Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

6. og 7. febrúar       Ráðstefna og sýning      "UTmessan 2015"
18. febrúar Ráðstefna e.h.  Heilbrigðisráðstefnan
26. febrúar Félagsfundur Aðalfundur Ský
4. mars Hádegisfundur Fjarskiptamál
11. mars Hádegisfundur Öryggismál
18. mars Hádegisfundur Rekstur tölvukerfa
... mars Á leiðinni heim... "Auglýsingastofur og vefir"
25. mars Hádegisfundur "Starfsmannastjórinn..."
15. apríl Hádegisfundur "Er þetta heilbrigt?"
29. apríl Hádegisfundur "UT og gervigreind"
6. maí Hádegisfundur Heilbrigðismál
20. maí Hádegisfundur "Markaðsetning á netinu"

tolvumal-haus2

AgustValgeirssonUndanfarið hefur verið mikil umræða um hvernig mætti nýta leikjavæðingu á vinnustöðum til að auka framleiðni, ánægju starfsmanna, gæði og jafnvel skapa nýjar vörur eða þjónustu. Ófáar bækur hafa komið út um þetta málefni og mikil umræða á netmiðlum um hvernig þessi aðferðafræði getur nýst í hinum ýmsu þáttum í rekstri fyrirtækja, hvort sem þau eru stór eða smá. Undirritaður er að vinna með mastersnemendum í tölvunarfræði í að kanna hvernig mætti nota leikjavæðingu til að bæta og auka notkun einingaprófana í hugbúnaðargerð.

HerdisÞað er alltaf áhugavert að heyra af verkefnum ungra frumkvöðla í upplýsingatækni. Fyrirtækið Gracipe hlaut í fyrra fyrstu verðlaun í frumkvöðlakeppninni Gullegginu með veflausn þar sem uppskriftir eru settar fram á nýjan hátt með því að sameina hráefni, aðgerðir og skref í myndrænni framsetningu.

mikroTölvuflögur eru orðnar mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Flest berum við á okkur ýmis konar búnað sem inniheldur flögur í mis miklu magni t.d farsíma, fartölvur og jafnvel greiðslukort með örgjörva. Búnaðurinn er orðinn það mikilvægur þáttur í okkar daglegu venjum að fæstir gætu hugsað sér líf án þessara hluta. Kort eru orðin mikilvægur hluti af mynstri okkar og erum við háð þeim til þess að komast inn í hinar ýmsu byggingar, til að greiða fyrir vörur og þjónustu, opna og gangsetja bíla svo eitthvað sé nefnt. Það má einnig halda því fram að hin hefðbundni húslykill sé að verða úreltur enda er um mjög óáreiðanlegt aðgangsstýringartæki að ræða. Flestir gæludýraeigendur eru nú þegar að nota örflögur til að merkja gæludýrin sín. Á sama máta mætti græða örflögur í manneskjur sem myndi útrýma nauðsyn þess að hafa með sér greiðslukort, skilríki og ýmis aðgangskort. En hvers vegna er þetta ekki orðin útbreidd tækni þar sem að þetta myndi einfalda líf okkar til muna.

SigurjonOlafsson bw2 highres new-200x300Vefstjóri í fyrirtæki þarf ekki að búa yfir yfirgripsmikilli tækniþekkingu, það er misskilningur og mýta frá gamalli tíð þegar kerfisstjórar voru í reynd vefstjórar. Almennt gætir mikils misskilnings um hlutverk vefstjóra. En hvað sem þessu liður þá þarf vefstjóri að afla sér lágmarksþekkingar og ekki síst þekkja grundvallaratriðin í HTML og lykilhugtök til að geta átt samskipti við tæknimenn.

Það er líka mikilsvert að átta sig á hvernig vefir eru hýstir, hvert er hlutverk gagnagrunna, hvað þarf til að kalla fram vefsíðu og birta í vafra svo fátt eitt sé nefnt. Það er líka sálarhjálparatriði að þekkja grundvallarhugtök og skilaboð á borð við DNS, IP, ISP, IIS, SQL, .NET, Javascript, 301, 404 og 500.

 

soguvefurinnAð frumkvæði Öldungadeildar Ský hefur verið ráðist í það stóra verkefni að taka sama sögu upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014. Tilefnið er að haustið 2014 voru 50 ár síðan fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands og enn margir til frásagnar um hvernig tölvuvæðing á Íslandi hefur verið frá upphafi.  Ritunina annast Þorgrímur Gestsson og hefur hann tekið viðtöl við allmarga sem komu við sögu og er að safna ýmsu efni um þróunina og áhrif tölvutækninnar á íslenskt þjóðlíf.  Verkefninu lýkur næsta vor en endanlegt form á birtingu efnisins hefur ekki enn verið ákveðið en líklegt að um blandað form verði að ræða s.s. vídeó og vefsíða ásamt samanteknu efni hentugu til prentunnar. Í ritnefnd eru þekktir einstaklingar úr tölvugeiranum; Sigurður Bergsveinsson (ritstjóri), Frosti Bergsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gunnar Ingimundarson, Sigríður Olgeirsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson auk Þorsteins Hallgrímssonar (Öldungadeild Skýrslutæknifélagsins) og Arnheiðar Guðmundsdóttur.  Verkefnið er fjármagnað af styrkjum og hvet ég þá sem vilja leggja því lið að hafa samband við Ský í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Page 1 of 7