Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

30. apríl

Stelpur og tækni
"Girls in ICT Day"

Samstarfsaðilar

7. maí

Öruggari rekstur útstöðva

Faghópur um rekstur tölvukerfa

14. maí Hlutverk netsins í nútíma heilbrigðisþjónustu Faghópurinn Fókus
21. maí Öryggismál Faghópur um öryggismál
23.-24. maí Nýsköpunartorg Samstarfsaðilar

 
Yfirlit yfir heildardagskrá Ský 2013-2014 

tolvumal-haus2

08Sögu upplýsingatækni á Íslandi hafa ekki verið gerð fullnægjandi skil og Öldungadeildi Ský telur mjög brýnt að skrásetja þróun og sögu upplýsingatækni á Íslandi frá upphafi til 2008-2010 enda hefur þessi tækni gjörbreytt mörgum atvinnugreinum (t.d. bankastarfsemi og fiskvinnslu) og skapað nýjar svo sem hugbúnaðarfyrirtæki og hátækni framleiðslufyrirtæki eins og Marel og Össur.

Upplýsingatækni er nú einn af helstu vaxtarbroddum íslensks atvinnulífs. Því er það mikill ávinningur fyrir samfélagið og þau fyrirtæki sem tekið hafa þátt í að skapa söguna að hún verði skrifuð.

Í haust verða liðin 50 ár frá því að fyrstu tölvurnar voru teknar í notkun á Íslandi, þ.e. IBM 1401 í október 1964, hjá Skýrsluvélum Ríkisins og Reykjvíkurborgar og IBM 1620 í desember 1964, hjá Reiknistofnun Háskólans.

 2014-03-20 00.51.18 portrait  jonao11-passamynd 

Í dag er oft litið á tölvuleiki sem tímasóun sem gagnast engum. Höfundar kjósa að líta öðruvísi á tölvuleiki af einni meginástæðu: þeir halda athygli spilenda. Tölur frá bandarísku stofnuninni NPD group segja 91% barna á aldrinum 2-17 ára í bandaríkjunum spila tölvuleiki [1]. Þessi grein mun fjalla um hvernig hægt er að nýta þetta listform í kennslustofunni.

AgustValgeirssonVið þekkjum vel þá tilhneigingu að til að geta sagt eitthvað um hvar við stöndum sem einstaklingar eða fyrirtæki þá er algengast að bera sig saman við aðra í gegnum kannanir eða rannsóknir og ekki er nú lakara ef slíkar kannanir koma erlendis frá, t.d frá Gartner eða sambærilegum aðilum. Í þessum pistli hef ég tekið saman efni úr tveimur slíkum könnunum sem hafa komið út eftir áramótin og handvaldi nokkrar niðurstöður sem geta verið áhugaverðar fyrir okkur sem vinnum í upplýsingatæknigeiranum.

HrafnHrafn Loftsson starfaði um árabil við hugbúnaðargerð en færði sig um set inn í heim akademíunnar og hefur verið kennari við tölvunarfræðideild HR síðustu fjórtán ár auk þess að sinna rannsóknum á sviði máltækni. Síðasta haust fannst honum kominn tími til að hella sér út í hringiðuna á nýjan leik. Ásamt því að sinna kennslu við HR starfar hann nú hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Spretti. „Það greip mig einfaldlega þörf fyrir að breyta til, mér fannst ég vera farinn að segja ansi gamlar sögur í kennslunni,“ segir Hrafn.

birgirÞegar ég kynni kosti frjáls hugbúnaðar fyrir skólum, stofnnunum eða fólki af götunni mæta mér oftar en ekki eftirfarandi svör.

Frjáls hugbúnaður á ekki alveg við okkur þar sem flestir í okkar umhverfi eru ekki í neinni aðstöðu að fá að velja þann hugbúnað sem við notum eða hafa einhver áhrif á val forrita sem í boði eru.

eða

Frjáls hugbúnaður þarf svo mikla tæknilega vinnu til að aðlagast okkar verkefnum og þar sem frjáls hugbúnaður er tæknilegt viðfangsefni þá á það ekki inn á borð til okkar.

Það er ekki að sjá annað en að hræðsla, óvissa og efasemdir eru ríkjandi þegar umræðan beinist að frjálsum hugbúnaði. Minn tími fer oft í að ræða og leiðrétta algengustu ranghugmyndirnar sem hindrar fólk í að skoða kosti slíks hugbúnaðar.

marino brynjar

Í þessari grein verður fyrirbærinu Google Apps for Education gerð skil en fyrir ekki allt svo löngu hóf Google innreið sína inn í skólakerfið. Nú er Google þekkt fyrir að búa til áhugaverðar lausnir og það lítur út fyrir að þeirra nýjasta lausn sé ein af þeim. Google Apps for Education, sem hér eftir verður vísað til undir skammstöfuninni GAE, sameinar mikið af þekktum lausnum Google inn í pakka sem er sérsniðin að þörfum kennara og nemenda og auðvitað kostar pakkinn ekki krónu. Með GAE er Google ekki aðeins að nútímavæða hugbúnaðarlausnir fyrir skólakerfið heldur einnig að stuðla að breyttum kennsluaðferðum þar sem hnattvæðing er í fyrirrúmi.

Page 1 of 6