Skip to main content

Tól og tækifæri fyrir opinbera aðila

Tól og tækifæri fyrir opinbera aðila

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Á viðburðinum er farið yfir lausnir sem eru og hafa verið þróaðar fyrir opinbera aðila, ríki og sveitarfélög. Eigandi frumkvöðlafyrirtækis mun segja frá lausn sem hefur verið í þróun í samstarfi við hið opinbera, sagt verður frá stafrænni vegferð sýslumanna og frá þeim lausnum sem hafa verið framleiddar til að bæta innri og ytri þjónustu embættanna. Tvö sveitarfélög munu segja frá stafrænni vegferð sinni og þróun hugbúnaðar sem aðrir geta nýtt sér.

Viðburðurinn er fyrir alla sem áhuga hafa á stafrænni umbreytingu og þróun stafrænna lausna fyrir hið opinbera.

Dagskrá:

11:55   Útsending hefst

12:00   Planitor - Betri yfirsýn, öflugri miðlun
Hvernig stendur á því að á upplýsingaöld er hvergi hægt að nálgast upplýsingar um stöðu skipulags- og byggingarmála á einfaldan hátt í gegnum miðlægan grunn? Af hverju er yfirsýnin yfir málaflokkinn ekki betri og hverjar eru afleiðingar þess? Planitor hugbúnaðarfyrirtækið sérhæfir sig í miðlun og vinnslu upplýsinga um skipulags- og byggingarmál og fer yfir reynslu sína af stofnun sprotafyrirtækis sem byggir þjónustu sína á opinberum upplýsingum og samstarfi við sveitarfélög og aðra opinbera aðila.
Guðmundur Kristján Jónsson, skipulagsfræðingur, húsasmiður og annar stofnandi Planitor

12:15   Stafræn vegferð sýslumanna
Sýslumenn hafa unnið markvisst að því að bæta stafræna þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnir með það að markmiði að bæta innri og ytri þjónustu embættanna. Liður í því er bætt upplýsingagjöf og uppfærsla á vefsíðu Sýslumanna. Bryndís mun fara yfir hvar verkefnið er statt og deila reynslu sýslumanna af vegferðinni.
Bryndís Pétursdóttir, verkefnastjóri Sýslumannaráðs

12:30    Margt smátt og annað stórt í stafrænni umbreytingu
Hafnarfjarðarbær hefur sett sér markmið að vera snjall og umbreyta þjónustu bæjarins á næstu árum. Verkefnið er stórt og því hefur verið nauðsynlegt að búta það niður í viðráðanleg verkefni. Í þessum fyrirlestri fer Sigurjón yfir stafrænt ferðalag bæjarins, jafnt litlum sigrum sem og stórum áskorunum og (næstum) allt þar á milli. Hönnunarkerfi Hafnarfjarðar verður kynnt í fyrsta sinn í fyrirlestrinum.
Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar

12:45    Nightingale – dæmi um LEAN hugbúnaðarþróun sem hefur þróast í að verða öflug SAAS lausn
Kópavogsbær hefur á undanförnum árum leyst nokkur verkefni innanhúss með eigin starfsmönnum og í samvinnu við nemendur sem hafa fengið tækifæri til að þróa með okkur hugbúnaðarlausnir á sumrin.  Í þessum fyrirlestri fer Ingimar yfir reynslu bæjarins af þróun Nightingale lausnarinnar og hvernig opinberir aðilar geta nýtt sér lausnina í sínum rekstri.
Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Lína Viðarsdóttir, teymisþjálfari hjá Kolibri

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.  • 5. maí 2021