Skip to main content

Hvernig látum við vefi virka?

Hvernig látum við vefi virka?

12. maí 2021         kl. 12:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.

2112 fyrirlesarar

Við munum áfram beina athyglinni að notendaupplifun og notendamiðaðri hönnun. Heyrum sögur að baki nýjum vefjum, sem hafa verið verðlaunaðir fyrir góða notendaupplifun, vel útfærða hönnun og gott aðgengi.

Ásta María Sigmarsdóttir er hönnuður í stafrænu teymi Bláa Lónsins. Hún hefur unnið um árabil við hönnun, þróun og vefgreiningar, þar sem mikil áhersla er lögð á jákvæða notendaupplifun, samspil mynda og texta og gott aðgengi allra að vefsvæðum á hvaða tæki sem er.

Magga Dóra er stafrænn hönnunarleiðtogi Mennskrar ráðgjafar og verkefnastjóri hjá Neyðarlínunni vegna 112.is. Hún hefur unnið við stafræna vöruþróun frá því fyrir aldamót, alltaf með það að markmiði að búa til jákvæða og gagnlega upplifun fyrir notendur.

Ómar Þór Ómarsson, markaðsstjóri Meniga hefur mikla reynslu af markaðsstörfum á alþjóðavísu. Sem markaðsstjóri Meniga er Ómar ábyrgur fyrir því að þróa vörumerkið, vekja athygli á fyrirtækinu um allan heim og laða að nýja viðskiptavini með því að nýta rásir fyrirtækisins líkt og vefsíður, samfélagsmiðla og fjölmiðla með sem skilvirkustum hætti.

Albert Hauksson, vöruhönnuður (UI/UX Designer) hjá Meniga á að baki langan feril í hugbúnaðargeiranum. Með hag notendans að leiðarljósi lá leiðin í vörustýringu (product management) og nú starfar hann sem þar sem honum þykir hann geta best þjónað notendum.

Dagskrá:

11:55   Útsending hefst

12:00   Bluelagoon 2.0
Vefur Bláa Lónsins var verðlaunaður á árinu fyrir aðgengismál, útlit og góða notendaupplifun. Ásta mun fara yfir undirbúningsvinnu fyrir vefinn, innblástur og samvinnu við verktaka í þróun á nýjum vef þar sem var lögð rík áhersla á aðgengismál og farsímahönnun.
Ásta María Sigmarsdóttir, hönnuður hjá Bláa Lóninu

12:20   Rafræn gátt vegna ofbeldis á 112.is
Vefur Neyðarlínunnar 112.is hýsir rafræna gátt vegna ofbeldis sem gerir notendum kleift að kynna sér birtingarmyndir ofbeldis og finna úrræði við hæfi. Þegar ákveðið var að ráðast í þetta verkefni var ljóst að þó að það þyrfti að leysa úr nokkrum tæknilega flóknum málum þá yrði viðkvæmasta og erfiðasta úrlausnarefnið hvernig gáttin myndi ná til þeirra sem helst þurfa á honum að halda. Magga Dóra fer yfir nálgunina að þessu viðkvæma hönnunarverkefni, niðurstöðuna og árangurinn. Rafræna gáttin var valin verkefni ársins.
Magga Dóra Ragnarsdóttir, Mennsk ráðgjöf og verkefnastjóri hjá Neyðarlínunni

12:40   Að smíða vefsíðu sem virkar
Að smíða vefsíðu sem virkar er flókið ferli sem felur í sér óteljandi klukkustundir af hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, greiningu, A/B prófunum og betrumbótum. Ferlið getur verið jafn skemmtilegt og það getur verið grátlegt en sjaldnast fer það eins og upphaflega var lagt upp með. Árið 2017 lagðist Meniga í endurmörkun á vörumerki fyrirtækisins og hluti af því ferli var framleiðsla á nýrri heimasíðu fyrir alþjóðlegan vef fyrirtækisins meniga.com, sem leit dagsins ljós árið 2019. Í framhaldi var framleidd ný heimasíða fyrir íslenskan vef Meniga sem byggði á sömu hugmyndafræði. Í þessu erindi munu Ómar og Albert segja frá ferlinu sem er að baki þessum tveimur vefsíðum þar sem lögð verður áhersla á að þekkja sinn viðskiptavin og búa til “Customer Journey” sem virkar. Vefirnir hafa báðir verið tilnefndir til verðlauna og hlaut meniga.is verðlaun fyrir aðgengilegt efni, góða hönnun og textagerð.
Ómar Þór Ómarsson, markaðsstjóri Meniga og Albert Hauksson, vöruhönnuður hjá Meniga

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Daði Rúnar Pétursson, deildarstjóri hjá veflausnum Advania

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.  • 12. maí 2021