Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Dagskrá Ský vorönn 2015:

15. apríl Grand hótel Hádegisfundur "Er þetta heilbrigt?"
29. apríl Grand hótel Hádegisfundur "UT og gervigreind"
6. maí Grand hótel Hádegisfundur "Heilbrigðismál"
20. maí Grand hótel  Hádegisfundur  "Markaðsetning á netinu"

tolvumal-haus2

Tæknin hefur aldrei þróast hraðar en í dag og getur því verið erfitt að fylgja henni. Það getur verið erfitt að innleiða þetta inn í líf sitt, vinnu eða menntun þegar þú þekkir tæknina ekki nógu vel. Margir tala um að tæknin sé ekki nógu vel nýtt en ef við skoðum nokkur dæmi sjáum við að hægt og rólega er tæknin að taka sér sess í flestu sem við gerum. Fólk þarf að vera óhrætt við að prufa þessa nýju tækni og þá sér það hversu vel hún getur nýst okkur. Ég er nemi í tölvunarfræði en hér eru nokkur dæmi um tækni sem nýtast í skólanum óháð náminu sem ég er að læra.

chris creativityOn Wednesday 11th March 2015 Chris Jagger, Company Leader of 2creatEffects, delivered a presentation to the SKY.is security working group at Grand Hotel Reykjavik, on project www.entercybertown.com. Enter Cyber Town is a SAFT.is coordinated initiative to deliver e-safety education across schools in Iceland.  Here’s a short interview with Chris about the project:  

bfs robert

‘Hour of Code’ er hreyfing miðuð að grunnskólum sem vefsíðan Code.org byrjaði með 9. desember árið 2013 og snýst hún um, eins og nafnið gefur til kynna, að taka frá eina klukkustund til þess að kenna ungum krökkum forritun og hvetja þá til þess að forrita. Margir krakkar telja að forritun sé ekki fyrir þau því hún sé svo flókin og er þessu verkefni ætlað að sýna fram á að þannig sé þetta ekki endilega, það geta flestir forritað ef áhugi er fyrir hendi.

Hafthor  thorey   velgerdur

Fyrsti þrívíddarprentarinn var búinn til árið 1984 en það var ekki fyrr en fyrir örfáum árum að tæknin varð vinsæl. Árið 2010 kostaði þrívíddarprentari að meðaltali 2,5 milljónir króna, árið 2013 var verðið komið niður í 130.000 krónur. Við þessa þróun urðu þrívíddarprentarar "mainstream" og byrjuðu að sækja í sig veðrið. Í dag koma þrívíddarprentarar við á ótrúlegustu sviðum til dæmis var fyrsta verkfærið prentað í geimnum (international space station) í nóvember 2014, einnig prentuðu læknar út hryggjarlið sem þeir síðan græddu í sjúkling í ágúst 2014.

danielbrandur2Daníel Brandur Sigurgeirsson er aðjúnkt við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur undanfarin tvö ár haft umsjón með einu umfangsmesta nemendaverkefni sem deildin hefur staðið að. „Þetta verkefni hófst fyrir tveimur árum. Pælingin var sú að vera með verkefni sem nemendur vinna í sameiningu og þurfa að setja sig inn í þann hluta kóðans sem er til á hverjum tíma. Það er sjaldgæft að nemendaverkefni í grunnnámi verði að lokaafurð þar sem þau þurfa að vera vel afmörkuð og taka yfirleitt stuttan tíma. Fyrir utan lokaverkefnin, en þar gilda önnur lögmál. Þetta er því mjög sérstakt verkefni, og ekki síst vegna stærðar þess.“

Margrét Rós EinarsdóttirEru snjalltækin að taka yfir heiminn? Það er ekki að furða að þessari spurningu sé velt upp, þar sem 45% aukning var á notkun snjallsímtækja árð 2014. Fjöldi nettengjanlegar tækja hefur nú þegar vaxið fram úr  heildafjölda jarðarbúa. Samkvæmt skýrslu Cisco Visual Networking Index er heildar fjöldi nettengjanlegra tækja í heiminum rúmlega 7,4 milljarðar og er áætlað að þau verið um 11,5 milljarðar fyrir árið 2019 (1). Fyrir um tíu árum síðan gat almenningur varla gert sér í hugarlund þá tækni sem til er í dag. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því fyrsti sjallsíminn með snertitækni kom á markaðinn árið 2007. Hvað þá frá því þegar Motorola var í fararbroddi að þróa fyrstu farsímatæknina í kring um 1970.

Page 1 of 8