Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Skráningarform fyrir næsta viðburð

27. nóvember Ráðstefna "UT-dagurinn"
 " Fræðslufundur "Öryggi opinberra vefja"
3. desember Hádegisfundur "Miðlægt lyfjakort"
10. desember Hádegisfundur "Öryggislæsi"
14. janúar Hádegisfundur "Nýjasta tækni og vefvísindi"
6. og 7. febrúar       Ráðstefna og sýning      "UTmessan 2015"

tolvumal-haus2

bsbÓlöglegt niðurhal á afþreyingarefni virðist vera almenn og hversdagsleg iðja nú til dags og bendir margt til þess að það sé raunveruleiki sem við munum búa við lengi. Í þessari grein verður fjallað um tvo mikilvæga þætti ólöglegs niðurhals, en það er annars vegar skráarskiptahugbúnaðurinn sem notaður er til verksins og hinsvegar áhrif iðjunnar á afþreyingariðnaðinn. Fjallað verður um uppruna og þróun jafningjaneta (e. peer-to-peer networks) og um skáarskiptahugbúnað sem byggir á þeirri tækni. Þá verður einnig reynt að varpa ljósi á mikilvæga spurningu – er ólöglegt niðurhal að ræna afþreyingariðnaðinn af tekjum?

hofundarÍ gegnum árin hafa kvikmyndir byggðar á vísindaskáldsögum alltaf laðað að. Þegar rýnt er í lista yfir tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma eru 5 af 10 efstu vísindaskáldsögur. Í mörgum af þessum myndum sjáum við tækni sem ekki er til í raun og veru. Við gerð stærstu myndanna er fjöldi fræðimanna fenginn til að spá fyrir um það hvernig tæknin gæti verið á tíma myndarinnar. Þeim tekst misvel að spá fyrir um tæknina. Stundum hafa þeir rétt fyrir sér en oftar en ekki fara þeir aðeins fram úr sér. Hér fyrir rýnum við 5 kvikmyndir sem okkur þótti hafa skarað fram úr í því að spá fyrir um tækni framtíðarinnar.

 Anton Sigurðsson Sigurður Jónsson 

Hugtakið digital divide (stafrænn mannamunur) hér kallað DD vísar til mismunar í aðgengi fólks að upplýsingatækni nútímans [1]. Um er að ræða mismun á aðgengi að internetinu, samskiptatækni s.s. farsímakerfum og tölvutækni almennt við leik og störf ásamt tækifærum og hæfni til að tileikna sér upplýsingatækni [2]. Hugtakið digital divide, stundum kallað digital split, varð vinsælt hjá fræðimönnum, stefnumótandi aðilum og hópum sem varðaði málefnið á síðari hluta 10. áratugar síðustu aldar [3].

sindri arnifannar 

Sýndarveruleiki er þegar notandi sekkur sér inn í tölvugert umhverfi sem gefur honum tilfinninguna að hann sé staddur í sýndarumhverfinu frekar en raunverulegu umhverfi sínu. Tölvuleikir hafa nú þegar þróað með sér tækni til að færa notandann inn í gagnvirkt umhverfi þar sem hann er t.d. að keyra rándýran bíl eða á vígvellinum í fyrstu persónu skotleik. Engu að síður veit notandinn alltaf að hann er aðeins áhorfandi sem stjórnar viðburðum í umhverfinu sem er tölvuleikurinn. Markmið með sýndarveruleika er að taka næsta skrefið í þessari þróun og skapa gagnvirkt umhverfi þar sem notandi getur tekið skrefið inn í sýndarveruleikan og hreyft sig án hamla og haft áhrif á það sem gerist í sýndarheiminum.

AgustValgeirssonMikið er talað um öryggi á vefnum og þá oftar en ekki þá grípa með til SSL sem aðferð til að tryggja sitt öryggi og öryggi þeirra gagna sem er að fara á milli notenda og vefsins sem þeir eru að nota hverju sinni.  Fyrir flesta þá er þetta gagnsætt ferli, þegar heimsóttur er vefur sem vil SSL öryggi þá kemur HTTPS:// fremst í slóðina, oft með litlum lás fyrir framan. En vandamálið er að SSL er ekki bara SSL heldur er hægt að velja hvaða öryggisstaðla skal nota sem hafa þróast mikið á undanförnum árum. Þannig að SSL er ekki bara SSL heldur líka hvaða útfærslu af SSL viðkomandi vefsvæði notar.

Kristinn-288x300Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands, birti ásamt samstarfsmönnum sínum, grein á alþjóðlegri ráðstefnu í Portúgal í sumar. Í ritgerðinni er tímamótarannsóknum á sviði gervigreindar lýst, þar sem sýndarvélmennið S1 er í aðalhlutverki.

Page 1 of 7