Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Skráningarform fyrir næsta viðburð

14. janúar Hádegisfundur "Hulunni svipt af innri vefjum"
6. og 7. febrúar       Ráðstefna og sýning      "UTmessan 2015"

tolvumal-haus2

Runar1Tilgangurinn með þessari grein er að fjalla um þær breytingar sem orðið hafa á upplýsingatækninni til hagsbóta fyrir hótel og veitingahús sem eru farinn að nýta sér hana í auknum mæli. Fjallað verður um hvernig hótel og veitingahús geta nýtt sér til spjald tölvur og snjallsíma væðinguna. Fyrsti hlutinn er um forsöguna, til að átta sig á hvað var notað áður en spjaldtölvurnar (e.tablet) og snjallsímarnir (e.Smartphone) urðu svona útbreiddir. Síðan verður aðal umfjöllunarefnið hagnýting spjaldtölva og snjallsíma fyrir hótel og veitingarekstur. Einnig verður skoðað hvaða áhrif þetta hefur haft og mun hafa í framtíðinni og hvernig rekstraraðilar sjá framtíðina fyrir sér.

ElinBjork CVGH

Samfélagsmiðilinn Facebook er fyrirbæri sem við könnumst all flest við. Það hefur vaxið gífurlega ár frá ári og er orðin hluti af daglegu lífi hjá flestum þeim sem hafa aðgang af tölvum og interneti. Í þessari umfjöllun munum við skoða betur þetta umdeilda en geisivinsæla alheimsundur. En það er ekki allt gull sem glóir og eins og flest önnur fyrirbæri hefur Facebook sína kosti og galla. Við skoðum friðhelgi einstaklinga á Facebook og hvernig upplýsingar sem það setur inná síðuna geta komið þeim um koll seinna meir.

Árið 2010 var gerð könnun um hvað fólki fannst vera besta uppfinningin og var meiri en helmingur eða 73% allra sem sögðu að það væri Facebook. (The Telegraph, 2010). Virkir notendur á Facebook í hverjum mánuði eru um 1,32 milljarður manna og það eru um 802 milljónir sem skrá sig inn daglega á samskiptamiðilinn (Noyes 2014).

IMG 4721Þegar almennir borgarar sækja rafræna þjónustu hjá fyrirtækjum og stofnunum þurfa þeir yfirleitt að gera grein fyrir sér með einhverjum hætti. Þetta má gera með ýmsum sannvottunaraðferðum, t.d. einföldu lykilorði, flóknu lykilorði, tveggja þátta aðferð (t.d. lykilorði með SMS eða annarri styrkingu) eða fullgildum rafrænum skilríkjum. Nýlegur ISO staðall mælir með því að val á sannvottunaraðferð við innskráningu byggi á áhættugreiningu og ekki sé krafist hærra fullvissustigs en sú áhættugreining gefur tilefni til.

elisabet  gerdur 

Ritskoðun þjónar þeim tilgangi að hefta aðgang almennings að “óviðeigandi” upplýsingum og hefur þekkst allt frá dögum Rómarveldis (Newth, 2010). Margs konar efni hefur verið ritskoðað í gegnum tíðina, allt frá málverkum að bókum. Tiltölulega nýlega hefur almenningur öðlast aðgang að internetinu og það er mikil nýjung að hver sem er hafi óheftan aðgang að því gríðarlega magni upplýsinga sem þar er að finna. Það eru skiptar skoðanir á því hvort það sé jákvæð þróun, menn hafa því gert tilraunir til þess að ritskoða internetið. Á vesturlöndunum hefur það oft verið reynt, oftast undir því yfirskini að vernda börn gegn klámi og öðru efni sem almennt þykir óæskilegt og áætlunin verið sú að standa þannig vörð um siðgæði fólks. Einnig hefur ritskoðun margoft verið beitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Eins og önnur form ritskoðunar getur það haft miklar slæmar afleiðingar og nær oft ekki þeim markmiðum sem ætlað var í upphafi.

bsbÓlöglegt niðurhal á afþreyingarefni virðist vera almenn og hversdagsleg iðja nú til dags og bendir margt til þess að það sé raunveruleiki sem við munum búa við lengi. Í þessari grein verður fjallað um tvo mikilvæga þætti ólöglegs niðurhals, en það er annars vegar skráarskiptahugbúnaðurinn sem notaður er til verksins og hinsvegar áhrif iðjunnar á afþreyingariðnaðinn. Fjallað verður um uppruna og þróun jafningjaneta (e. peer-to-peer networks) og um skáarskiptahugbúnað sem byggir á þeirri tækni. Þá verður einnig reynt að varpa ljósi á mikilvæga spurningu – er ólöglegt niðurhal að ræna afþreyingariðnaðinn af tekjum?

Page 1 of 7