru þann 16. des.  og 24. mars sl. efnir faghópur Ský um rafræna opinbera þjónustu til fundar þar sem fjallað verður ítarlega um niðurstöðurnar. Fundarmönnum gefst kostur á að rýna í tölur, bera sig saman við aðra, fá skýringar á tölum, finna styrkleika og veikleika vefja og draga fram hvaðeina sem talist getur áhugavert.

Allir sem láta sig varða vefmál, bæði vefþjónustuaðilar og forsvarsmenn vefja, eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í því að gera könnunina að sem bestu verkfæri til að framþróun opinberra vefja og þróun rafrænnar opinberrar þjónustu verði mun meiri og hraðari en verið hefur.

Æskilegt er að fundarmenn taki með sér fartölvur. Þráðlaust net er á staðnum.

Dagskrá
08:00 – 08:30        Húsið opnar, morgunverðarhlaðborð og spjall. Fartölvum komið í netsamband

08.30 – 08:40        Inngangur, tilgangur fundarins, framsetning niðurstaðna
                            Halla Björg Baldursdóttir - forsætisráðuneyti

08:40 – 08:50        Brett upp ermar í Framkvæmdasýslu ríkisins – hvernig tókst til?
                            Magnús K. Sigurjónsson - Framkvæmdasýslu ríkisins

08:50 – 09:00        Hvernig getum við nýtt niðurstöðurnar betur? Nýjar hugmyndir
                            Hjálmar Gíslason - DataMarket

09:00 – 09:30        Umfjöllun vinnuhópa um talnaefni könnunarinnar
                            Umsjón: Jóhanna Símonardóttir – Sjá, Áslaug Friðriksdóttir - Sjá, Björn Sigurðsson – forsætisráðuneyti

09:30 – 10:00        Kynning á niðurstöðum vinnuhópa

Fundarstjóri: Sigrún Eva Ármannsdóttir

Undirbúningshópur: Faghópur um rafræna opinbera þjónustu

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský  4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir nema á eigin vegum í Ský 3.000 kr. (gegn framvísun skólaskírteinis 2010)    • 13. apríl 2010