Skip to main content

Netið í nútíma heilbrigði

Hádegisfundur á Grand hóteli
14. maí 2014 kl. 12-14

“Hlutverk internetsins í nútíma heilbrigðisþjónustu”

Twitter: @SkyIceland #NetHeilb

Eitt af því fyrsta sem fólk gerir þegar það greinist með alvarlegan sjúkdóm er að fara á netið til að leita að upplýsingum.  Eins og við vitum eru upplýsingarnar sem þar er að finna mjög misjafnar að gæðum.  Ennfremur er væntanlega töluvert um það að einstaklingar reyni að sjúkdómsgreina sig sjálfir með því að googla hinum og þessum sjúkdómseinkennum.   Þetta vekur upp spurningar um hvernig heilbrigðiskerfið getur nýtt betur þennan brunn upplýsinga sem veraldarvefurinn er með því að kenna einstaklingum að vinna úr þeim upplýsingum sem þar er að finna, og að meta áreiðanleika þeirra.  

Við ætlum að heyra sjónarmið lækna, hjúkrunarfræðings og einstaklings sem segir frá hlið sjúklingsins.

Dagskrá:

11:50-12:05      Afhending gagna

12:05-12:20      Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:45      Frá sjónarhóli ungs læknis
                         Már Egilsson, læknir hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

12:45-13:10      Fróðleikur um heilsu frá fagfólki: Hvað höfum við lært af verkefninu um heilsuvefinn www.6h.is
                         Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritstjóri 6h.is

13:10-13:35      Netið og eigin sjúkdómur
                         Harpa Hreinsdóttir

13:35-14:00      Reynslan af doktor.is
                         Teitur Guðmundsson, læknir og stofnandi doktor.is

14:00               Fundarslit

Fundarstjóri: Heiða Dögg Jónsdóttir, TM Software

Undirbúningsnefnd: Guðjón Vilhjálmsson, Arna Harðardóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Matseðill: Ostagljáð fiskiþrenna með grænmetis byggi og kókoskarrý sósu. Konfekt / kaffi /te

Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.


20140514 122028

  • 14. maí 2014