Vissir þú að Ský er óháð fagfélag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni?
Hlutverk Ský er m.a. að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni.

Næst á dagskrá Ský

Næsti hádegisverðarfundur verður 23. september
"Eldgos og UT - ógnanir, viðbrögð og tækifæri"

Minnum á Mannamót miðvikudaginn 24. september

tolvumal-haus2

SigrunÍ pistli sem birtist í vefútgáfu Tölvumála í ágúst 2013 (Sigrún Helgadóttir 2013) var greint í stórum dráttum frá vinnu við máltækni á Íslandi frá síðustu aldamótum. Sérstaklega var greint frá verkefninu META-NORD. Í tengslum við það verkefni var komið á fót sérstöku vefsetri http://www.málföng.is. Þar eru nú aðgengileg margvísleg málföng. Í tengslum við verkefnið voru einnig skráð lýsigögn um 23 málföng í sérstaka META-SHARE gagnahirslu (http://metashare.tilde.com/). Eins og greint var frá í vefgreininni er orðið málföng nýyrði, þýðing á enska heitinu language resources og er myndað með hliðsjón af orðunum tilföng og aðföng. Í þessari grein verður sagt frá helstu málföngum sem eru aðgengileg á http://www.málföng.is.

Agile-myndÞessi titill lýsir vel því umhverfi sem hugbúnaðargerð er að glíma við i dag. Flestir ef ekki allir eru að hanna og forrita veflæg kerfi sem þurfa að geta sinnt allskonar endabúnaði á hverskyns netum. Á sama tíma þurfa þessi kerfi að keyra í „skýinu“ og þurfa að geta annað miklu álagi og skilað góðum afköstum. Einnig krefjast notendur sífellt styttri „afgreiðslutíma“ á nýjungum og/eða lagfæringum.

Erik Demaine„Bæði list og stærðfræði snúast um að hafa hugmynd og að koma henni í framkvæmd með sannfærandi hætti; að leysa afmarkað vandamál eða dæmi þar sem lausnin þarf að vera góð og jafnvel falleg. Í raun má ekki greina á milli vísinda og lista því stærðfræðin sjálf er listform.“ -Erik Demaine

Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (ICE-TCS) stóð, ásamt Vísindafélagi Íslendinga, að viðburðinum „Krossgötur lista og vísinda“ í HR í lok ágúst.

SigurjonOlafsson bw2 highres new-200x300Fyrsti fundur faghóps um vefstjórnun í haust fjallaði um mikilvægi vefstefnu og bar yfirskriftina “Er vefstjórinn forstjóri í þínu fyrirtæki? - Um mikilvægi skýrrar vefstefnu”. Fundurinn var mjög vel sóttur eða liðlega 140 manns skráðir. Þessi áhugi vakti nokkra athygli stjórnar faghópsins jafnvel þó að sannfæring væri fyrir því að efnið væri áhugavert og myndi ekki aðeins höfða til vefiðnaðarins heldur einnig stjórnenda í fyrirtækjum. Fyrir einhverjum árum hefði þurft að segja manni það tvisvar að hálft annað hundrað myndi sýna sig á fundi þar sem vefstefna væri þemað en af eigin reynslu þá hefur verið heldur torsótt að fá stuðning, bæði tíma og fjármagn, í að vinna vefstefnu. En þetta sýnir að það er vaxandi eftirspurn eftir fróðleik um vefmál, mikilvægi vefmála og rafrænnar þjónustu er að aukast í fyrirtækjum og stofnunum.

JonGudnasonÍ þessari grein verður fjallað um þau rannsóknarverkefni sem ég hef fengist við og snúa að máltækni og talmerkjafræði.  Skýrðar verða lauslega út ástæður þess að ég valdi mér þessi viðfangsefni og af hverju mér finnst þau vera mikilvæg.  Einnig verður lýst hvað er að gerast á þessu sviði á Íslandi og hvað mér finnst þurfi að gerast í þessum málum til þess að við sem búum á þessu landi og viljum nota íslensku, getum átt sömu möguleika og tækifæri og aðrir sem búa á stærri málsvæðum.

thorfinnur svarthvittÁ síðustu árum hafa félagsmiðlar orðið stærri hluti af daglegu lífi okkar en margir vilja horfast í augu við. Rannsóknir á áhrifum þess og á samspili okkar við miðlana eru tiltölulega nýtt viðfangsefni og því lítið kannað. Í vikunni rakst ég á skemmtilega grein sem nú fer ljósum logum um netið. Höfundur hennar er Mat Honan pistlahöfundur á vefmiðlinum Wired en greinin fjallar um tilraun sem hann gerði á Facebook-aðgangi sínum. Tilraunin var einföld: Mat ákvað að læka allt á Facebook sem yrði á vegi hans, þegar hann færi þar inn í tvo sólahringa, og sjá hvaða afleiðingar það hefði. Tilraunin reyndist breyta miðlinum meira og hraðar en hann grunaði.

Page 1 of 7