Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Skráningarform fyrir næsta viðburð

12. nóvember Ráðstefna e.h. "Er JavaScript málið?"
19. nóvember Hádegisfundur "Þróun þráðlausra samskiptalausna"
27. nóvember Ráðstefna  "UT-dagurinn"
3. desember Hádegisfundur "Miðlægt lyfjakort"
10. desember Hádegisfundur "Öryggislæsi"
14. janúar Hádegisfundur "Nýjasta tækni og vefvísindi"
6. og 7. febrúar       Ráðstefna og sýning      "UTmessan 2015"

 

tolvumal-haus2

sindri arnifannar 

Sýndarveruleiki er þegar notandi sekkur sér inn í tölvugert umhverfi sem gefur honum tilfinninguna að hann sé staddur í sýndarumhverfinu frekar en raunverulegu umhverfi sínu. Tölvuleikir hafa nú þegar þróað með sér tækni til að færa notandann inn í gagnvirkt umhverfi þar sem hann er t.d. að keyra rándýran bíl eða á vígvellinum í fyrstu persónu skotleik. Engu að síður veit notandinn alltaf að hann er aðeins áhorfandi sem stjórnar viðburðum í umhverfinu sem er tölvuleikurinn. Markmið með sýndarveruleika er að taka næsta skrefið í þessari þróun og skapa gagnvirkt umhverfi þar sem notandi getur tekið skrefið inn í sýndarveruleikan og hreyft sig án hamla og haft áhrif á það sem gerist í sýndarheiminum.

AgustValgeirssonMikið er talað um öryggi á vefnum og þá oftar en ekki þá grípa með til SSL sem aðferð til að tryggja sitt öryggi og öryggi þeirra gagna sem er að fara á milli notenda og vefsins sem þeir eru að nota hverju sinni.  Fyrir flesta þá er þetta gagnsætt ferli, þegar heimsóttur er vefur sem vil SSL öryggi þá kemur HTTPS:// fremst í slóðina, oft með litlum lás fyrir framan. En vandamálið er að SSL er ekki bara SSL heldur er hægt að velja hvaða öryggisstaðla skal nota sem hafa þróast mikið á undanförnum árum. Þannig að SSL er ekki bara SSL heldur líka hvaða útfærslu af SSL viðkomandi vefsvæði notar.

Kristinn-288x300Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands, birti ásamt samstarfsmönnum sínum, grein á alþjóðlegri ráðstefnu í Portúgal í sumar. Í ritgerðinni er tímamótarannsóknum á sviði gervigreindar lýst, þar sem sýndarvélmennið S1 er í aðalhlutverki.

hologram-7Heilmyndir (e. Hologram) hafa um langt skeið verið þekktar í vísindaskáldskap en uppfinninguna má rekja aftur til fimmta áratugsins til bresk-ungverska eðlisfræðingsins Dennis Gabor [1]. Í dag eru heilmyndir notaðir víða í listrænum tilgangi hjá tónlistarfólki, í kvikmyndum og víðar.

Toy-Story-2-image-toy-story-2-36440635-1024-768Mikil aukning hefur verið á tölvuteiknuðum bíómyndum síðastliðinn áratug en hver mynd getur tekið á bilinu 3-5 ár að framleiða með öllu þar sem að vinnan sem fer í að teikna heiminn og karakterana er gríðarlega mikil. Listamennirnir vinna í teymum við misjöfn verkefni. Það þarf að teikna upp allan söguþráð myndarinnar til að sjá hvort að myndin sé ekki heilsteypt og flæði vel, einnig kallað að gera "storyboard". Aðrir sjá um að "módela", lýsingu, skugga, liti og margt fleira.

ybYngvi Björnsson er ný tekinn við sem forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík (HR) en hann lauk doktorsprófi í tölvunarfræði árið 2002 frá Háskólanum í of Alberta, þar sem hann starfaði í framhaldinu þangað til hann kom til stafa við HR árið 2004. Tölvunarfræðideild HR er stærsta tölvunarfræðideild landsins og gegnir því lykilhlutverki í menntun tölvunarfræðing á Íslandi. Mér þótti því áhugavert að heyra um framtíðarsýn hans á nám í tölvunar- og upplýsingafræði hér á landin og lagði fyrir hann nokkrar spurningar.

Page 1 of 7