Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Skrifstofa Ský er lokuð í sumar
Sjáumst hress á viðburðum í haust!

Á dagskrá vetrarins sem var að líða voru 25 viðburðir
Yfirlit yfir heildardagskrá Ský 2013-2014 

tolvumal-haus2

Hvernig væri nú að nýta sumarfríið til að skrifa stutta pista fyrir Tölvumál á vefnum?

Allt efni vel þegið sem er ekki "of mikil" kynning eða auglýsing.

Og svo má enn reyna að smeigja inn greinum í blaðið í haust en þemað er skapandi tækni!

Fyrir hönd ritnefndar

Ásrún Matthíasdóttir

asrunM  Kristine2 

Mikil umræða hefur átt sér stað á síðustu árum um mikilvægi þess að auka hlutfall kvenna í tölvunarfræði og tengdum greinum. Þó að jákvæð þróun hafi orðið undarfarið  t.d. aukið hlutfall kvenna innritaðist í tölvunarfæði í háskólum landsins á þessu ári, þá þarf að vinna áfram í þessum málum. Því miður gleymist stundum í umræðunni af hverju þarf að auka hlutfallið. Þessi umræða er mikilvæg núna þegar upplýsingatækniiðnaðurinn á Íslandi stendur frammi fyrir alvarlegum skorti á hæfileikaríku og vel menntuðu starfsfólki og það sem verra er, fyrirtæki á þessu sviði eru að flýja land í auknum mæli.

rosa mariaBlindir og sjónskertir urðu snemma tölvuvæddir, enda kostir rafvæðingar augljósir þar sem með tölvum er auðveldlega hægt að stjórna leturstærð og birtuskilyrðum. Skjal sem er prentað út er algjörlega óaðgengilegt fyrir sjónskertan einstakling getur með einföldum aðgerðum orðið aðgengilegt í rafrænu formi. Með þróun talgervla og aukinni áherslu á aðgengi í forritun verður tölvutæknin aðgengileg blindum á eigin móðurmáli og báðir hópar standa jafnfætis sjáandi þegar kemur að t.d. ritvinnslu. Þetta aukna aðgengi tryggir blindum og sjónskertum atvinnu- og námstækifæri sem áður voru óhugsandi eða öllu falli mjög erfið. Blindir og sjónskertir ættu nú að geta sinnt til dæmis öllum skrifstofustörfum, án þess að lenda í vandræðum.

Sigurrósu SoffíaÍ lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróuðu þau Carsten Petersen, Róbert Gunnarsson og Sigurrós Soffía Kristinsdóttir aðferð þar sem notast er við vélrænan lærdóm og gervigreind til að flokka gögn úr ársskýrslum íslenskra fyrirtækja.

„Það var fyrirtæki sem heitir Kóði sem kom með tillögu að lokaverkefni fyrir nemendur og okkur fannst þetta spennandi efni,“ segir Sigurrós Soffía um tilurð verkefnisins. Ársreikningar og árshlutauppgjör segja fjárhagslega sögu fyrirtækis, sögu sem er mikilvæg mögulegum fjárfestum meðal annarra.

hanna run eiriksdottir 3aSérkennslutorg er starfssamfélag á neti fyrir kennara, þroskaþjálfa og aðra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorg er hluti af MenntaMiðju sem sett var á stofn síðastliðið haust.  Með vaxandi þörf á góðu aðgengi að kennsluefni, hugmyndum og þekkingu  sem hentar í einstaklingsmiðuðu námi er áhugavert að byggja upp starfssamfélag þeirra sem kenna nemendum með sérþarfir. Sérkennslutorgið er meðal annars fjölbreyttur og sjónrænn vefur. Þar er að finna fróðleik og gagnlegt efni um aðferðir og gögn sem hægt er að nýta við kennslu. Torgið teygir anga sína einnig inn á samfélagsmiðla og hafa hópar á Facebook verið einkar gagnlegur vettvangur fyrir samstarf kennara. Það á meðal annars við í tengslum við þá miklu grósku sem tengist vinnu með spjaldtölvur í sérkennslu.

Ragnar T JonssonFrá haustinu 2008 hefur hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og stofnana verið í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á tæknivæðingu í viðskiptum með það að markmiði að skila ábata fyrir viðskiptaaðila. Fagstaðlaráð í upplýsingatækni (FUT) og ICEPRO stilltu fyrir þremur árum upp sameiginlegri stefnu um rafvæðingu viðskiptaferla sem skyldi framfylgja á árunum 2010 til 2012.  Stefnan byggði á þeirri framtíðarsýn að í ársbyrjun 2013 væri grunngerð rafrænna innkaupa innleidd á Íslandi. Nú þegar þessu tímabili er að ljúka er rétt að líta um öxl og meta stöðu mála.

Page 1 of 6