Skip to main content

Aðalfundur faghóps um vefstjórnun

Aðalfundur faghóps Ský um vefstjórnun

15. maí 2012 kl. 12:00 - 13:30
Engjateig 9, kjallara (Verkfræðingahús)

Fundurinn er opinn félögum Ský sem hafa áhuga á vefstjórnun og kostar ekkert inná hann!
Boðið verður uppá pizzu á staðnum.

Taktu þátt á Twitter:  #vefstjornun @skyiceland

Á fundinum verður endurvakinn faghópur Ský um vefstjórnun og liggja fyrir fundinum nýjar samþykktir hópsins (sjá neðar).  Undirbúningur hefur staðið síðustu vikur og er mikil hugur í mönnum enda ljóst að bæði þörf og áhugi er fyrir að faghópur um málefni vefstjórnunar sé starfandi innan Ský.

Dagskrá fundarins:
12:15  Fræðsluerindi um nýjan vef HÍ, vefstjórnun og skipulag stórra vefja
           Díana Dögg Víglundsdóttir, vefstjóri Háskóla Íslands

Aðalfundur faghóps Ský um vefstjórnun:
- Tillaga að samþykktum faghóps um vefstjórnun lögð fram
- Kosning stjórnar
- Önnur mál

Fundi slitið eigi síðar en 13:30

Fundarstóri:
Sigurjón Ólafsson, Íslandsbanka
     
Eftirtaldir aðilar hafa verið í undirbúningsnefnd og eru tilbúin til að starfa í stjórn hans:
Sigurjón Ólafsson, Íslandsbanka
Einar H. Reynis, Símanum
Ágúst Valgeirsson, 365
Kjartan Sverrisson, Guitarparty.com
Díana Dögg Víglundsdóttir, Háskóla Íslands
Már Örlygsson, Hugsmiðjan 

Ef þú hefur áhuga á að bjóða þig fram í stjórn faghópsins skaltu setja þig í samband við skrifstofu Ský fyrir 14. maí 2012.

Drög að samþykktum faghóps um vefstjórnun:

1. gr.  Vefstjórnunarhópur Ský er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa, sjá nánar á vefsíðu félagsins (www.sky.is ).  

2. gr.  Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:  

  • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um hin ólíku svið vefstjórnunar
  • Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar
  • Að efla tengslamyndun jafnt innan vefgeirans sem út fyrir hann
  • Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í vefstjórnun  
  • Að stuðla að vandaðri málnotkun
  • Að auka gæði í högun, innleiðingum og rekstri

3. gr.  Stjórn faghópsins er kjörin á aðalfundi Ský til eins árs í senn og er skipuð fimm til sjö einstaklingum, sem útnefnir formann innan sinna raða og skipta með sér verkum eftir þörfum. Samsetning stjórnar skal endurspegla sem best þekkingu og fagsvið félaga faghópsins. Hlutverk stjórnar er að vinna að markmiðum faghópsins með því að standa fyrir ýmsum viðburðum, þar með talið einum stórum viðburði á ári auk minni og óformlegri viðburða.  Stjórn faghópsins skilar skýrslu um starf sitt til stjórnar Ský fyrir aðalfund Ský.   

4. gr.  Félagar skulu samkvæmt reglum Ský um faghópa vera félagar í Ský og greiða þar tilskilin félagsgjöld. Þurfi hópurinn á fjármunum að halda til ákveðinna verkefna skal þeirra aflað í samráði við framkvæmdastjóra Ský. 

5. gr.  Samþykktum má eingöngu breyta með einfaldri meirihlutakosningu þar sem öllum félagsmönnum gefst færi á að kjósa. Breytingartillögur og kosningafyrirkomulag skal vera kynnt með viku fyrirvara.

Lagt fram á aðalfundi 15. maí 2012


Mynd01
Mynd02
Mynd03

  • 15. maí 2012