Skip to main content

Hagnýting gagna - framtíðin 2030

 

Hagnýting gagna - framtíðin 2030

Verð
Félagsmenn Ský:     6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Taílenskur kókos og karrý kjúklingur með hýðishrísgrjónum og fersku salati.
Sætindi og kaffi/te á eftir.
 

HagnytingGagna fyrirlesarar

Við stöndum á tímamótum hvað hagnýtingu gagna varðar. Aldrei hefur verið framleitt jafn mikið af gögnum í heiminum. Talið er að yfir 90% af stafrænum gögnum hafi orðið til á síðustu 2 árum og er engan veginn að hægja á framleiðslu þeirra. Sumir líkja gögnum við olíu sem nauðsynlegt er að komast yfir til að ná samkeppnisforskoti á markaði. Áskorun fyrirtækja og opinberra aðila felst í að finna leiðir til að nýta þessa auðlind en slík vegferð krefst fjárfestinga í mannauði, ferlum, högun og tækni. Á þessum fundi förum við yfir hverju við stöndum frammi fyrir, í hvað stefnir og að hverju fyrirtæki og opinberir aðilar þurfa að huga við hagnýtingu gagna í rekstri sínum.

Fundurinn er hugsaður fyrir stjórnendur og áhugafólk um hagnýtingu gagna.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Gagnavísindi 101 - gervigreind 101
Gervigreind hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum árum, m.a. þegar fjallað er um tæknibreytingar og sjálfvirknivæðingu starfa í framtíðinni. Í þessu örerindi verður gefir stutt yfirlit um hvað gervigreind er, sögu sviðsins, hver staðan er í dag, svo og hvað er framundan.
Yngvi Björnsson, Háskólinn í Reykjavík

12:40   Framtíð gagnagrunna í nútíma samfélagi
Þróun gagnagrunna hefur undanfarinn áratug tekið gríðarlegt stökk. Afkastageta þeirra hefur margfaldast og viðhald og annað utanumhald orðið betra samhliða auknu flækjustigi. Einnig hafa nýjungar og fjölbreyttar gagnagrunns-útfærslur litið dagsins ljós. Hvaða áhrif hafa þessar nýjungar og útfærslur á framtíðarskipulag gagnagrunna, aðgengi þeirra og öryggi gagna ? Hvernig og hvaða áhrif mun gervigreind hafa á framtíð gagnagrunna ?
Tómas Helgi Jóhannsson, Reiknistofa bankanna

13:00   Hvenær getum við treyst gervigreindar hugbúnaði?
Líkön eru ekki fullkomin en samt eru þau notuð á mörgum sviðum m.a. til að ákveða hvort afbrotamaður eigi að fara í fangelsi, hvort einstaklingar eigi að fá lán eða jafnvel vinnu. Það verður ljósara með hverri einustu frétt af mistökum í notkun aðferða á sviði gervigreindar að vanda þarf til verka í þróun líkana. Það getur reynst erfitt, sér í lagi þegar aðferðirnar sem liggja að baki eru ekki gegnsæjar. Fyrirtæki og opinberar stofnanir standa því frammi fyrir spurningunni, hvenær getum við treyst hugbúnaðarlausnum sem byggja á gervigreind?
Hafsteinn Einarsson, Íslandsbanki

13:20   Fjárfestingar framtíðarinnar - stjórnandi framtíðarinnar
Sjálfvirknivæðing og gervigreind eru heit orð í dag. En hvað þýðir það fyrir þitt fyrirtæki að nýta gervigreind og að sjálfvirknivæða? Hvað þarf að huga að áður en lagt er í slíka vegferð, hvað þarf að forðast og ætti þú yfir höfuð að leggja í slíka vegferð.
Guðmundur Jósepsson, Miracle

13:40   Gagnasýn til góðs – lyfjaávísanir í nýju ljósi
Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vá í heiminum. Meirihluti lyfjaávísana á Íslandi fer fram í gegnum sama kerfið og lá því beint við að nýta sér það þegar átaksverkefni tengt sýklalyfjaávísunum var hleypt af stokkunum. Þannig geta læknar nú séð  í gegnum Gagnasýn upplýsingar um eigin lyfjaávísanir og fengið samanburð við meðaltal annarra lækna á sinni stöð og stofnun. Sýklalyfjaávísanir eru upphafið en fleira er á sjóndeildarhringnum.
Heiða Dögg Jónsdóttir, Origo

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Þórdís Magnúsdóttir, Advania


20200115 120810
20200115 140101
20200115 140104

  • 15. janúar 2020